Lögreglustöðin á Akureyri sprungin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. maí 2019 13:45 Pláss- og aðstöðuleysi hrjáir lögregluna á Akureyri sem vill fá fjármagn til þess að byggja við lögreglustöðina. Lögreglustöðin við Þórunnarstræti á Akureyri var byggð árið 1967 og þótti bæði stór og rúmgóð þegar hún var tekin í notkun. Síðan er liðin rúm hálf öld og nú er svo komið að hún rúmar varla lengur starfsemi lögreglunnar. „Það bara þrengir að öllu, það þrengir að fólkinu sem er að vinna. Okkur vantar líka bara rými, okkur vantar skjalageymslur, okkur vantar betri rannsóknarrými, okkur vantar betri móttöku og mötuneyti og kaffistofu þannig að í rauninni er allt komið til sinna ára,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra.Plássleysið tekur á sig ýmsar myndir, sem dæmi um það má nefna skjalabunka sem eru á leið á Þjóðskjalasafnið en þeir eru geymdir í fundarherbergi þangað til. Áhrifin á starfsmenn eru margvísleg.Ekki er til nein geymsla fyrir þessa skjalabunka sem eru á leið á Þjóðskjalasafnið.Vísir/Tryggvi Páll„Þú finnur fyrir því strax og þú ferð í búningsklefann þinn. Hann er auðvitað allt of lítill og skápurinn sem þú setur þinn búnað í hann bara passar ekki lengur fyrir búnaðinn. Í rauninni strax og þú kemur í vinnuna um morguninn þá finnur þú fyrir því,“ segir Halla Bergþóra.Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.Vísir/Tryggvi PállÁrið 2016 hófust viðræður við yfirvöld um fjármuni til viðbyggingar en lítið hefur þokast í þeim málum og sem stendur hefur fjármagni ekki verið ráðstafað til stækkunar. Hagsmunaaðilar á svæðinu reyna nú að þrýsta á að fjármunir fáist til þess að byggja við stöðina en nóg er plássið. „Við erum svo lánsöm að hér er stór og góð lóð þannig að það þyrfti í raun bara að byggja við, sem er kannski ekkert svo rosalega dýrt miðað við að byggja heila nýja stöð.“ Akureyri Lögreglumál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Skoða að kæra úrskurðinn Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Pláss- og aðstöðuleysi hrjáir lögregluna á Akureyri sem vill fá fjármagn til þess að byggja við lögreglustöðina. Lögreglustöðin við Þórunnarstræti á Akureyri var byggð árið 1967 og þótti bæði stór og rúmgóð þegar hún var tekin í notkun. Síðan er liðin rúm hálf öld og nú er svo komið að hún rúmar varla lengur starfsemi lögreglunnar. „Það bara þrengir að öllu, það þrengir að fólkinu sem er að vinna. Okkur vantar líka bara rými, okkur vantar skjalageymslur, okkur vantar betri rannsóknarrými, okkur vantar betri móttöku og mötuneyti og kaffistofu þannig að í rauninni er allt komið til sinna ára,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra.Plássleysið tekur á sig ýmsar myndir, sem dæmi um það má nefna skjalabunka sem eru á leið á Þjóðskjalasafnið en þeir eru geymdir í fundarherbergi þangað til. Áhrifin á starfsmenn eru margvísleg.Ekki er til nein geymsla fyrir þessa skjalabunka sem eru á leið á Þjóðskjalasafnið.Vísir/Tryggvi Páll„Þú finnur fyrir því strax og þú ferð í búningsklefann þinn. Hann er auðvitað allt of lítill og skápurinn sem þú setur þinn búnað í hann bara passar ekki lengur fyrir búnaðinn. Í rauninni strax og þú kemur í vinnuna um morguninn þá finnur þú fyrir því,“ segir Halla Bergþóra.Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.Vísir/Tryggvi PállÁrið 2016 hófust viðræður við yfirvöld um fjármuni til viðbyggingar en lítið hefur þokast í þeim málum og sem stendur hefur fjármagni ekki verið ráðstafað til stækkunar. Hagsmunaaðilar á svæðinu reyna nú að þrýsta á að fjármunir fáist til þess að byggja við stöðina en nóg er plássið. „Við erum svo lánsöm að hér er stór og góð lóð þannig að það þyrfti í raun bara að byggja við, sem er kannski ekkert svo rosalega dýrt miðað við að byggja heila nýja stöð.“
Akureyri Lögreglumál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Skoða að kæra úrskurðinn Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira