Ríkið mun þurfa að greiða um 700 milljónir eftir dóm Hæstaréttar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. maí 2019 11:30 Hæstiréttur vísir/vilhelm Íslenska ríkið mun þurfa að greiða fimm sveitarfélögum alls rúmlega 680 milljónir eftir dóm Hæstaréttar í máli Grímsness- og Grafningshrepps gegn ríkinu sem féll í dag. Fjögur önnur sveitarfélög höfðuðu sambærilegt mál.Ríkið var í dag dæmt til að greiða Grímsnes- og Grafningshreppi 234 milljónir, auk vaxta, vegna greiðslna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitarfélagsins sem felldar voru niður á árunum 2013 til 2016. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að reglugerð veitti ríkinu ekki fullnægjandi heimild til þess að fella niður greiðslurnar, breyta hefði þurft lögum.Sveitarfélögin fjögur sem einnig höfuðu sambærilegt mál eru Ásahreppur, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur og Fljótsdalshreppur.Í samtali við Vísi segir Óskar Sigurðsson lögmaður, sem fer með mál sveitarfélaganna fimm, að gert hafi verið samkomulag um að eitt mál yrði flutt og að niðurstaða þess myndi ráða hinum málunum fjórum.Höfuðstóllinn er 683 milljónir Reiknar Óskar því með að mál hinna sveitarfélaganna þurfi því ekki að fara fyrir dóm og að ríkið muni gera upp við sveitarfélögin eftir dóm Hæstaréttar. Hvalfjarðarsveit krafðist þess að fá 303,6 milljónir endurgreiddar, Ásahreppur krafðist þess að fá 69,3 milljónir endurgreiddar, Fljótsdalshreppur krafðist 40,4 milljóna og Skorradalshreppur 35,5 milljóna. Alls nema kröfur sveitarfélaganna fimm um 683 milljónum króna sem reikna má með að íslenska ríkið muni greiða eftir dóm Hæstaréttar, auk vaxta. Þá segir Óskar að sveitarfélögin muni einnig ganga eftir því að fá greiðslur vegna sambærilegra skerðinga fyrir tímabilið 2017-2019 og því muni enn bætast við þær fjárhæðir sem íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða sveitarfélögunum. Í Skorradal má finna eina stærstu sumarhúsabyggð landsins.Vísir/Jón SigurðurHæstiréttur klofnaði Greiðslur þær sem felldar voru niður voru svonefnd jöfnunarframlög er tengjast annars vegar tekjutapi vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti og hins vegar vegna launakostnaðar sveitarfélaga af kennslu í grunnskólanum og annars kostnaðar.Ástæða þess að greiðslurnar voru felldar niður gagnvart sveitarfélögunum var að heildarskatttekjur þeirra af útsvari og fasteignaskatti á hvern íbúa, miðað við fullnýtingu þessara tekjustofna, voru á tilgreindum árum meira en 50 prósent umfram landsmeðaltal. Reglugerð þess efnis tók gildi árið 2012.Íslenska ríkið hafði áður verið sýknað í máli Grímsnes- og Grafningshrepps í Héraðsdómi Reykjavíkur og Landsrétti en Hæstiréttur sneri þeim dómum við í dag, á þeim grundvelli að breyta hefði þurft lögum til þess að heimila þær skerðingar sem sveitarfélagið varð fyrir, ekki hafi verið nóg að setja reglugerð þess efnis.Hæstiréttur klofnaði í málinu en Hæstaréttardómarinn Benedikt Bogason skilaði séráliti þar sem hann færði rök fyrir því að ríkið væri í raun ekki að draga úr heildargreiðslum til sveitarfélaga, heldur aðeins að ákvarða skiptingu á milli þeirra. Þannig hefði ríkið heimild til þess að skerða greiðslur úr jöfnunarsjóði ef sveitarfélög væri með tekjur verulega umfram landsmeðaltal. Ásahreppur Dómsmál Fljótsdalshreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Hvalfjarðarsveit Skorradalshreppur Tengdar fréttir Íslenska ríkið dæmt til að greiða 234 milljónir Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Grímsnes- og Grafningshreppi 234 milljónir vegna greiðslna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitarfélagsins sem voru felldar niður á árunum 2013 til 2016. Hæstiréttur klofnaði í málinu en einn dómari skilaði sératkvæði og taldi að sýkna ætti ríkið af kröfum sveitarfélagsins. 14. maí 2019 10:24 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira
Íslenska ríkið mun þurfa að greiða fimm sveitarfélögum alls rúmlega 680 milljónir eftir dóm Hæstaréttar í máli Grímsness- og Grafningshrepps gegn ríkinu sem féll í dag. Fjögur önnur sveitarfélög höfðuðu sambærilegt mál.Ríkið var í dag dæmt til að greiða Grímsnes- og Grafningshreppi 234 milljónir, auk vaxta, vegna greiðslna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitarfélagsins sem felldar voru niður á árunum 2013 til 2016. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að reglugerð veitti ríkinu ekki fullnægjandi heimild til þess að fella niður greiðslurnar, breyta hefði þurft lögum.Sveitarfélögin fjögur sem einnig höfuðu sambærilegt mál eru Ásahreppur, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur og Fljótsdalshreppur.Í samtali við Vísi segir Óskar Sigurðsson lögmaður, sem fer með mál sveitarfélaganna fimm, að gert hafi verið samkomulag um að eitt mál yrði flutt og að niðurstaða þess myndi ráða hinum málunum fjórum.Höfuðstóllinn er 683 milljónir Reiknar Óskar því með að mál hinna sveitarfélaganna þurfi því ekki að fara fyrir dóm og að ríkið muni gera upp við sveitarfélögin eftir dóm Hæstaréttar. Hvalfjarðarsveit krafðist þess að fá 303,6 milljónir endurgreiddar, Ásahreppur krafðist þess að fá 69,3 milljónir endurgreiddar, Fljótsdalshreppur krafðist 40,4 milljóna og Skorradalshreppur 35,5 milljóna. Alls nema kröfur sveitarfélaganna fimm um 683 milljónum króna sem reikna má með að íslenska ríkið muni greiða eftir dóm Hæstaréttar, auk vaxta. Þá segir Óskar að sveitarfélögin muni einnig ganga eftir því að fá greiðslur vegna sambærilegra skerðinga fyrir tímabilið 2017-2019 og því muni enn bætast við þær fjárhæðir sem íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða sveitarfélögunum. Í Skorradal má finna eina stærstu sumarhúsabyggð landsins.Vísir/Jón SigurðurHæstiréttur klofnaði Greiðslur þær sem felldar voru niður voru svonefnd jöfnunarframlög er tengjast annars vegar tekjutapi vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti og hins vegar vegna launakostnaðar sveitarfélaga af kennslu í grunnskólanum og annars kostnaðar.Ástæða þess að greiðslurnar voru felldar niður gagnvart sveitarfélögunum var að heildarskatttekjur þeirra af útsvari og fasteignaskatti á hvern íbúa, miðað við fullnýtingu þessara tekjustofna, voru á tilgreindum árum meira en 50 prósent umfram landsmeðaltal. Reglugerð þess efnis tók gildi árið 2012.Íslenska ríkið hafði áður verið sýknað í máli Grímsnes- og Grafningshrepps í Héraðsdómi Reykjavíkur og Landsrétti en Hæstiréttur sneri þeim dómum við í dag, á þeim grundvelli að breyta hefði þurft lögum til þess að heimila þær skerðingar sem sveitarfélagið varð fyrir, ekki hafi verið nóg að setja reglugerð þess efnis.Hæstiréttur klofnaði í málinu en Hæstaréttardómarinn Benedikt Bogason skilaði séráliti þar sem hann færði rök fyrir því að ríkið væri í raun ekki að draga úr heildargreiðslum til sveitarfélaga, heldur aðeins að ákvarða skiptingu á milli þeirra. Þannig hefði ríkið heimild til þess að skerða greiðslur úr jöfnunarsjóði ef sveitarfélög væri með tekjur verulega umfram landsmeðaltal.
Ásahreppur Dómsmál Fljótsdalshreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Hvalfjarðarsveit Skorradalshreppur Tengdar fréttir Íslenska ríkið dæmt til að greiða 234 milljónir Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Grímsnes- og Grafningshreppi 234 milljónir vegna greiðslna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitarfélagsins sem voru felldar niður á árunum 2013 til 2016. Hæstiréttur klofnaði í málinu en einn dómari skilaði sératkvæði og taldi að sýkna ætti ríkið af kröfum sveitarfélagsins. 14. maí 2019 10:24 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira
Íslenska ríkið dæmt til að greiða 234 milljónir Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Grímsnes- og Grafningshreppi 234 milljónir vegna greiðslna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitarfélagsins sem voru felldar niður á árunum 2013 til 2016. Hæstiréttur klofnaði í málinu en einn dómari skilaði sératkvæði og taldi að sýkna ætti ríkið af kröfum sveitarfélagsins. 14. maí 2019 10:24