Sigraði Hatari Eurovision? Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 19. maí 2019 11:00 Hatari á því augnabliki þegar stigin til Íslands voru lesin og fánar Palestínu fóru á loft. Íþróttafréttamenn læra það snemma að maður getur ekki sigrað keppni. Maður getur unnið keppni, sigrað í keppni en aðeins sigrað andstæðinginn. Ísland sigrar Frakkland en Frakkar vinna HM. Þannig unnu Hollendingar Eurovision í gær og má segja að þeir hafi sigrað hin löndin 25. Matthías Tryggvi Haraldsson og félagar hans í Hatara hafa haldið því hátt á lofti í viðtölum undanfarnar vikur að þeir ætluðu að sigra Eurovision. Lítil málvilla, skiptir engu máli nema kannski fyrir fámennar Facebook-grúppur um málfar. Íslenskur blaðamaður gaukaði því að Matthíasi um daginn að hann væri að nota orðið sigra á rangan hátt. Maður sigraði bara andstæðing, en ekki keppni. Matthías var fljótur að til svars, óræður á þann hátt að ekki er skýrt hvort um grín sé að ræða, og benti á að kannski væri það Eurovision sem að Hatari væri að reyna að sigra. Leggja að velli. Hatari vann svo sannarlega ekki Eurovision en lenti í tíunda sæti sem er besti árangur Íslands í áratug. En sigraði Hatari mögulega Eurovision? Um það verða jafnskiptar skoðanir og á átökum Ísraela og Palestínumanna. Hatari skráði sig í það minnsta til leiks í Söngvakeppnina heima á Íslandi, vann hana, greindi frá boðskap sínum og andstöðu sinni við hernám Ísraela í Palestínu. Hér úti hafa þeir dansað á línu í viðtölum við fjölmiðla sem þó hafa getað rifjað upp fyrri ummæli. Þannig að skoðun þeirra var alveg ljós. En hún varð kristaltær í gærkvöldi þegar líklega um 200 milljónir manna, sem fæstar hafa heyrt um íslensku hljómsveitina Hatara, varð þess vís að hljómsveit frá Íslandi stæði með Palestínu í baráttunni við Ísrael. Eurovision bannar pólitískan áróður í keppnum sínum. Hatari braut reglurnar og ekki að sjá að Eurovision hafi neinar leiðir til að refsa sveitinni. Því má kannski spyrja hvort að Hatari hafi komið, séð og SIGRAÐ Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision? Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“ Uppákoma við stigagjöf íslenska Eurovision-atriðisins þar sem Hatari hélt uppi fána Palestínu fór ekki vel í alla. 18. maí 2019 23:42 Matthías um útspil Hatara: „Þetta er allt samkvæmt áætlun“ Liðsmenn íslenska Eurovision-hópsins voru brattir eftir að úrslitakvöldinu lauk. 19. maí 2019 00:15 Ekki einu sinni allir Hatarar vissu að fánanum yrði veifað Sú ákvörðun Hatara að halda á palenstínska fánanum í beinni útsendingu í lok Eurovision í kvöld var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. 19. maí 2019 00:36 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Íþróttafréttamenn læra það snemma að maður getur ekki sigrað keppni. Maður getur unnið keppni, sigrað í keppni en aðeins sigrað andstæðinginn. Ísland sigrar Frakkland en Frakkar vinna HM. Þannig unnu Hollendingar Eurovision í gær og má segja að þeir hafi sigrað hin löndin 25. Matthías Tryggvi Haraldsson og félagar hans í Hatara hafa haldið því hátt á lofti í viðtölum undanfarnar vikur að þeir ætluðu að sigra Eurovision. Lítil málvilla, skiptir engu máli nema kannski fyrir fámennar Facebook-grúppur um málfar. Íslenskur blaðamaður gaukaði því að Matthíasi um daginn að hann væri að nota orðið sigra á rangan hátt. Maður sigraði bara andstæðing, en ekki keppni. Matthías var fljótur að til svars, óræður á þann hátt að ekki er skýrt hvort um grín sé að ræða, og benti á að kannski væri það Eurovision sem að Hatari væri að reyna að sigra. Leggja að velli. Hatari vann svo sannarlega ekki Eurovision en lenti í tíunda sæti sem er besti árangur Íslands í áratug. En sigraði Hatari mögulega Eurovision? Um það verða jafnskiptar skoðanir og á átökum Ísraela og Palestínumanna. Hatari skráði sig í það minnsta til leiks í Söngvakeppnina heima á Íslandi, vann hana, greindi frá boðskap sínum og andstöðu sinni við hernám Ísraela í Palestínu. Hér úti hafa þeir dansað á línu í viðtölum við fjölmiðla sem þó hafa getað rifjað upp fyrri ummæli. Þannig að skoðun þeirra var alveg ljós. En hún varð kristaltær í gærkvöldi þegar líklega um 200 milljónir manna, sem fæstar hafa heyrt um íslensku hljómsveitina Hatara, varð þess vís að hljómsveit frá Íslandi stæði með Palestínu í baráttunni við Ísrael. Eurovision bannar pólitískan áróður í keppnum sínum. Hatari braut reglurnar og ekki að sjá að Eurovision hafi neinar leiðir til að refsa sveitinni. Því má kannski spyrja hvort að Hatari hafi komið, séð og SIGRAÐ Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision?
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“ Uppákoma við stigagjöf íslenska Eurovision-atriðisins þar sem Hatari hélt uppi fána Palestínu fór ekki vel í alla. 18. maí 2019 23:42 Matthías um útspil Hatara: „Þetta er allt samkvæmt áætlun“ Liðsmenn íslenska Eurovision-hópsins voru brattir eftir að úrslitakvöldinu lauk. 19. maí 2019 00:15 Ekki einu sinni allir Hatarar vissu að fánanum yrði veifað Sú ákvörðun Hatara að halda á palenstínska fánanum í beinni útsendingu í lok Eurovision í kvöld var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. 19. maí 2019 00:36 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“ Uppákoma við stigagjöf íslenska Eurovision-atriðisins þar sem Hatari hélt uppi fána Palestínu fór ekki vel í alla. 18. maí 2019 23:42
Matthías um útspil Hatara: „Þetta er allt samkvæmt áætlun“ Liðsmenn íslenska Eurovision-hópsins voru brattir eftir að úrslitakvöldinu lauk. 19. maí 2019 00:15
Ekki einu sinni allir Hatarar vissu að fánanum yrði veifað Sú ákvörðun Hatara að halda á palenstínska fánanum í beinni útsendingu í lok Eurovision í kvöld var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. 19. maí 2019 00:36