Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Kristján Már Unnarsson skrifar 19. maí 2019 21:15 Þristurinn sem lenti á Reykjavíkurflugvelli í kvöld er einskonar undanfari. Flugvélin er máluð eins og vélar Pan American World Airways voru á árum síðari heimstyrjaldarinnar. Vísir/KMU. Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Þetta eru allt svokallaðir „þristar“ á leið frá Bandaríkjunum til Evrópu til að taka þátt í viðburðum í tilefni þess að 75 ár eru frá innrásinni í Normandí árið 1944 og 70 ár frá loftbrúnni til Berlínar, sem hófst í júní 1948 og lauk í maí 1949. Þótt búist sé við vélunum eftir miðjan dag á morgun ríkir óvissa um tímasetningar, samkvæmt upplýsingum frá flugþjónustunni ACE FBO, sem annast afgreiðslu þeirra hérlendis. Þannig er hópflugið mjög háð veðri og vindum en veðurspá á Grænlandi, þaðan sem vélarnar koma í þessum áfanga, þótti tvísýn í dag. Áformað er að flugflotanum verði lagt norðan við Loftleiðahótelið. Stefnt er að því að almenningi gefist kostur á að skoða vélarnar á þriðjudag. Áætlað er að þær fljúgi áfram til Skotlands á miðvikudag.Þristurinn Clipper Tabitha May svífur inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli í kvöld.Vísir/KMU.Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki og minnast menn þess ekki að viðlíka atburður hafi áður gerst í fluginu hérlendis, hvorki að svo margar vélar af þessari tegund hafi áður flogið saman í einum hópi til Íslands né að svo margir og gamlir „öldungar“ flugsins hafi lent áður hérlendis á sama degi. Þannig segir flugáhugamaðurinn Pétur P. Johnson að á stríðsárunum hafi þristar yfirleitt ekki verið fleiri en tveir og tveir saman í flugi yfir hafið til Íslands, en telur hugsanlegt að finna megi dæmi um að minni orustuvélum hafi verið flogið saman í svo stórum hópum til landsins. Forsmekkinn mátti sjá á Reykjavíkurflugvelli í kvöld þegar DC-3 vélin „Clipper Tabitha May“ lenti þar klukkan 18.10 eftir flug frá Narsarsuaq. Hún er einskonar undanfari hópsins. Stefnt er að því að hún haldi áfram för sinni áleiðis til Bretlands klukkan 10 í fyrramálið til að taka þátt í flugsýningum á Duxford-flugminjasafninu norðan við London fram til 1. júní. Flugmennirnir veifuðu íslenska fánanum út um glugga flugstjórnarklefans eftir að vélinni var lagt norðan við Loftleiðahótelið í kvöld.Vísir/KMU.Flugvélin verður síðan í Normandí fram til 10. júní en þar ná hátíðahöldin hámarki á D-deginum 6. júní. Á tímabilinu frá 10. – 18. júní tekur vélin þátt í viðburðum tengdum loftbrúnni til Berlínar. Clipper Tabitha May var smíðuð árið 1945 fyrir bandaríska herinn, sem seldi hana ónotaða til einkaaðila og var hún nýtt í atvinnuflugi allt fram til ársins 1995. Síðar eignuðust áhugamenn um sögu Pan Am-flugfélagsins vélina, gerðu hana upp og máluðu í litum félagsins, eins og þeir voru á stríðsárunum. Ráðamenn Þristavinafélagsins vonast til að hægt verði að fljúga íslenska þristinum Páli Sveinssyni frá Akureyri til Reykjavíkur á morgun til heiðurs flugflotanum. Það er þó háð því að flugvirkjum takist í tæka tíð að lagfæra olíuleka á öðrum hreyflinum, að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins. Fræðast má um leiðangurinn á heimasíðu D-Day Squadron. Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Catalina markaði djúp spor í flugsögu Íslands Íslenskir flugáhugamenn fá langþráðan draum uppfylltan á Reykjavíkurflugvelli um helgina; að skoða Catalina-flugbát en þessar vélar hafa markað hvað dýpst spor í íslenska flugsögu. Íslendingar kynntust Catalinum fyrst á stríðsárunum þegar þær gegndu lykilhlutverki í hernaði Bandamanna gegn kafbátum Þjóðverja á Atlantshafinu. 