Rétturinn til sjálfsákvörðunar í hættu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. maí 2019 10:00 Fréttablaðið Þau ríki Bandaríkjanna þar sem Repúblikanar eru við völd, ýmist á þingi, í ríkisstjórabústaðnum eða hvort tveggja, hafa það sem af er ári keppst við að setja ný og hert lög um þungunarrof. „Þetta er eitt öflugasta árið í manna minnum,“ hafði The New York Times eftir Steven Aden, lögmanni samtakanna Americans United for Life, er berjast gegn þungunarrofi þar í landi. Missouri er nýjasta ríkið til þess að bætast í hópinn. Öldungadeild ríkisþingsins samþykkti í vikunni að þungunarrof yrði gert ólöglegt eftir áttundu viku meðgöngu og eru þunganir sem komu til við nauðgun eða sifjaspell ekki undanskildar. Málið hefur hins vegar ekki verið afgreitt úr fulltrúadeild og ríkisstjóri því ekki skrifað undir. Á meðal annarra ríkja sem hafa hert löggjöfina eru Georgía, Mississippi, Kentucky og Ohio en þau hafa bannað þungunarrof um leið og hægt er að greina hjartslátt fósturs. Hann getur greinst afar snemma á meðgöngu, svo snemma að sögn andstæðinga löggjafarinnar að ólíklegt er að viðkomandi viti af óléttunni. Ekkert ríki hefur gengið jafnlangt og Alabama sem hefur lagt blátt bann við þungunarrofi nema óléttan sé lífshættuleg. Frumvörp annarrar hvorrar gerðar eru enn til umræðu í nokkrum ríkjum til viðbótar. Ástæðuna fyrir þessari þróun má líklegast rekja til þess að frá því að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta hefur hann fengið tvo íhaldssama dómara í hæstarétt og eru íhaldsmenn því með skýran meirihluta við dómstólinn. Hæstiréttur dæmdi svo árið 1973 í máli Roe gegn Wade að einstaklingar hefðu stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs þar til fóstur telst lífvænlegt. Með því að setja löggjöf sem stangast á við það fordæmi vonast íhaldsmenn til þess að hæstiréttur taki málið upp og hinn íhaldssami meirihluti snúi dómnum við. Ekki er víst að þessi ósk verði að veruleika. Að mati skýranda The New York Times er líklegt að neðri dómstig felli bönnin úr gildi og þá er alls óvíst að hæstiréttur samþykki að taka málið fyrir. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10 Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. 16. maí 2019 10:24 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Þau ríki Bandaríkjanna þar sem Repúblikanar eru við völd, ýmist á þingi, í ríkisstjórabústaðnum eða hvort tveggja, hafa það sem af er ári keppst við að setja ný og hert lög um þungunarrof. „Þetta er eitt öflugasta árið í manna minnum,“ hafði The New York Times eftir Steven Aden, lögmanni samtakanna Americans United for Life, er berjast gegn þungunarrofi þar í landi. Missouri er nýjasta ríkið til þess að bætast í hópinn. Öldungadeild ríkisþingsins samþykkti í vikunni að þungunarrof yrði gert ólöglegt eftir áttundu viku meðgöngu og eru þunganir sem komu til við nauðgun eða sifjaspell ekki undanskildar. Málið hefur hins vegar ekki verið afgreitt úr fulltrúadeild og ríkisstjóri því ekki skrifað undir. Á meðal annarra ríkja sem hafa hert löggjöfina eru Georgía, Mississippi, Kentucky og Ohio en þau hafa bannað þungunarrof um leið og hægt er að greina hjartslátt fósturs. Hann getur greinst afar snemma á meðgöngu, svo snemma að sögn andstæðinga löggjafarinnar að ólíklegt er að viðkomandi viti af óléttunni. Ekkert ríki hefur gengið jafnlangt og Alabama sem hefur lagt blátt bann við þungunarrofi nema óléttan sé lífshættuleg. Frumvörp annarrar hvorrar gerðar eru enn til umræðu í nokkrum ríkjum til viðbótar. Ástæðuna fyrir þessari þróun má líklegast rekja til þess að frá því að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta hefur hann fengið tvo íhaldssama dómara í hæstarétt og eru íhaldsmenn því með skýran meirihluta við dómstólinn. Hæstiréttur dæmdi svo árið 1973 í máli Roe gegn Wade að einstaklingar hefðu stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs þar til fóstur telst lífvænlegt. Með því að setja löggjöf sem stangast á við það fordæmi vonast íhaldsmenn til þess að hæstiréttur taki málið upp og hinn íhaldssami meirihluti snúi dómnum við. Ekki er víst að þessi ósk verði að veruleika. Að mati skýranda The New York Times er líklegt að neðri dómstig felli bönnin úr gildi og þá er alls óvíst að hæstiréttur samþykki að taka málið fyrir.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10 Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. 16. maí 2019 10:24 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10
Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. 16. maí 2019 10:24
Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00