Á móti sól og GRL PWR á Þjóðhátíð Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 17. maí 2019 07:15 Lukku Láki, SpriteZeroKlan, Jói og Króli bregða á leik, en þeir bera merki samtakanna Bleiki fíllinn, sem vinnur forvarnarstarf gegn kynferðisafbrotum á hátíðinni. Mynd/Ketchup Creative Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fer fram dagana 2.-4. ágúst í sumar, en hátíðin hefur verið haldin með hléum frá árinu 1874. Nú er búið að auglýsa að margir af vinsælustu listamönnum landsins koma fram á hátíðinni í ár. Má þar meðal annars nefna GDRN, ClubDub, Hugin og Herra Hnetusmjör, en þau fjögur munu einnig koma fram á Húkkaraballinu á fimmtudeginum. Í dag verða kynnt fimm atriði til viðbótar, en það eru Á móti sól, stúlknahljómsveitin GRL PWR, rappararnir JóiXKróli, Lukku Láki og SpriteZeroKlan. „Við erum með einvalalið tónlistarfólks að spila í ár. Það er líka skemmtilegt að Á móti sól spilar nú í tíunda skiptið á Þjóðhátíð,“ segir Jón Gunnar Geirdal, en hann er kynningarfulltrúi hátíðarinnar sjöunda árið í röð. Hann segir söluna fara vel af stað og það fari að styttast í að vinsælustu Herjólfsferðirnar verði uppseldar. Salka Sól, söng- og leikkona, kemur fram á hátíðinni með hljómsveitinni GRL PWR. Um stofnun sveitarinnar segir Salka að þær hafi upphaflega ætlað að koma fram í einungis eitt skipti, á tónleikum á Húrra þar sem þær sungu Spice Girls lög. Salka segir kvöldið hafa gengið vonum framar og því hafi þær ákveðið að halda áfram, en í dag tekur sveitin lög eftir fleiri söngdívur inn á milli Spice Girls slagaranna. „Það er alltaf nóg að gera fyrir tónlistarfólk yfir þessa helgi. Maður er yfirleitt á flakki um landið að spila eins mikið og maður getur. Þetta er í þriðja sinn sem ég kem fram á hátíðinni, en ég er mjög ánægð með að vera að spila á sunnudeginum. Ég spilaði einmitt á sunnudeginum í fyrra sem var alveg mögnuð upplifun,“ segir Salka. Sveitina skipa nokkrar af fremstu söngkonum landsins, þær Elísabet Ormslev, Þuríður Blær, Karó, Stefanía Svavars og svo Salka. Lukku Láki er tiltölulega nýkominn á sjónarsviðið en hann gaf út sína fyrstu plötu fyrir tveimur vikum sem hefur fengið einstaklega góðar viðtökur. „Ég bjóst ekki við að fólk myndi taka svona vel í plötuna, enda er þetta mín fyrsta útgáfa. En ég er með rosalega gott bakland með mér í þessu,“ segir Lukku Láki og bætir við: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir að fá að spila fyrir svona mikinn fjölda og það með mínum bestu vinum. Gaman að bæta við að ég hef aldrei farið á Þjóðhátíð og spila svo þar í minni fyrstu ferð.“ Miða á hátíðina er hægt að nálgast á síðunni dalurinn.is. Birtist í Fréttablaðinu Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fer fram dagana 2.-4. ágúst í sumar, en hátíðin hefur verið haldin með hléum frá árinu 1874. Nú er búið að auglýsa að margir af vinsælustu listamönnum landsins koma fram á hátíðinni í ár. Má þar meðal annars nefna GDRN, ClubDub, Hugin og Herra Hnetusmjör, en þau fjögur munu einnig koma fram á Húkkaraballinu á fimmtudeginum. Í dag verða kynnt fimm atriði til viðbótar, en það eru Á móti sól, stúlknahljómsveitin GRL PWR, rappararnir JóiXKróli, Lukku Láki og SpriteZeroKlan. „Við erum með einvalalið tónlistarfólks að spila í ár. Það er líka skemmtilegt að Á móti sól spilar nú í tíunda skiptið á Þjóðhátíð,“ segir Jón Gunnar Geirdal, en hann er kynningarfulltrúi hátíðarinnar sjöunda árið í röð. Hann segir söluna fara vel af stað og það fari að styttast í að vinsælustu Herjólfsferðirnar verði uppseldar. Salka Sól, söng- og leikkona, kemur fram á hátíðinni með hljómsveitinni GRL PWR. Um stofnun sveitarinnar segir Salka að þær hafi upphaflega ætlað að koma fram í einungis eitt skipti, á tónleikum á Húrra þar sem þær sungu Spice Girls lög. Salka segir kvöldið hafa gengið vonum framar og því hafi þær ákveðið að halda áfram, en í dag tekur sveitin lög eftir fleiri söngdívur inn á milli Spice Girls slagaranna. „Það er alltaf nóg að gera fyrir tónlistarfólk yfir þessa helgi. Maður er yfirleitt á flakki um landið að spila eins mikið og maður getur. Þetta er í þriðja sinn sem ég kem fram á hátíðinni, en ég er mjög ánægð með að vera að spila á sunnudeginum. Ég spilaði einmitt á sunnudeginum í fyrra sem var alveg mögnuð upplifun,“ segir Salka. Sveitina skipa nokkrar af fremstu söngkonum landsins, þær Elísabet Ormslev, Þuríður Blær, Karó, Stefanía Svavars og svo Salka. Lukku Láki er tiltölulega nýkominn á sjónarsviðið en hann gaf út sína fyrstu plötu fyrir tveimur vikum sem hefur fengið einstaklega góðar viðtökur. „Ég bjóst ekki við að fólk myndi taka svona vel í plötuna, enda er þetta mín fyrsta útgáfa. En ég er með rosalega gott bakland með mér í þessu,“ segir Lukku Láki og bætir við: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir að fá að spila fyrir svona mikinn fjölda og það með mínum bestu vinum. Gaman að bæta við að ég hef aldrei farið á Þjóðhátíð og spila svo þar í minni fyrstu ferð.“ Miða á hátíðina er hægt að nálgast á síðunni dalurinn.is.
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira