Rafmagnstöflur brunnu í vélarrúmi Sóleyjar Sighvatur Jónsson skrifar 18. maí 2019 12:15 Frá björgunaraðgerðum í morgun. Mynd/Guðmundur St. Valdimarsson Rafmagnstöflur brunnu í vélarrúmi rækjutogarans Sóleyjar Sigurjóns þegar eldur kom upp á tíunda tímanum í gærkvöldi. Vegna rafmagnsleysis hefur ekki verið unnt að draga tvö troll skipsins inn og því er tímafrekt að draga skipið til Akureyrar, að sögn skipstjóra rækjutogarans Múlabergs sem dregur Sóleyju til hafnar. Á tíunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um eld í vélarrúmi rækjutogarans Sóleyjar Sigurjóns GK. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang ásamt varðskipinu Tý. Togarinn Múlaberg SI var við rækjuveiðar í 25 sjómílna fjarlægð. Finnur Bernharð Sigurbjörnsson, skipstjóri á Múlabergi, segir að strax hafi veri híft og siglt á vettvang þegar neyðarkall barst frá áhöfn Sóleyjar. Tilkynnt hafi verið um mikinn reyk í vélarrúmi. Rafmagnslaust var um borð í Sóleyju og vél skipsins ekki gangfær. Átta manna áhöfn Sóleyjar var í flotgöllum í brú skipsins. „Við náðum að koma taug á milli skipanna í annarri tilraun, það var svolítil hreyfing á skipunum,“ segir Finnur. Símasambandslaust hefur verið við Sóleyju vegna rafmagnsleysis um borð. „Það brunnu þrjár rafmagnstöflur og eitthvað meira í vélarrúminu. En það er búið að koma vararafstöð frá varðskipi um borð.“Ganga menn þá út frá því að það hafi kviknað í út frá rafmagni? „Já, það eru allar líkur á því að það hafi orðið einhver sprenging í rafmagnstöflunni. Þetta lítur illa út skildist mér á vélstjóranum þeirra.“Varðskipið Týr var sent á vettvang ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar.Mynd/Guðmundur St. ValdimarssonVélstjórinn nýrfarinn þegar eldur kviknaði Finnur segir að áhöfnin sé ómeidd. Vélstjórinn hafi verið nýfarinn úr vélarrúmi þegar eldurinn kviknaði. „Þyrlan tók tvo menn til að létta á hjá þeim, þetta er enginn aðbúnaður um borð í skipi þegar allt er dautt - rafmagnslaust, ljóslaust og allslaust,“ segir Finnur skipstjóri á Múlabergi. Hann segir að ferðin sækist hægt og býst við að koma til hafnar á Akureyri eftir um sólarhring. Þetta er í þriðja skipti sem eldur kemur upp í togaranum Sóleyju Sigurjóns sem er í eigu Nesfisks. Eldur kom upp í vélarrúmi skipsins 2015 og 2008. Akureyri Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Sjá meira
Rafmagnstöflur brunnu í vélarrúmi rækjutogarans Sóleyjar Sigurjóns þegar eldur kom upp á tíunda tímanum í gærkvöldi. Vegna rafmagnsleysis hefur ekki verið unnt að draga tvö troll skipsins inn og því er tímafrekt að draga skipið til Akureyrar, að sögn skipstjóra rækjutogarans Múlabergs sem dregur Sóleyju til hafnar. Á tíunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um eld í vélarrúmi rækjutogarans Sóleyjar Sigurjóns GK. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang ásamt varðskipinu Tý. Togarinn Múlaberg SI var við rækjuveiðar í 25 sjómílna fjarlægð. Finnur Bernharð Sigurbjörnsson, skipstjóri á Múlabergi, segir að strax hafi veri híft og siglt á vettvang þegar neyðarkall barst frá áhöfn Sóleyjar. Tilkynnt hafi verið um mikinn reyk í vélarrúmi. Rafmagnslaust var um borð í Sóleyju og vél skipsins ekki gangfær. Átta manna áhöfn Sóleyjar var í flotgöllum í brú skipsins. „Við náðum að koma taug á milli skipanna í annarri tilraun, það var svolítil hreyfing á skipunum,“ segir Finnur. Símasambandslaust hefur verið við Sóleyju vegna rafmagnsleysis um borð. „Það brunnu þrjár rafmagnstöflur og eitthvað meira í vélarrúminu. En það er búið að koma vararafstöð frá varðskipi um borð.“Ganga menn þá út frá því að það hafi kviknað í út frá rafmagni? „Já, það eru allar líkur á því að það hafi orðið einhver sprenging í rafmagnstöflunni. Þetta lítur illa út skildist mér á vélstjóranum þeirra.“Varðskipið Týr var sent á vettvang ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar.Mynd/Guðmundur St. ValdimarssonVélstjórinn nýrfarinn þegar eldur kviknaði Finnur segir að áhöfnin sé ómeidd. Vélstjórinn hafi verið nýfarinn úr vélarrúmi þegar eldurinn kviknaði. „Þyrlan tók tvo menn til að létta á hjá þeim, þetta er enginn aðbúnaður um borð í skipi þegar allt er dautt - rafmagnslaust, ljóslaust og allslaust,“ segir Finnur skipstjóri á Múlabergi. Hann segir að ferðin sækist hægt og býst við að koma til hafnar á Akureyri eftir um sólarhring. Þetta er í þriðja skipti sem eldur kemur upp í togaranum Sóleyju Sigurjóns sem er í eigu Nesfisks. Eldur kom upp í vélarrúmi skipsins 2015 og 2008.
Akureyri Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Sjá meira