Bæjarstarfsmenn fá gjafabréf fyrir aðhald Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. maí 2019 06:15 Starfsmenn Grindavíkurbæjar eru verðlaunaðir með gjafabréfi vegna góðrar afkomu bæjarins og aðhalds sem sýnt var í fjármálum. Fréttablaðið/Ernir Stjórnsýsla „Við vorum einróma um það í bæjarráði að umbuna starfsmönnum fyrir að fara vel með fé og standa sig vel. Það er nauðsynlegt að gera það alveg eins og þegar illa gengur og verið er að skammast,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar. Þar sem afkoma bæjarins var góð í fyrra og forstöðumenn stofnana bæjarins gerðu almennt vel í því að halda fjárhagsáætlun fyrir árið samþykkti bæjarráð á fundi sínum í vikunni að leysa 240 starfsmenn bæjarins út með gjafabréfi að fjárhæð 10 þúsund krónur. Stjórnendur bæjarins sjá kostnaðinn, 2,4 milljónir, fyrst og fremst sem táknrænan og framtakið muni einungis hafa jákvæð áhrif í för með sér.Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Hjálmar, sem er á öðru kjörtímabili sínu í bæjarpólitíkinni, segir þetta vera í fyrsta skipti í hans tíð sem þetta er gert og hann kannist ekki við að þetta sé gert annars staðar. „Við erum að vona að þetta hvetji fólk til dáða að halda slíku áfram. Þetta er frekar táknrænt, þetta er ekki það stór upphæð, en er viðurkenning á góðu starfi.“ Undir þetta tekur Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, sem telur þetta fallega hugsað og vel útfært hjá bæjaryfirvöldum. „Þau í bæjarráði vildu meta það við starfsmenn hversu vel tókst til með að standast fjárhagsáætlun bæjarins og það er mikið í húfi fyrir bæinn og alla að vel sé að því staðið. Þetta er hógvær þakklætisvottur í formi vöruúttektar sem bæjaryfirvöld eru að sýna sínum starfsmönnum,“ segir Fannar og bætir við: „Þetta hefur sáralítil áhrif á fjárhag bæjarins því þetta er innan við einn þúsundasti af útgjöldum hans. Þetta er því táknræn aðgerð auk þess sem gjöfin er í formi úttektar hjá fyrirtækjum hérna í Grindavík þannig að þetta stuðlar líka að verslun.“ Birtist í Fréttablaðinu Grindavík Stjórnsýsla Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Sjá meira
Stjórnsýsla „Við vorum einróma um það í bæjarráði að umbuna starfsmönnum fyrir að fara vel með fé og standa sig vel. Það er nauðsynlegt að gera það alveg eins og þegar illa gengur og verið er að skammast,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar. Þar sem afkoma bæjarins var góð í fyrra og forstöðumenn stofnana bæjarins gerðu almennt vel í því að halda fjárhagsáætlun fyrir árið samþykkti bæjarráð á fundi sínum í vikunni að leysa 240 starfsmenn bæjarins út með gjafabréfi að fjárhæð 10 þúsund krónur. Stjórnendur bæjarins sjá kostnaðinn, 2,4 milljónir, fyrst og fremst sem táknrænan og framtakið muni einungis hafa jákvæð áhrif í för með sér.Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Hjálmar, sem er á öðru kjörtímabili sínu í bæjarpólitíkinni, segir þetta vera í fyrsta skipti í hans tíð sem þetta er gert og hann kannist ekki við að þetta sé gert annars staðar. „Við erum að vona að þetta hvetji fólk til dáða að halda slíku áfram. Þetta er frekar táknrænt, þetta er ekki það stór upphæð, en er viðurkenning á góðu starfi.“ Undir þetta tekur Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, sem telur þetta fallega hugsað og vel útfært hjá bæjaryfirvöldum. „Þau í bæjarráði vildu meta það við starfsmenn hversu vel tókst til með að standast fjárhagsáætlun bæjarins og það er mikið í húfi fyrir bæinn og alla að vel sé að því staðið. Þetta er hógvær þakklætisvottur í formi vöruúttektar sem bæjaryfirvöld eru að sýna sínum starfsmönnum,“ segir Fannar og bætir við: „Þetta hefur sáralítil áhrif á fjárhag bæjarins því þetta er innan við einn þúsundasti af útgjöldum hans. Þetta er því táknræn aðgerð auk þess sem gjöfin er í formi úttektar hjá fyrirtækjum hérna í Grindavík þannig að þetta stuðlar líka að verslun.“
Birtist í Fréttablaðinu Grindavík Stjórnsýsla Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Sjá meira