Sigraði Hatari Eurovision? Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 19. maí 2019 11:00 Hatari á því augnabliki þegar stigin til Íslands voru lesin og fánar Palestínu fóru á loft. Íþróttafréttamenn læra það snemma að maður getur ekki sigrað keppni. Maður getur unnið keppni, sigrað í keppni en aðeins sigrað andstæðinginn. Ísland sigrar Frakkland en Frakkar vinna HM. Þannig unnu Hollendingar Eurovision í gær og má segja að þeir hafi sigrað hin löndin 25. Matthías Tryggvi Haraldsson og félagar hans í Hatara hafa haldið því hátt á lofti í viðtölum undanfarnar vikur að þeir ætluðu að sigra Eurovision. Lítil málvilla, skiptir engu máli nema kannski fyrir fámennar Facebook-grúppur um málfar. Íslenskur blaðamaður gaukaði því að Matthíasi um daginn að hann væri að nota orðið sigra á rangan hátt. Maður sigraði bara andstæðing, en ekki keppni. Matthías var fljótur að til svars, óræður á þann hátt að ekki er skýrt hvort um grín sé að ræða, og benti á að kannski væri það Eurovision sem að Hatari væri að reyna að sigra. Leggja að velli. Hatari vann svo sannarlega ekki Eurovision en lenti í tíunda sæti sem er besti árangur Íslands í áratug. En sigraði Hatari mögulega Eurovision? Um það verða jafnskiptar skoðanir og á átökum Ísraela og Palestínumanna. Hatari skráði sig í það minnsta til leiks í Söngvakeppnina heima á Íslandi, vann hana, greindi frá boðskap sínum og andstöðu sinni við hernám Ísraela í Palestínu. Hér úti hafa þeir dansað á línu í viðtölum við fjölmiðla sem þó hafa getað rifjað upp fyrri ummæli. Þannig að skoðun þeirra var alveg ljós. En hún varð kristaltær í gærkvöldi þegar líklega um 200 milljónir manna, sem fæstar hafa heyrt um íslensku hljómsveitina Hatara, varð þess vís að hljómsveit frá Íslandi stæði með Palestínu í baráttunni við Ísrael. Eurovision bannar pólitískan áróður í keppnum sínum. Hatari braut reglurnar og ekki að sjá að Eurovision hafi neinar leiðir til að refsa sveitinni. Því má kannski spyrja hvort að Hatari hafi komið, séð og SIGRAÐ Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision? Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“ Uppákoma við stigagjöf íslenska Eurovision-atriðisins þar sem Hatari hélt uppi fána Palestínu fór ekki vel í alla. 18. maí 2019 23:42 Matthías um útspil Hatara: „Þetta er allt samkvæmt áætlun“ Liðsmenn íslenska Eurovision-hópsins voru brattir eftir að úrslitakvöldinu lauk. 19. maí 2019 00:15 Ekki einu sinni allir Hatarar vissu að fánanum yrði veifað Sú ákvörðun Hatara að halda á palenstínska fánanum í beinni útsendingu í lok Eurovision í kvöld var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. 19. maí 2019 00:36 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Íþróttafréttamenn læra það snemma að maður getur ekki sigrað keppni. Maður getur unnið keppni, sigrað í keppni en aðeins sigrað andstæðinginn. Ísland sigrar Frakkland en Frakkar vinna HM. Þannig unnu Hollendingar Eurovision í gær og má segja að þeir hafi sigrað hin löndin 25. Matthías Tryggvi Haraldsson og félagar hans í Hatara hafa haldið því hátt á lofti í viðtölum undanfarnar vikur að þeir ætluðu að sigra Eurovision. Lítil málvilla, skiptir engu máli nema kannski fyrir fámennar Facebook-grúppur um málfar. Íslenskur blaðamaður gaukaði því að Matthíasi um daginn að hann væri að nota orðið sigra á rangan hátt. Maður sigraði bara andstæðing, en ekki keppni. Matthías var fljótur að til svars, óræður á þann hátt að ekki er skýrt hvort um grín sé að ræða, og benti á að kannski væri það Eurovision sem að Hatari væri að reyna að sigra. Leggja að velli. Hatari vann svo sannarlega ekki Eurovision en lenti í tíunda sæti sem er besti árangur Íslands í áratug. En sigraði Hatari mögulega Eurovision? Um það verða jafnskiptar skoðanir og á átökum Ísraela og Palestínumanna. Hatari skráði sig í það minnsta til leiks í Söngvakeppnina heima á Íslandi, vann hana, greindi frá boðskap sínum og andstöðu sinni við hernám Ísraela í Palestínu. Hér úti hafa þeir dansað á línu í viðtölum við fjölmiðla sem þó hafa getað rifjað upp fyrri ummæli. Þannig að skoðun þeirra var alveg ljós. En hún varð kristaltær í gærkvöldi þegar líklega um 200 milljónir manna, sem fæstar hafa heyrt um íslensku hljómsveitina Hatara, varð þess vís að hljómsveit frá Íslandi stæði með Palestínu í baráttunni við Ísrael. Eurovision bannar pólitískan áróður í keppnum sínum. Hatari braut reglurnar og ekki að sjá að Eurovision hafi neinar leiðir til að refsa sveitinni. Því má kannski spyrja hvort að Hatari hafi komið, séð og SIGRAÐ Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision?
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“ Uppákoma við stigagjöf íslenska Eurovision-atriðisins þar sem Hatari hélt uppi fána Palestínu fór ekki vel í alla. 18. maí 2019 23:42 Matthías um útspil Hatara: „Þetta er allt samkvæmt áætlun“ Liðsmenn íslenska Eurovision-hópsins voru brattir eftir að úrslitakvöldinu lauk. 19. maí 2019 00:15 Ekki einu sinni allir Hatarar vissu að fánanum yrði veifað Sú ákvörðun Hatara að halda á palenstínska fánanum í beinni útsendingu í lok Eurovision í kvöld var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. 19. maí 2019 00:36 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“ Uppákoma við stigagjöf íslenska Eurovision-atriðisins þar sem Hatari hélt uppi fána Palestínu fór ekki vel í alla. 18. maí 2019 23:42
Matthías um útspil Hatara: „Þetta er allt samkvæmt áætlun“ Liðsmenn íslenska Eurovision-hópsins voru brattir eftir að úrslitakvöldinu lauk. 19. maí 2019 00:15
Ekki einu sinni allir Hatarar vissu að fánanum yrði veifað Sú ákvörðun Hatara að halda á palenstínska fánanum í beinni útsendingu í lok Eurovision í kvöld var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. 19. maí 2019 00:36