Kínverskir ferðamenn í rútunni sem valt í Öræfum Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2019 17:41 Þyrla Landhelgisgæslunnar á vettvangi. Hún lagði af stað til Reykjavíkur rétt fyrir klukkan hálf sex síðdegis. Vísir/Magnús Hlynur Farþegarnir sem voru um borð í rútunni sem valt við Hof í Öræfum í dag eru kínverskir ferðamenn. Upphaflega var talið að fimm hefðu slasast alvarlega en lögreglan á Suðurlandi segir nú að þeir séu fjórir. Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið með þá alvarlegu slösuðu á Landspítalann í Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum kínverska sendiráðsins voru 33 kínverskir ríkisborgarar í rútunni. Fimm til sex séu alvarlega slasaðir en ekki í lífshættu. Slysið átti sér stað á Suðurlandsvegi við Hofgarða skammt norðan við Fagurhólsmýri klukkan 15:05 í dag, samkvæmt tilkynningu Landspítalans sem var settur á gult viðbúnaðarstig vegna þess. Rútan er frá hópbifreiðafyrirtækinu Trex. Björgunarsveitir úr Öræfum, Selfossi og Höfn voru kallaðar út vegna slyssins. Grímur Hergeirsson, starfandi lögreglustjóri á Suðurlandi, sagði að þyrla Landhelgisgæslunnar væri nýlögð af stað með fjóra alvarlega slasaða einstaklinga þegar Vísir ræddi við hann að verða hálf sex nú síðdegis. Hann hafði ekki frekari upplýsingar um ástand fólksins. Aðrir sem voru í rútunni slösuðust minna. Grímur segir að eitthvað hafi verið um beinbrot og aðra áverka. Ekki sé vitað hvernig slysið bar að, annað en að rútan endaði á hliðinni utan vegar. Eftir því sem Grímur kemst næst voru aðstæður á slysstað ágætar. Auk þyrlu Gæslunnar var þyrla dansks varðskips sem statt er í Reykjavík send austur. Grímur segir að Danirnir hafi boðið fram aðstoð sína og að hún hafi verið þegin. Danska þyrlan flytur hjúkrunarfólk og til greina kemur að hún flytji slasaða af vettvangi ef þörf krefur. Þá er lítil sjúkraflugvél frá Akureyri væntanleg til lendingar á flugvelli á Fagurhólsmýri. Grímur segir að hún verði væntanlega notuð í flutning á fólki. Flugvél Gæslunnar verður einnig á Höfn og til taks ef flytja þarf fleira fólk á sjúkrahús í Reykjavík.Danska þyrlan í Reykjavíkurhöfn var einnig send austur vegna slyssins.Vísir/SigurjónUppfært 18:18 Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir að þyrla Gæslunnar sé væntanleg í Fossvogi um klukkan 18:20. Þá er TF-SIF, flugvél Gæslunnar, væntanlega til lendingar á Höfn um svipað leyti. Hún á að flytja tíu manns á sjúkrahús á Akureyri. Einn þeirra slösuðu sé liggjandi en níu sitjandi. Þyrla danska varðskipsins er nú á leið austur og á að lenda nærri slysstað um 18:40. Um borð er greiningarsveit frá Landspítalanum. Ásgrímur segir óljóst hvort þyrlan flytji einhvern á sjúkrahús eða hvert verkefni hennar verður.Viðbragðsaðilar við hótelið að Hofi.Magnús Hlynur Hornafjörður Landhelgisgæslan Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Farþegarnir sem voru um borð í rútunni sem valt við Hof í Öræfum í dag eru kínverskir ferðamenn. Upphaflega var talið að fimm hefðu slasast alvarlega en lögreglan á Suðurlandi segir nú að þeir séu fjórir. Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið með þá alvarlegu slösuðu á Landspítalann í Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum kínverska sendiráðsins voru 33 kínverskir ríkisborgarar í rútunni. Fimm til sex séu alvarlega slasaðir en ekki í lífshættu. Slysið átti sér stað á Suðurlandsvegi við Hofgarða skammt norðan við Fagurhólsmýri klukkan 15:05 í dag, samkvæmt tilkynningu Landspítalans sem var settur á gult viðbúnaðarstig vegna þess. Rútan er frá hópbifreiðafyrirtækinu Trex. Björgunarsveitir úr Öræfum, Selfossi og Höfn voru kallaðar út vegna slyssins. Grímur Hergeirsson, starfandi lögreglustjóri á Suðurlandi, sagði að þyrla Landhelgisgæslunnar væri nýlögð af stað með fjóra alvarlega slasaða einstaklinga þegar Vísir ræddi við hann að verða hálf sex nú síðdegis. Hann hafði ekki frekari upplýsingar um ástand fólksins. Aðrir sem voru í rútunni slösuðust minna. Grímur segir að eitthvað hafi verið um beinbrot og aðra áverka. Ekki sé vitað hvernig slysið bar að, annað en að rútan endaði á hliðinni utan vegar. Eftir því sem Grímur kemst næst voru aðstæður á slysstað ágætar. Auk þyrlu Gæslunnar var þyrla dansks varðskips sem statt er í Reykjavík send austur. Grímur segir að Danirnir hafi boðið fram aðstoð sína og að hún hafi verið þegin. Danska þyrlan flytur hjúkrunarfólk og til greina kemur að hún flytji slasaða af vettvangi ef þörf krefur. Þá er lítil sjúkraflugvél frá Akureyri væntanleg til lendingar á flugvelli á Fagurhólsmýri. Grímur segir að hún verði væntanlega notuð í flutning á fólki. Flugvél Gæslunnar verður einnig á Höfn og til taks ef flytja þarf fleira fólk á sjúkrahús í Reykjavík.Danska þyrlan í Reykjavíkurhöfn var einnig send austur vegna slyssins.Vísir/SigurjónUppfært 18:18 Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir að þyrla Gæslunnar sé væntanleg í Fossvogi um klukkan 18:20. Þá er TF-SIF, flugvél Gæslunnar, væntanlega til lendingar á Höfn um svipað leyti. Hún á að flytja tíu manns á sjúkrahús á Akureyri. Einn þeirra slösuðu sé liggjandi en níu sitjandi. Þyrla danska varðskipsins er nú á leið austur og á að lenda nærri slysstað um 18:40. Um borð er greiningarsveit frá Landspítalanum. Ásgrímur segir óljóst hvort þyrlan flytji einhvern á sjúkrahús eða hvert verkefni hennar verður.Viðbragðsaðilar við hótelið að Hofi.Magnús Hlynur
Hornafjörður Landhelgisgæslan Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38