Hatari gagnrýndur fyrir skort á gagnrýni Sighvatur Jónsson skrifar 15. maí 2019 18:45 Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarblaðamaður, telur að Hatari megi nota tækifærið í Eurovision betur til að gagnrýna stöðuna milli Ísraels og Palestínu. Vísir/Sigurjón Á meðan landsmenn og heimsbyggðin öll veltir því fyrir sér hvort hatrið muni sigra Eurovision er hljómsveitin Hatari gagnrýnd fyrir skort á gagnrýni um málefni Palestínu og Ísraels. Íslenskur tónlistarblaðamaður sem sniðgengur hátíðina í ár hvetur Hatara til að hnykkja betur á skilaboðum sínum. Hið svokallaða foreldrafélag Hatara fagnaði með íslenska hópnum í Expo-höllinni í Tel Aviv í gærkvöldi. Áfanga var náð. Ísland verður með á úrslitakvöldi Eurovision eftir fimm ára hlé. Foreldrar, makar, ættingjar og vinir Hatara glöddust einnig með tónlistarfólkinu á Dan Panorama hótelinu í nótt. Matthías Tryggvi Haraldsson söngvari sagði á fyrsta blaðamannafundinum ytra að Hatari vonaði að hernámi Ísraels á Palestínu lyki. Síðan þá hefur orðfæri sveitarinnar verið mildara - og það er líka gagnrýnt. Jón Ólafsson tónlistarmaður skrifaði á Facebook í dag að hann hafi orðið sorgmæddur þegar Dana International, sem vann keppnina fyrir Ísrael 1998, hafi boðað frið og ást í þaulskipulögðu áróðursatriði Ísraela í Eurovision. „Ég vona svo sannarlega að Hatari tali hreint út við öll tækifæri sem gefast héðan í frá,“ skrifaði Jón. Arnar Eggert Thoroddsen er einn þeirra landsmanna sem sniðganga Eurovision keppnina með öllu í ár. „Ég tek það skýrt fram að þessi keppni er notuð af ísraelsku ríkisstjórninni til að hvítþvo sig menningarlega svo þeir geti haldið áfram kúguninni á Palestínu sem hefur verið í gangi síðan 1948 og verður verri með hverju ári. Þessi trójuhestur sem Hatari er, ég vona að þeir hnykki betur á þessu á næstu dögum.“Og komi með eitthvað óvænt útspil jafnvel í lokin? „Ja, ef þeir komast fram hjá ísraelsku vörðunum.“ Eurovision Ísrael Palestína Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Sjá meira
Á meðan landsmenn og heimsbyggðin öll veltir því fyrir sér hvort hatrið muni sigra Eurovision er hljómsveitin Hatari gagnrýnd fyrir skort á gagnrýni um málefni Palestínu og Ísraels. Íslenskur tónlistarblaðamaður sem sniðgengur hátíðina í ár hvetur Hatara til að hnykkja betur á skilaboðum sínum. Hið svokallaða foreldrafélag Hatara fagnaði með íslenska hópnum í Expo-höllinni í Tel Aviv í gærkvöldi. Áfanga var náð. Ísland verður með á úrslitakvöldi Eurovision eftir fimm ára hlé. Foreldrar, makar, ættingjar og vinir Hatara glöddust einnig með tónlistarfólkinu á Dan Panorama hótelinu í nótt. Matthías Tryggvi Haraldsson söngvari sagði á fyrsta blaðamannafundinum ytra að Hatari vonaði að hernámi Ísraels á Palestínu lyki. Síðan þá hefur orðfæri sveitarinnar verið mildara - og það er líka gagnrýnt. Jón Ólafsson tónlistarmaður skrifaði á Facebook í dag að hann hafi orðið sorgmæddur þegar Dana International, sem vann keppnina fyrir Ísrael 1998, hafi boðað frið og ást í þaulskipulögðu áróðursatriði Ísraela í Eurovision. „Ég vona svo sannarlega að Hatari tali hreint út við öll tækifæri sem gefast héðan í frá,“ skrifaði Jón. Arnar Eggert Thoroddsen er einn þeirra landsmanna sem sniðganga Eurovision keppnina með öllu í ár. „Ég tek það skýrt fram að þessi keppni er notuð af ísraelsku ríkisstjórninni til að hvítþvo sig menningarlega svo þeir geti haldið áfram kúguninni á Palestínu sem hefur verið í gangi síðan 1948 og verður verri með hverju ári. Þessi trójuhestur sem Hatari er, ég vona að þeir hnykki betur á þessu á næstu dögum.“Og komi með eitthvað óvænt útspil jafnvel í lokin? „Ja, ef þeir komast fram hjá ísraelsku vörðunum.“
Eurovision Ísrael Palestína Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Sjá meira