25. maí 2012 19:45 Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44 Sprengjuflugvélin skoðuð að innan sem utan Fjölmargir borgarbúar virtu fyrir sér Avro Lancaster Mk X sprengjuflugvél úr seinni heimstyrjöldinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 7. ágúst 2014 17:07 Borgarbúar virða fyrir sér sprengjuflugvél úr seinna stríði Margir hafa lagt leið sína til á Reykjavíkurflugvöll til að skoða vélina en einungis tvær slíkar vélar í heiminum eru í flughæfu ástandi 7. ágúst 2014 11:35 Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Fyrsta samflug þrista yfir Íslandi í sextíu ár Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. 28. ágúst 2017 21:56 Fyrsti þristurinn í hópfluginu á leið til Reykjavíkur Fyrsti þristurinn í miklu hópflugi gamalla stríðsvéla yfir Atlantshafið er á leiðinni til Íslands frá Grænlandi. Lending á Reykjavíkurflugvelli er áætluð um klukkan 18.15. 19. maí 2019 16:30 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Sjá meira
Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Þetta eru allt svokallaðir „þristar“ á leið frá Bandaríkjunum til Evrópu til að taka þátt í viðburðum í tilefni þess að 75 ár eru frá innrásinni í Normandí árið 1944 og 70 ár frá loftbrúnni til Berlínar, sem hófst í júní 1948 og lauk í maí 1949. Þótt búist sé við vélunum eftir miðjan dag á morgun ríkir óvissa um tímasetningar, samkvæmt upplýsingum frá flugþjónustunni ACE FBO, sem annast afgreiðslu þeirra hérlendis. Þannig er hópflugið mjög háð veðri og vindum en veðurspá á Grænlandi, þaðan sem vélarnar koma í þessum áfanga, þótti tvísýn í dag. Áformað er að flugflotanum verði lagt norðan við Loftleiðahótelið. Stefnt er að því að almenningi gefist kostur á að skoða vélarnar á þriðjudag. Áætlað er að þær fljúgi áfram til Skotlands á miðvikudag.Þristurinn Clipper Tabitha May svífur inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli í kvöld.Vísir/KMU.Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki og minnast menn þess ekki að viðlíka atburður hafi áður gerst í fluginu hérlendis, hvorki að svo margar vélar af þessari tegund hafi áður flogið saman í einum hópi til Íslands né að svo margir og gamlir „öldungar“ flugsins hafi lent áður hérlendis á sama degi. Þannig segir flugáhugamaðurinn Pétur P. Johnson að á stríðsárunum hafi þristar yfirleitt ekki verið fleiri en tveir og tveir saman í flugi yfir hafið til Íslands, en telur hugsanlegt að finna megi dæmi um að minni orustuvélum hafi verið flogið saman í svo stórum hópum til landsins. Forsmekkinn mátti sjá á Reykjavíkurflugvelli í kvöld þegar DC-3 vélin „Clipper Tabitha May“ lenti þar klukkan 18.10 eftir flug frá Narsarsuaq. Hún er einskonar undanfari hópsins. Stefnt er að því að hún haldi áfram för sinni áleiðis til Bretlands klukkan 10 í fyrramálið til að taka þátt í flugsýningum á Duxford-flugminjasafninu norðan við London fram til 1. júní. Flugmennirnir veifuðu íslenska fánanum út um glugga flugstjórnarklefans eftir að vélinni var lagt norðan við Loftleiðahótelið í kvöld.Vísir/KMU.Flugvélin verður síðan í Normandí fram til 10. júní en þar ná hátíðahöldin hámarki á D-deginum 6. júní. Á tímabilinu frá 10. – 18. júní tekur vélin þátt í viðburðum tengdum loftbrúnni til Berlínar. Clipper Tabitha May var smíðuð árið 1945 fyrir bandaríska herinn, sem seldi hana ónotaða til einkaaðila og var hún nýtt í atvinnuflugi allt fram til ársins 1995. Síðar eignuðust áhugamenn um sögu Pan Am-flugfélagsins vélina, gerðu hana upp og máluðu í litum félagsins, eins og þeir voru á stríðsárunum. Ráðamenn Þristavinafélagsins vonast til að hægt verði að fljúga íslenska þristinum Páli Sveinssyni frá Akureyri til Reykjavíkur á morgun til heiðurs flugflotanum. Það er þó háð því að flugvirkjum takist í tæka tíð að lagfæra olíuleka á öðrum hreyflinum, að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins. Fræðast má um leiðangurinn á heimasíðu D-Day Squadron.
Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Catalina markaði djúp spor í flugsögu Íslands Íslenskir flugáhugamenn fá langþráðan draum uppfylltan á Reykjavíkurflugvelli um helgina; að skoða Catalina-flugbát en þessar vélar hafa markað hvað dýpst spor í íslenska flugsögu. Íslendingar kynntust Catalinum fyrst á stríðsárunum þegar þær gegndu lykilhlutverki í hernaði Bandamanna gegn kafbátum Þjóðverja á Atlantshafinu. 25. maí 2012 19:45 Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44 Sprengjuflugvélin skoðuð að innan sem utan Fjölmargir borgarbúar virtu fyrir sér Avro Lancaster Mk X sprengjuflugvél úr seinni heimstyrjöldinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 7. ágúst 2014 17:07 Borgarbúar virða fyrir sér sprengjuflugvél úr seinna stríði Margir hafa lagt leið sína til á Reykjavíkurflugvöll til að skoða vélina en einungis tvær slíkar vélar í heiminum eru í flughæfu ástandi 7. ágúst 2014 11:35 Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Fyrsta samflug þrista yfir Íslandi í sextíu ár Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. 28. ágúst 2017 21:56 Fyrsti þristurinn í hópfluginu á leið til Reykjavíkur Fyrsti þristurinn í miklu hópflugi gamalla stríðsvéla yfir Atlantshafið er á leiðinni til Íslands frá Grænlandi. Lending á Reykjavíkurflugvelli er áætluð um klukkan 18.15. 19. maí 2019 16:30 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Sjá meira
Catalina markaði djúp spor í flugsögu Íslands Íslenskir flugáhugamenn fá langþráðan draum uppfylltan á Reykjavíkurflugvelli um helgina; að skoða Catalina-flugbát en þessar vélar hafa markað hvað dýpst spor í íslenska flugsögu. Íslendingar kynntust Catalinum fyrst á stríðsárunum þegar þær gegndu lykilhlutverki í hernaði Bandamanna gegn kafbátum Þjóðverja á Atlantshafinu. 25. maí 2012 19:45
Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44
Sprengjuflugvélin skoðuð að innan sem utan Fjölmargir borgarbúar virtu fyrir sér Avro Lancaster Mk X sprengjuflugvél úr seinni heimstyrjöldinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 7. ágúst 2014 17:07
Borgarbúar virða fyrir sér sprengjuflugvél úr seinna stríði Margir hafa lagt leið sína til á Reykjavíkurflugvöll til að skoða vélina en einungis tvær slíkar vélar í heiminum eru í flughæfu ástandi 7. ágúst 2014 11:35
Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15
Fyrsta samflug þrista yfir Íslandi í sextíu ár Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. 28. ágúst 2017 21:56
Fyrsti þristurinn í hópfluginu á leið til Reykjavíkur Fyrsti þristurinn í miklu hópflugi gamalla stríðsvéla yfir Atlantshafið er á leiðinni til Íslands frá Grænlandi. Lending á Reykjavíkurflugvelli er áætluð um klukkan 18.15. 19. maí 2019 16:30
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“