Vegagerðin gerir ráð fyrir 15% stærri flóðum en áður vegna loftslagsbreytinga Sighvatur Jónsson skrifar 17. maí 2019 11:45 Frá Skaftárhlaupi. Vísir/Einar árnason Vegagerðin gerir ráð fyrir að flóð verði um 15% stærri en áður vegna loftslagsbreytinga. Forstöðumaður hönnunardeildar stofnunarinnar segir að forsendur hönnunar vega og brúa séu aðrar en áður í þessu ljósi. Þannig verði brýr um 15% lengri en áður. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að fjórðungur af kostnaði tjóna sem Náttúruhamfaratryggingar Íslands hafa greitt á 30 ára tímabili er vegna atburða sem tengjast loftslagi. Jón Örvar Bjarnason, sérfræðingur í tjóna- og áhættumati hjá Náttúruhamfaratrygginum Íslands, sagði á ráðstefnu sem fór fram í gær um aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum að heildartjón stofnunarinnar á þessu tímabili nemi tæpum 34 milljörðum króna á núvirði. Kostnaður vegna tjóna af völdum loftslagstengdra atburða nemur um 275 milljónum króna á ári. „Okkar sýn er sú að tíðni tjóna muni aukast þannig að endurkomutími atburða sem áður hafði 100 ár verði í framtíðinni með endurkomutíma upp á 10 ár,“ sagði Jón. Frá brúarsmíðinni yfir Eldvatn.Mynd/vegagerðin Flóð stærri og brýr lengri en áður Hjá Vegagerðinni er einnig tekið tillit til áhrifa af völdum loftslagsbreytinga. Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar, segir að hönnunarforsendur varðandi vegi og brýr séu aðrar en áður. „Við erum að hanna fyrri stærri flóð en við gerðum fyrir tíu árum. Flóðtopparnir sem við erum að ákvarða vatnsop og brýr fyrir eru 10-15% stærri en áður með tilheyrandi lengri brúm og stærri ræsum,“ segir Guðmundur. Veðurstofustjóri hefur bent á að setja verði á fót svokallað loftslagssetur sem verði samráðsvettvangur um loftslagsmál. „Samtal og samvinna hlýtur að hjálpa til. Við erum að deila gögnum sem við erum að safna í daglegri starfsemi til annarra aðila. Ég held að það sé jákvætt í sjálfu sér að nýta samvinnu ólíkra aðila á þessu sviði,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar. Loftslagsmál Samgöngur Hlaup í Skaftá Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Sjá meira
Vegagerðin gerir ráð fyrir að flóð verði um 15% stærri en áður vegna loftslagsbreytinga. Forstöðumaður hönnunardeildar stofnunarinnar segir að forsendur hönnunar vega og brúa séu aðrar en áður í þessu ljósi. Þannig verði brýr um 15% lengri en áður. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að fjórðungur af kostnaði tjóna sem Náttúruhamfaratryggingar Íslands hafa greitt á 30 ára tímabili er vegna atburða sem tengjast loftslagi. Jón Örvar Bjarnason, sérfræðingur í tjóna- og áhættumati hjá Náttúruhamfaratrygginum Íslands, sagði á ráðstefnu sem fór fram í gær um aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum að heildartjón stofnunarinnar á þessu tímabili nemi tæpum 34 milljörðum króna á núvirði. Kostnaður vegna tjóna af völdum loftslagstengdra atburða nemur um 275 milljónum króna á ári. „Okkar sýn er sú að tíðni tjóna muni aukast þannig að endurkomutími atburða sem áður hafði 100 ár verði í framtíðinni með endurkomutíma upp á 10 ár,“ sagði Jón. Frá brúarsmíðinni yfir Eldvatn.Mynd/vegagerðin Flóð stærri og brýr lengri en áður Hjá Vegagerðinni er einnig tekið tillit til áhrifa af völdum loftslagsbreytinga. Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar, segir að hönnunarforsendur varðandi vegi og brýr séu aðrar en áður. „Við erum að hanna fyrri stærri flóð en við gerðum fyrir tíu árum. Flóðtopparnir sem við erum að ákvarða vatnsop og brýr fyrir eru 10-15% stærri en áður með tilheyrandi lengri brúm og stærri ræsum,“ segir Guðmundur. Veðurstofustjóri hefur bent á að setja verði á fót svokallað loftslagssetur sem verði samráðsvettvangur um loftslagsmál. „Samtal og samvinna hlýtur að hjálpa til. Við erum að deila gögnum sem við erum að safna í daglegri starfsemi til annarra aðila. Ég held að það sé jákvætt í sjálfu sér að nýta samvinnu ólíkra aðila á þessu sviði,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar.
Loftslagsmál Samgöngur Hlaup í Skaftá Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Sjá meira