Segja matarsóun mun skaðlegri en plastið Birgir Olgeirsson skrifar 14. maí 2019 10:02 Skotar eru hvattir til að taka sig á þegar kemur að matarsóun. Vísir/Getty Matarsóun hefur meiri áhrif á loftslagið heldur en plast, að mati opinberu umhverfisverndarsamtakanna Zero Waste Scotland. Samtökin hafa hvatt Skota til að draga úr matarsóun, en sá matarafgangur sem fer í ruslið endar í landfyllingu. Þar rotnar maturinn og gefur frá sér metangas sem er sagt ein skaðlegasta gróðurhúsalofttegundin. Fjallað er um þessi tilmæli Zero Waste Scotland á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Þar segir að könnun Zero Waste Scotland hafi leitt í ljós að Skotar hentu 456 þúsund tonnum af mat árið 2016. Sama ár hentu Skotar 224 þúsund tonnum af plasti. Hefur Zero Waste Scotland hrundið af stað aðgerðaáætlun ásamt skoskum yfirvöldum með það að markmiði að draga úr matarsóun. Er vonast til að hægt sé að draga úr henni um þriðjung fyrir árið 2025. Sá sem fer yfir samtökunum heitir Iain Gulland. „Það kann að hljóma furðulega en að henda afgöngum í ruslið er afar skaðlegt fyrir jörðina, því að afgangarnir sem þú náðir ekki að klára enda í landfyllingu þar sem þeir rotna,“ segir Gulland. „Þegar niðurbrotið á sér stað gefa afgangarnir frá sér metan, sem er margfalt skaðlegar til skamms tíma fyrir loftslagið en koltvísýringur. Matarsóun er í raun stærra vandamál en plastið.“ Hann ítrekaði þó að mikilvægt væri að draga úr plastnotkun sem er einnig grafalvarlegt mál. Zero Waste Scotland áætlar að hvert skoskt heimili geti sparað 440 pund á ári, sem samsvar tæpum 70 þúsund krónum, með því að draga úr matarsóun. Eru Skotar hvattir til að áætla máltíðir sínar vel og nýta betur möguleikann á að geyma afganga í kæli. Loftslagsmál Skotland Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira
Matarsóun hefur meiri áhrif á loftslagið heldur en plast, að mati opinberu umhverfisverndarsamtakanna Zero Waste Scotland. Samtökin hafa hvatt Skota til að draga úr matarsóun, en sá matarafgangur sem fer í ruslið endar í landfyllingu. Þar rotnar maturinn og gefur frá sér metangas sem er sagt ein skaðlegasta gróðurhúsalofttegundin. Fjallað er um þessi tilmæli Zero Waste Scotland á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Þar segir að könnun Zero Waste Scotland hafi leitt í ljós að Skotar hentu 456 þúsund tonnum af mat árið 2016. Sama ár hentu Skotar 224 þúsund tonnum af plasti. Hefur Zero Waste Scotland hrundið af stað aðgerðaáætlun ásamt skoskum yfirvöldum með það að markmiði að draga úr matarsóun. Er vonast til að hægt sé að draga úr henni um þriðjung fyrir árið 2025. Sá sem fer yfir samtökunum heitir Iain Gulland. „Það kann að hljóma furðulega en að henda afgöngum í ruslið er afar skaðlegt fyrir jörðina, því að afgangarnir sem þú náðir ekki að klára enda í landfyllingu þar sem þeir rotna,“ segir Gulland. „Þegar niðurbrotið á sér stað gefa afgangarnir frá sér metan, sem er margfalt skaðlegar til skamms tíma fyrir loftslagið en koltvísýringur. Matarsóun er í raun stærra vandamál en plastið.“ Hann ítrekaði þó að mikilvægt væri að draga úr plastnotkun sem er einnig grafalvarlegt mál. Zero Waste Scotland áætlar að hvert skoskt heimili geti sparað 440 pund á ári, sem samsvar tæpum 70 þúsund krónum, með því að draga úr matarsóun. Eru Skotar hvattir til að áætla máltíðir sínar vel og nýta betur möguleikann á að geyma afganga í kæli.
Loftslagsmál Skotland Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira