Spurning Elliða Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 17. maí 2019 11:32 Hinn dyggi og dugmikli Sjálfstæðismaður Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, virðist lítill aðdáandi Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata því á Facebook-síðu sinni spurði hann á dögunum: „Er það ekki vísbending um að maður hafi á röngu að standa þegar maður er sammála þessum flokkum?“ Tilefni þessara orða hans var skoðanakönnun MMR sem sýnir að Evrópusinnar eru helstu stuðningsmenn þriðja orkupakkans. Ekki verður annað séð en að Elliða mislíki að forysta Sjálfstæðisflokksins skuli styðja pakkann og ganga þar í takt við Samfylkingu, Viðreisn og Pírata. Þegar slík málefnasamstaða er orðin finnst honum tímabært að staldra við og huga að því á hvaða leið Sjálfstæðisflokkurinn er. Elliði er ekki aðdáandi Evrópusinna sem hafa tröllatrú á samvinnu milli þjóða og eru í öllum meginatriðum víðsýnt og frjálslynt fólk. Honum finnst verra að Sjálfstæðisflokkurinn leggi lag sitt við það. Honum er vitanlega frjálst að hafa þá skoðun. En það er einmitt þessi hugsunarháttur sem hefur reynst Sjálfstæðisflokknum svo dýr. Stundum er eins og áhrifafólk í Sjálfstæðisflokknum hverju sinni telji sig réttborið til valda. Það virðist gera ráð fyrir að fylgi sópist að flokknum nánast sjálfkrafa og verður furðu lostið þegar það gerist ekki. Þannig má heyra áhrifafólk í flokknum býsnast yfir því að fylgið sé nú ekki nema um 20 prósent þegar það var um 40 prósent hér áður fyrr. Dvínandi fylgi hlýtur að vera til marks um að það vanti breidd í flokkinn. Þar getur Sjálfstæðisflokkurinn kennt sjálfum sér um, en áhrifafólk innan hans vandaði sig alveg sérstaklega við að amast út í þá flokksmenn sem grunaðir voru um að vera jákvæðir í garð Evrópusambandsins. Þeir voru ekki taldir alvöru Sjálfstæðismenn og hrökkluðust loks úr flokknum. Þar skaut áhrifafólk í Sjálfstæðisflokknum sig sannarlega í fótinn. Elliði Vignisson vill skiljanlega ekki horfast í augu við þá staðreynd, enda er hún óþægileg. Þegar Elliði spyr: „Er það ekki vísbending um að maður hafi á röngu að standa þegar maður er sammála þessum flokkum?“ þá er hann meðal annars að benda á fólk sem á sínum tíma átti samleið með Sjálfstæðisflokknum en er nú í Viðreisn. Þetta er ekki æsingafólk í pólitík, heldur fólk sem styður markaðslausnir, vestræna samvinnu og frelsi einstaklingsins á tímum þrúgandi forræðishyggju. Viðreisn styður þriðja orkupakkann, eins og forysta Sjálfstæðisflokksins. Ef Elliði horfir til þess hverjir eru mestu stuðningsmenn hins umdeilda orkupakka þá hlýtur hann um leið að skoða hvar andstaðan er mest. Svarið blasir við: hún er hatrömmust innan Miðflokksins, Flokks fólksins og einnig hjá afturhaldssamasta armi Sjálfstæðisflokksins, hinum alræmda harðlínukjarna sem hatast við Evrópusambandið. Elliði ætti að spyrja sig þeirrar samviskuspurningar hvort hann sé sjálfur á villigötum þegar hann er orðinn sammála Miðflokknum og Flokki fólksins, popúlistaflokkum sem hafa horn í síðu hins mikilvæga EES-samnings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Hinn dyggi og dugmikli Sjálfstæðismaður Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, virðist lítill aðdáandi Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata því á Facebook-síðu sinni spurði hann á dögunum: „Er það ekki vísbending um að maður hafi á röngu að standa þegar maður er sammála þessum flokkum?“ Tilefni þessara orða hans var skoðanakönnun MMR sem sýnir að Evrópusinnar eru helstu stuðningsmenn þriðja orkupakkans. Ekki verður annað séð en að Elliða mislíki að forysta Sjálfstæðisflokksins skuli styðja pakkann og ganga þar í takt við Samfylkingu, Viðreisn og Pírata. Þegar slík málefnasamstaða er orðin finnst honum tímabært að staldra við og huga að því á hvaða leið Sjálfstæðisflokkurinn er. Elliði er ekki aðdáandi Evrópusinna sem hafa tröllatrú á samvinnu milli þjóða og eru í öllum meginatriðum víðsýnt og frjálslynt fólk. Honum finnst verra að Sjálfstæðisflokkurinn leggi lag sitt við það. Honum er vitanlega frjálst að hafa þá skoðun. En það er einmitt þessi hugsunarháttur sem hefur reynst Sjálfstæðisflokknum svo dýr. Stundum er eins og áhrifafólk í Sjálfstæðisflokknum hverju sinni telji sig réttborið til valda. Það virðist gera ráð fyrir að fylgi sópist að flokknum nánast sjálfkrafa og verður furðu lostið þegar það gerist ekki. Þannig má heyra áhrifafólk í flokknum býsnast yfir því að fylgið sé nú ekki nema um 20 prósent þegar það var um 40 prósent hér áður fyrr. Dvínandi fylgi hlýtur að vera til marks um að það vanti breidd í flokkinn. Þar getur Sjálfstæðisflokkurinn kennt sjálfum sér um, en áhrifafólk innan hans vandaði sig alveg sérstaklega við að amast út í þá flokksmenn sem grunaðir voru um að vera jákvæðir í garð Evrópusambandsins. Þeir voru ekki taldir alvöru Sjálfstæðismenn og hrökkluðust loks úr flokknum. Þar skaut áhrifafólk í Sjálfstæðisflokknum sig sannarlega í fótinn. Elliði Vignisson vill skiljanlega ekki horfast í augu við þá staðreynd, enda er hún óþægileg. Þegar Elliði spyr: „Er það ekki vísbending um að maður hafi á röngu að standa þegar maður er sammála þessum flokkum?“ þá er hann meðal annars að benda á fólk sem á sínum tíma átti samleið með Sjálfstæðisflokknum en er nú í Viðreisn. Þetta er ekki æsingafólk í pólitík, heldur fólk sem styður markaðslausnir, vestræna samvinnu og frelsi einstaklingsins á tímum þrúgandi forræðishyggju. Viðreisn styður þriðja orkupakkann, eins og forysta Sjálfstæðisflokksins. Ef Elliði horfir til þess hverjir eru mestu stuðningsmenn hins umdeilda orkupakka þá hlýtur hann um leið að skoða hvar andstaðan er mest. Svarið blasir við: hún er hatrömmust innan Miðflokksins, Flokks fólksins og einnig hjá afturhaldssamasta armi Sjálfstæðisflokksins, hinum alræmda harðlínukjarna sem hatast við Evrópusambandið. Elliði ætti að spyrja sig þeirrar samviskuspurningar hvort hann sé sjálfur á villigötum þegar hann er orðinn sammála Miðflokknum og Flokki fólksins, popúlistaflokkum sem hafa horn í síðu hins mikilvæga EES-samnings.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun