Þriggja milljarða króna hjúkrunarheimili byggt á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. maí 2019 13:00 Nýja hjúkrunarheimilið á Selfossi verður hringlaga á tveimur hæðum og staðsett á lóð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við Árveg á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Útboð á byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi fer fram í næsta mánuði og fyrsta skóflustungan af heimilinu verður tekin í lok sumars. Sextíu hjúkrunarrými verða á heimilinu og mun byggingin kostar tæpa þrjá milljarða króna. Íbúar í Árnessýslu hafa beðið nokkuð lengi eftir að framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi hefjist en hálfgert neyðarástand skapaðist eftir að dvalar og hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri og Blesastöðum á Skeiðum var lokað fyrir nokkrum árum. Biðlisti eru í dag eftir plássi á hjúkrunarheimili í sýslunni. Framkvæmdasýsla ríkisins er með málið í sínum höndum og er þessa dagana að útbúa útboðsgögn. „Hönnun er á lokametrunum og verið að klára útboðsgögnin. Það er búið að vera að rýna ýmsar lausnir með tilliti til rekstrar og endingar, enda er þetta stór og kostnaðarsöm bygging, mikil fjárfesting, þannig að þetta er bara að smella hjá okkur“, segir Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar.Hvað gerist þá næst í málinu? „Við erum að horfa á að útboðið fari fram núna í júní og tilboðin verði opnuð í ágúst og framkvæmdir fari þá í gang í byrjun september, þannig að skóflustunga verði í ágúst eða september“, bætir Guðrún við.Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins sem segir að bygging nýja hjúkrunarheimilisins verði boðin út í júní 2019.fjármála- og efnahagsráðuneytiðBygging hússins mun taka eitt og hálft ár sem þýðir að verklok verða í júní 2021. Í upphafi áttu hjúkrunarrýmin að vera fimmtíu en síðan var ákveðið að bæta tíu við. Nýja hjúkrunarheimilið verður staðsett á lóð sjúkrahússins á Selfossi. Húsið verður hringlaga.Hvernig líst Guðrúnu á það? „Okkur líst bara mjög vel á það, þarna myndast mjög skjólgóður og fínn garður í miðjunni og öll dagrými, setustofur og fleira tengjast inn í hringinn og á móti njóta öll hjúkrunarrými útsýnis út á hringinn. Við teljum að þetta verði mjög spennandi og flott viðbót í flóruna á hjúkrunarheimilum hér á landi“. Kostnaður við nýja hjúkrunarheimilið verður 2,8 milljarðar króna en framkvæmdasýslan gefur ekki upp sundurliðun eftir verkþáttum á þessu stigi þar sem útboð hefur ekki farið fram. Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Sjá meira
Útboð á byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi fer fram í næsta mánuði og fyrsta skóflustungan af heimilinu verður tekin í lok sumars. Sextíu hjúkrunarrými verða á heimilinu og mun byggingin kostar tæpa þrjá milljarða króna. Íbúar í Árnessýslu hafa beðið nokkuð lengi eftir að framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi hefjist en hálfgert neyðarástand skapaðist eftir að dvalar og hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri og Blesastöðum á Skeiðum var lokað fyrir nokkrum árum. Biðlisti eru í dag eftir plássi á hjúkrunarheimili í sýslunni. Framkvæmdasýsla ríkisins er með málið í sínum höndum og er þessa dagana að útbúa útboðsgögn. „Hönnun er á lokametrunum og verið að klára útboðsgögnin. Það er búið að vera að rýna ýmsar lausnir með tilliti til rekstrar og endingar, enda er þetta stór og kostnaðarsöm bygging, mikil fjárfesting, þannig að þetta er bara að smella hjá okkur“, segir Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar.Hvað gerist þá næst í málinu? „Við erum að horfa á að útboðið fari fram núna í júní og tilboðin verði opnuð í ágúst og framkvæmdir fari þá í gang í byrjun september, þannig að skóflustunga verði í ágúst eða september“, bætir Guðrún við.Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins sem segir að bygging nýja hjúkrunarheimilisins verði boðin út í júní 2019.fjármála- og efnahagsráðuneytiðBygging hússins mun taka eitt og hálft ár sem þýðir að verklok verða í júní 2021. Í upphafi áttu hjúkrunarrýmin að vera fimmtíu en síðan var ákveðið að bæta tíu við. Nýja hjúkrunarheimilið verður staðsett á lóð sjúkrahússins á Selfossi. Húsið verður hringlaga.Hvernig líst Guðrúnu á það? „Okkur líst bara mjög vel á það, þarna myndast mjög skjólgóður og fínn garður í miðjunni og öll dagrými, setustofur og fleira tengjast inn í hringinn og á móti njóta öll hjúkrunarrými útsýnis út á hringinn. Við teljum að þetta verði mjög spennandi og flott viðbót í flóruna á hjúkrunarheimilum hér á landi“. Kostnaður við nýja hjúkrunarheimilið verður 2,8 milljarðar króna en framkvæmdasýslan gefur ekki upp sundurliðun eftir verkþáttum á þessu stigi þar sem útboð hefur ekki farið fram.
Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent