Reyndur Esjuhlaupari telur að CrossFit-keppendur sprengi sig gjörsamlega upp að Steini Birgir Olgeirsson skrifar 1. maí 2019 22:50 Björgvin Karl Guðmundsson er talinn sigurstranglegastur í karlaflokki á þessu móti. Hann hefur hlaupið upp að Steini á undir þrjatíu mínútum. Vísir/Daníel Það má með sanni segja að eftirvæntingin sé mikil fyrir alþjóðlega CrossFit-mótinu sem fer fram í Reykjavík um komandi helgi. Ein af keppnisgreinunum hefur vakið mikla athygli en það er fyrsta greinin þar sem keppendur munu hlaupa upp að Steini í Esjunni í hádeginu á föstudaginn. Ástæðan fyrir því að þessi grein vekur athygli er sú að ansi margir hafa gengið upp að Steini. Esjan er eitt vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins en um 100 þúsund manns ganga upp hlíðar fjallsins á ári hverju. Eiga margir sem það hafa gert „sinn tíma“ upp að Steini. Segja má að flestir séu um og yfir klukkutíma að ganga rösklega upp að Steininum. Það verður því eflaust forvitnilegt fyrir þá að bera tíma sína saman við tíma keppenda á CrossFit-mótinu. Búist er við að öflugustu keppendurnir nái upp að Steini á undir 30 mínútum. Reyndur utanvegahlaupari segir í samtali við Vísi að hann búist að margir muni gjörsamlega sprengja sig á þessari leið. Um er að ræða rúmlega þriggja kílómetra langa leið og er Steinninn í 597 metra hæð efst á Langahrygg við Þverfellshorn.Göngufólk við Steininn vinsæla en áætlað er að um 100 þúsund manns fari upp stíga Esjunnar árlega.Vísir/EgillEsjuganga hefst við bílastæðið við Esjustofu en þegar göngufólk er komið hálfa leið upp fjallið skiptist stígurinn sem gengið er eftir í tvennt. Er þá hægt að velja að fara vestan megin upp hlíðina í gegnum Einarsmýri en ef farið er austan megin þarf að fara yfir efri brúna yfir Mógilsá og svo ská á hornið. Ef farið er yfir brúna hefur verið valin svokölluð lengri leið upp að Steini og er það leiðin sem keppendur munu fara á föstudaginn. Sá sem á besta tímann á forritinu Strava upp að Steini þessa svokölluðu lengri leið var rúmar 25 mínútur, en nánar er fjallað um það neðar í greininni. Verða keppendur ræstir á bílastæðinu í hópum, 30 karlar, 25 konur og 15 fjögurra manna lið. Sá sem er fyrstur upp að Steini vinnur greinina og verður því strax kominn með hundrað stig í baráttunni um sigurinn á mótinu og laust sæti á heimsleikunum í ágúst. Þrjú sæti á heimsleikunum eru í boði á mótinu eða fyrir sigurvegar í karlaflokki, kvennaflokki og liðakeppni.Áhorfendur geta fylgst með í hlíðum Esjunnar Verður áhorfendum frjálst að fylgjast með keppninni í hlíðum Esjunnar en starfsfólk verður á svæðinu til að passa að enginn verði fyrir keppendum.Katrín Tanja Davíðsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir á góðri stundu.Mynd/Instagram/anniethorisdottir„Það er mjög góður tími að ná undir þrjátíu mínútum,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, fyrrverandi heimsmeistari í CrossFit, sem er einn af skipuleggjendum mótsins og tekur því ekki þátt. Einn af keppendum mótsins er Íslendingurinn Björgvin Karl Guðmundsson. Annie Mist segir hann afar sigurstranglegan á mótinu og að hann eigi möguleika á að vinna Esjuhlaupið en hann hefur hlaupið þessa leið á undir þrjátíu mínútum. Hann mun þó fá harða samkeppni frá Rússanum Roman Khrennikov sem er ansi sterkur í úthaldsgreinum og verður forvitnilegt að fylgjast með tímanum hans. Þá er Bandaríkjamaðurinn Streat Hoerner einnig keppandi sem gæti staðið uppi sem sigurvegari á mótinu.Þuríður sigurstranleg Kvennamegin er Íslendingurinn Þuríður Erla Helgadóttir afar sigurstrangleg. Hún hefur þegar tryggt sér þátttökurétt á Heimsleikana í CrossFit sem fara fram í Bandaríkjunum síðsumars. Ef Þuríður vinnur mótið hér heima mun þátttökurétturinn fara til þess keppanda sem verður í næsta sæti fyrir neðan hana.Þuríður Erla Helgadóttir er talin afar sigurstranleg fyrir mótið. Vísir/AntonAnnie Mist segist því forvitin að sjá hvað Íslendingurinn Sólveig Sigurðardóttir gerir á þessu móti en hún hefur ekki tryggt sér þátttökurétt á Heimsleikunum. Sex konur og fjórir karlar, sem keppa á mótinu í Reykjavík, hafa þegar tryggt sér þátttökurétt á Heimsleikunum en þau eru: Jacqueline Dahlstrom, Haley Adams, Emilia Leppanen, Carole Castellani, Anna Fragkou og Þuríður Helgadottir og karlamegin Streat Hoerner, Björgvin Karl Gudmundsson, Lefteris Theofanidis, og Roman Khrennikov. Mótið verður sýnt í beinni útsendingu á RÚV og verður streymt í beinni á Facebook-síðu mótsins. Esjuhlaupið verður þó ekki sýnt á RÚV en verður sem fyrr segir í beinni útsendingu á netinu. Verður til að mynda notast við Dróna til að fylgja keppendum eftir. Restin af keppninni fer svo fram í Laugardalshöll.Ekki þeir fyrstu En þessir CrossFit-keppendur eru ekki þeir fyrstu sem hlaupa upp að Steini. Það hafa margir Íslendingar reynt og til er skrá yfir tíma til að bera saman við. Einn þeirra er utanvegahlauparinn Þorbergur Ingi Jónsson sem setti met í Mt. Esja Ultra-hlaupinu í fyrra þegar hann hljóp ellefu sinnum upp Esjuna á 9 klukkustundum og 39 mínútum.Þorbergur hefur farið ansi hratt upp að Steini.AðsendAlls eru það 77 kílómetrar að lengd og 6.600 metrar hækkun. Þorbergur segir í samtali við Vísi að hingað til hafi ekki verið haldin keppni í hver sé fljótastur upp að Steini en á forritinu Strava megi sjá tíma upp að Steini. Þegar styttri leiðin er skoðuð á Strava kemur í ljós að Þorbergur á þar besta tímann upp að Steini, eða 21 mínútu og 26 sekúndur. Ingvar Hjartarson er þar um 9 sekúndum á eftir Þorbergi og Kári Steinn Karlsson, Íslandsmethafi í Maraþonhlaupi, í þriðja sæti á 21 mínútu og 44 sekúndum. Þegar lengri leiðin upp að Steini er skoðuð kemur í ljós að Ingvar Hjartarson á þar 25 mínútur og 22 sekúndu, Guðni Páll Pálsson 27 mínútur og 11 sekúndur og Benedikt Jónsson 27 mínútur og 47 sekúndur. Þegar litið er á tímana kvenna megin á YiOu Wang hraðasta tímann upp að Steini á styttri leiðinni. Var Wang í 26 mínútur og 27 sekúndur, Birna V. þar á eftir í 28 mínútur og tíu sekúndur og Mirjam N. með þriðja besta tímann, 29 mínútur og 43 sekúndur. Á lengri leiðinni á Margrét Valdimarsdóttir besta tímann, 34 mínútur og 7 sekúndur, Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir með 34 mínútur og 52 sekúndur og Sondy Johansen með 35 mínútur og 15 sekúndur. „Allt undir hálftíma, það er flott,“ segir Þorbergur í samtali við Vísi. Hann segir miklar líkur á að einhverjir keppendur eigi eftir að sprengja sig gjörsamlega í hlíðum Esjunnar. Því eigi heimamenn að geta haft forskot hafi þeir æft sig talsvert á þessari leið og hafi þar með vitneskju um þann hraða sem þeir þurfi að vera á án þess að sprengja sig.Aldrei að fara að hlaupa alla leiðÞorbergur segir ekki gerlegt að hlaupa alla leið upp að Steini, reyni það einhver mun hann fara hægar yfir í mesta brattanum.Aðsend„Þú ert aldrei að fara hlaupa alla leið upp að Steini. Þú gætir gert það, en þú ferð hægar yfir á skokkinu í mesta brattanum. Það borgar sig þá að „Power-Hike-A“ í mesta hallanum,“ segir Þorbergur og á þar við kraftfjallgöngu. Slík tækni er fólgin í því að setja hendurnar á hnén og ganga stuttum og hröðum skrefum upp fjallið. Það borgar sig ekki að beita löngum skrefum, betra er að taka sem flest skref og eyða þannig sem minnstri orku. „Um leið og þú tekur stór skref, þá klárar þú þig alveg. Það er eins og að taka þungar lyftur, þú ræður ekki við margar endurtekningar. Þess vegna viltu stutt og mörg skref og fara þannig hraðar upp á hagkvæmari máta,“ segir Þorbergur. Einn CrossFit-keppandi hafði sett sig í samband við hann til að fá ráðleggingar fyrir keppnina. Hann segist ekki eiga von á að þessir CrossFit-keppendur muni slá þau met sem hlauparar hafa sett upp að Steini. CrossFit-keppendur eru margir hverjir í fantaformi og góðir í mörgu, en þó þyngri heldur en hefðbundnir hlauparar. „Stórir vöðvar taka súrefni og það er svolítill flöskuháls í þessu. En það verður gaman að fylgjast með þessu. Það verða einhverjir þarna mjög hraðir, ég gæti trúað því, en ég held að ansi margir sprengi sig þarna, drepi sig gjörsamlega.“ CrossFit Esjan Heilsa Hlaup Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, snóker, íshokkí og enski boltinn Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Sjá meira
Það má með sanni segja að eftirvæntingin sé mikil fyrir alþjóðlega CrossFit-mótinu sem fer fram í Reykjavík um komandi helgi. Ein af keppnisgreinunum hefur vakið mikla athygli en það er fyrsta greinin þar sem keppendur munu hlaupa upp að Steini í Esjunni í hádeginu á föstudaginn. Ástæðan fyrir því að þessi grein vekur athygli er sú að ansi margir hafa gengið upp að Steini. Esjan er eitt vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins en um 100 þúsund manns ganga upp hlíðar fjallsins á ári hverju. Eiga margir sem það hafa gert „sinn tíma“ upp að Steini. Segja má að flestir séu um og yfir klukkutíma að ganga rösklega upp að Steininum. Það verður því eflaust forvitnilegt fyrir þá að bera tíma sína saman við tíma keppenda á CrossFit-mótinu. Búist er við að öflugustu keppendurnir nái upp að Steini á undir 30 mínútum. Reyndur utanvegahlaupari segir í samtali við Vísi að hann búist að margir muni gjörsamlega sprengja sig á þessari leið. Um er að ræða rúmlega þriggja kílómetra langa leið og er Steinninn í 597 metra hæð efst á Langahrygg við Þverfellshorn.Göngufólk við Steininn vinsæla en áætlað er að um 100 þúsund manns fari upp stíga Esjunnar árlega.Vísir/EgillEsjuganga hefst við bílastæðið við Esjustofu en þegar göngufólk er komið hálfa leið upp fjallið skiptist stígurinn sem gengið er eftir í tvennt. Er þá hægt að velja að fara vestan megin upp hlíðina í gegnum Einarsmýri en ef farið er austan megin þarf að fara yfir efri brúna yfir Mógilsá og svo ská á hornið. Ef farið er yfir brúna hefur verið valin svokölluð lengri leið upp að Steini og er það leiðin sem keppendur munu fara á föstudaginn. Sá sem á besta tímann á forritinu Strava upp að Steini þessa svokölluðu lengri leið var rúmar 25 mínútur, en nánar er fjallað um það neðar í greininni. Verða keppendur ræstir á bílastæðinu í hópum, 30 karlar, 25 konur og 15 fjögurra manna lið. Sá sem er fyrstur upp að Steini vinnur greinina og verður því strax kominn með hundrað stig í baráttunni um sigurinn á mótinu og laust sæti á heimsleikunum í ágúst. Þrjú sæti á heimsleikunum eru í boði á mótinu eða fyrir sigurvegar í karlaflokki, kvennaflokki og liðakeppni.Áhorfendur geta fylgst með í hlíðum Esjunnar Verður áhorfendum frjálst að fylgjast með keppninni í hlíðum Esjunnar en starfsfólk verður á svæðinu til að passa að enginn verði fyrir keppendum.Katrín Tanja Davíðsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir á góðri stundu.Mynd/Instagram/anniethorisdottir„Það er mjög góður tími að ná undir þrjátíu mínútum,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, fyrrverandi heimsmeistari í CrossFit, sem er einn af skipuleggjendum mótsins og tekur því ekki þátt. Einn af keppendum mótsins er Íslendingurinn Björgvin Karl Guðmundsson. Annie Mist segir hann afar sigurstranglegan á mótinu og að hann eigi möguleika á að vinna Esjuhlaupið en hann hefur hlaupið þessa leið á undir þrjátíu mínútum. Hann mun þó fá harða samkeppni frá Rússanum Roman Khrennikov sem er ansi sterkur í úthaldsgreinum og verður forvitnilegt að fylgjast með tímanum hans. Þá er Bandaríkjamaðurinn Streat Hoerner einnig keppandi sem gæti staðið uppi sem sigurvegari á mótinu.Þuríður sigurstranleg Kvennamegin er Íslendingurinn Þuríður Erla Helgadóttir afar sigurstrangleg. Hún hefur þegar tryggt sér þátttökurétt á Heimsleikana í CrossFit sem fara fram í Bandaríkjunum síðsumars. Ef Þuríður vinnur mótið hér heima mun þátttökurétturinn fara til þess keppanda sem verður í næsta sæti fyrir neðan hana.Þuríður Erla Helgadóttir er talin afar sigurstranleg fyrir mótið. Vísir/AntonAnnie Mist segist því forvitin að sjá hvað Íslendingurinn Sólveig Sigurðardóttir gerir á þessu móti en hún hefur ekki tryggt sér þátttökurétt á Heimsleikunum. Sex konur og fjórir karlar, sem keppa á mótinu í Reykjavík, hafa þegar tryggt sér þátttökurétt á Heimsleikunum en þau eru: Jacqueline Dahlstrom, Haley Adams, Emilia Leppanen, Carole Castellani, Anna Fragkou og Þuríður Helgadottir og karlamegin Streat Hoerner, Björgvin Karl Gudmundsson, Lefteris Theofanidis, og Roman Khrennikov. Mótið verður sýnt í beinni útsendingu á RÚV og verður streymt í beinni á Facebook-síðu mótsins. Esjuhlaupið verður þó ekki sýnt á RÚV en verður sem fyrr segir í beinni útsendingu á netinu. Verður til að mynda notast við Dróna til að fylgja keppendum eftir. Restin af keppninni fer svo fram í Laugardalshöll.Ekki þeir fyrstu En þessir CrossFit-keppendur eru ekki þeir fyrstu sem hlaupa upp að Steini. Það hafa margir Íslendingar reynt og til er skrá yfir tíma til að bera saman við. Einn þeirra er utanvegahlauparinn Þorbergur Ingi Jónsson sem setti met í Mt. Esja Ultra-hlaupinu í fyrra þegar hann hljóp ellefu sinnum upp Esjuna á 9 klukkustundum og 39 mínútum.Þorbergur hefur farið ansi hratt upp að Steini.AðsendAlls eru það 77 kílómetrar að lengd og 6.600 metrar hækkun. Þorbergur segir í samtali við Vísi að hingað til hafi ekki verið haldin keppni í hver sé fljótastur upp að Steini en á forritinu Strava megi sjá tíma upp að Steini. Þegar styttri leiðin er skoðuð á Strava kemur í ljós að Þorbergur á þar besta tímann upp að Steini, eða 21 mínútu og 26 sekúndur. Ingvar Hjartarson er þar um 9 sekúndum á eftir Þorbergi og Kári Steinn Karlsson, Íslandsmethafi í Maraþonhlaupi, í þriðja sæti á 21 mínútu og 44 sekúndum. Þegar lengri leiðin upp að Steini er skoðuð kemur í ljós að Ingvar Hjartarson á þar 25 mínútur og 22 sekúndu, Guðni Páll Pálsson 27 mínútur og 11 sekúndur og Benedikt Jónsson 27 mínútur og 47 sekúndur. Þegar litið er á tímana kvenna megin á YiOu Wang hraðasta tímann upp að Steini á styttri leiðinni. Var Wang í 26 mínútur og 27 sekúndur, Birna V. þar á eftir í 28 mínútur og tíu sekúndur og Mirjam N. með þriðja besta tímann, 29 mínútur og 43 sekúndur. Á lengri leiðinni á Margrét Valdimarsdóttir besta tímann, 34 mínútur og 7 sekúndur, Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir með 34 mínútur og 52 sekúndur og Sondy Johansen með 35 mínútur og 15 sekúndur. „Allt undir hálftíma, það er flott,“ segir Þorbergur í samtali við Vísi. Hann segir miklar líkur á að einhverjir keppendur eigi eftir að sprengja sig gjörsamlega í hlíðum Esjunnar. Því eigi heimamenn að geta haft forskot hafi þeir æft sig talsvert á þessari leið og hafi þar með vitneskju um þann hraða sem þeir þurfi að vera á án þess að sprengja sig.Aldrei að fara að hlaupa alla leiðÞorbergur segir ekki gerlegt að hlaupa alla leið upp að Steini, reyni það einhver mun hann fara hægar yfir í mesta brattanum.Aðsend„Þú ert aldrei að fara hlaupa alla leið upp að Steini. Þú gætir gert það, en þú ferð hægar yfir á skokkinu í mesta brattanum. Það borgar sig þá að „Power-Hike-A“ í mesta hallanum,“ segir Þorbergur og á þar við kraftfjallgöngu. Slík tækni er fólgin í því að setja hendurnar á hnén og ganga stuttum og hröðum skrefum upp fjallið. Það borgar sig ekki að beita löngum skrefum, betra er að taka sem flest skref og eyða þannig sem minnstri orku. „Um leið og þú tekur stór skref, þá klárar þú þig alveg. Það er eins og að taka þungar lyftur, þú ræður ekki við margar endurtekningar. Þess vegna viltu stutt og mörg skref og fara þannig hraðar upp á hagkvæmari máta,“ segir Þorbergur. Einn CrossFit-keppandi hafði sett sig í samband við hann til að fá ráðleggingar fyrir keppnina. Hann segist ekki eiga von á að þessir CrossFit-keppendur muni slá þau met sem hlauparar hafa sett upp að Steini. CrossFit-keppendur eru margir hverjir í fantaformi og góðir í mörgu, en þó þyngri heldur en hefðbundnir hlauparar. „Stórir vöðvar taka súrefni og það er svolítill flöskuháls í þessu. En það verður gaman að fylgjast með þessu. Það verða einhverjir þarna mjög hraðir, ég gæti trúað því, en ég held að ansi margir sprengi sig þarna, drepi sig gjörsamlega.“
CrossFit Esjan Heilsa Hlaup Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, snóker, íshokkí og enski boltinn Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Sjá meira