Landspítalinn greiddi 16% meira í yfirvinnu vegna manneklu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. maí 2019 19:00 Mannekla í hópi hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum á síðasta ári olli því að laun og launatengd gjöld á spítalanum hækkuðu meira en launavísitala að sögn forstjóra spítalans. Þá réð hækkun á gengi því að lyfseðilsskyld lyf hækkuðu um tæpan fjórðung milli ára. Ársvelta spítalans hækkaði um ríflega sex milljarða króna milli 2017 og 2018. Ársvelta spítalans á síðasta ári nam rúmum sjötíu og fjórum milljörðum króna og var um sex milljörðum hærri en árið á undan. Þetta kemur fram í ársreikningi Landspítalans fyrir árið 2018. Páll Matthíasson segir að ástæðan sé sú að starfsemin hafi aukist en fleira komi til. „Þetta skýrist almennt af kostnaðarauka, verðbólgu og gengisbreytingu,“ segir Páll. Mörg lyf of dýr Hann segir að gengishækkunin hafi einkum átt þátt í að lyfjakostnaður jókst talsvert milli ára þar sem almenn lyf hækkuðu um ellefu prósent og lyfseðilsskyld lyf um tæpan fjórðung. „Þessi ofsadýru lyf eru ekki í þessum flokki. Um er að ræða almenn lyf sem eru notuð á spítalanum en gengið hefur hækkað mikið sem hefur valdið þessari þróun. Á sama tíma höfum við verið að ná afar góðum samningum við lyfsala en það dugar ekki til að vega uppá móti,“ segir Páll. Aðspurður um hvort lyf séuof dýr segir Páll: „Í mörgum tilvikum eru þau það en tæknin er þannig að það er hægt að framleiða afar dýr lyf þannig að bilið á milli þess sem hugsanlega væri hægt að gera ef peningar væru engin fyrirstaða og þess sem þjóðfélagið hefur efni á breikkar stöðugt. Þetta mun aðeins aukast á næstu árum og það þarf að eiga sér stað um hvernig eigi að forgangsraða varðandi þessi mál,“ segir Páll. Yfirvinnulaun vegna skorts á hjúkrunarfræðingum Launagjöld hækkuðu umfram launavísitölu á síðasta ári og nam hækkunin ríflega ellefu prósentum. Af þeim vóg yfirvinnan mest en hún hækkaði um sextán prósent. Páll segir að skortur á hjúkrunarfræðingum skýri einkum þessa hækkun milli ára. „Við höfum í vaxandi mæli þurft að mæta vaxandi álagi og auknum önnum með breytilegri yfirvinnu sem felur í sér að við höfum þurft að borga örþreyttu starfsfólki fyrir að taka að sér aukavaktir til að gera staðið undir þjónustu við sjúklinga. Þetta er dýrara en ef við hefðum nógu marga hjúkrunarfræðinga til að standa vaktir á spítalanum,“ segir Páll. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Mannekla í hópi hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum á síðasta ári olli því að laun og launatengd gjöld á spítalanum hækkuðu meira en launavísitala að sögn forstjóra spítalans. Þá réð hækkun á gengi því að lyfseðilsskyld lyf hækkuðu um tæpan fjórðung milli ára. Ársvelta spítalans hækkaði um ríflega sex milljarða króna milli 2017 og 2018. Ársvelta spítalans á síðasta ári nam rúmum sjötíu og fjórum milljörðum króna og var um sex milljörðum hærri en árið á undan. Þetta kemur fram í ársreikningi Landspítalans fyrir árið 2018. Páll Matthíasson segir að ástæðan sé sú að starfsemin hafi aukist en fleira komi til. „Þetta skýrist almennt af kostnaðarauka, verðbólgu og gengisbreytingu,“ segir Páll. Mörg lyf of dýr Hann segir að gengishækkunin hafi einkum átt þátt í að lyfjakostnaður jókst talsvert milli ára þar sem almenn lyf hækkuðu um ellefu prósent og lyfseðilsskyld lyf um tæpan fjórðung. „Þessi ofsadýru lyf eru ekki í þessum flokki. Um er að ræða almenn lyf sem eru notuð á spítalanum en gengið hefur hækkað mikið sem hefur valdið þessari þróun. Á sama tíma höfum við verið að ná afar góðum samningum við lyfsala en það dugar ekki til að vega uppá móti,“ segir Páll. Aðspurður um hvort lyf séuof dýr segir Páll: „Í mörgum tilvikum eru þau það en tæknin er þannig að það er hægt að framleiða afar dýr lyf þannig að bilið á milli þess sem hugsanlega væri hægt að gera ef peningar væru engin fyrirstaða og þess sem þjóðfélagið hefur efni á breikkar stöðugt. Þetta mun aðeins aukast á næstu árum og það þarf að eiga sér stað um hvernig eigi að forgangsraða varðandi þessi mál,“ segir Páll. Yfirvinnulaun vegna skorts á hjúkrunarfræðingum Launagjöld hækkuðu umfram launavísitölu á síðasta ári og nam hækkunin ríflega ellefu prósentum. Af þeim vóg yfirvinnan mest en hún hækkaði um sextán prósent. Páll segir að skortur á hjúkrunarfræðingum skýri einkum þessa hækkun milli ára. „Við höfum í vaxandi mæli þurft að mæta vaxandi álagi og auknum önnum með breytilegri yfirvinnu sem felur í sér að við höfum þurft að borga örþreyttu starfsfólki fyrir að taka að sér aukavaktir til að gera staðið undir þjónustu við sjúklinga. Þetta er dýrara en ef við hefðum nógu marga hjúkrunarfræðinga til að standa vaktir á spítalanum,“ segir Páll.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira