Blikar með heilsteyptasta liðið Hjörvar Ólafsson skrifar 2. maí 2019 14:00 Sonný Lára fagnar hér 22. Íslandsmeistaratitli Blika í kvennaflokki og bikarnum síðasta haust. Fréttablaðið/anton Breiðablik hefur í dag titilvörn sína í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu með því að sæka ÍBV heim til Vestmannaeyja. Þrír aðrir leikir fara fram í fyrstu umferðinni í dag en Stjarnan og Selfoss leiða saman hesta sína, HK/Víkingur og KR etja kappi og að lokum verður nýliðaslagur Fylkis og Keflavíkur á dagskrá. Umferðinni lýkur síðan með leik Vals og Þórs/KA sem spilaður verður á morgun. Fréttablaðið hefur síðustu svo daga spáð fyrir um hvaða lið verða í fallbaráttu og síðar hvaða lið verða um miðja deild. Nú er komið að því að kynna þau þrjú lið sem spá blaðsins gerir ráð fyrir að berjist um Íslandsmeistaratitilinn í sumar. Samkvæmt spánni mun Breiðablik verja titil sinn en Valur og Þór/KA munu hins vegar gera harða atlögu að Blikum. Daði Rafnsson sérfræðingur Fréttablaðsins um deildina hefur þetta að segja um liðin sem munu verða í sérflokki og berjast á toppi deildarinnar á þessu tímabili.1. Breiðablik: Ríkjandi Íslandsmeisturum hefur gengið mjög vel á undirbúningsmótunum í vetur. Ég hafði smá áhyggjur af því að brottför Guðrúnar Arnardóttur úr hjarta varnarinnar myndi hafa slæm áhrif á varnarleikinn en svo virðist sem Þorsteinn Halldórsson hafi fundið leið til þess að fylla skarð hennar. Það hafa verið meiðslavandræði í varnarlínu Blika í vetur en það hefur ekki haft teljandi áhrif. Það hafa nokkrir leikmenn fengið tækifæri til þess að sýna sig og sanna og hafa þeir leikið bara mjög vel. Liðinu hefur gengið vel í síðustu leikjum þrátt fyrir að leika án Alexöndru Jóhannesdóttur, Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttur, Selmu Sól Magnúsdóttur, Öglu Maríu Albertsdóttur og Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur. Ungir leikmenn hafa stigið inn í fjarveru þessara leikmanna og staðið sig vel og þá finnst mér Hildur Antonsdóttir hafa spilað frábærlega í leikjum liðsins á undirbúningstímabilinu. Mér finnst það styrkleiki Þorsteins að leikskipulagið er svo mikið á hreinu að það er auðvelt fyrir nýja leikmenn að koma inn og spila samkvæmt skipulaginu. Breiðablik er með heilsteyptasta liðið að mínu mati og fæstu veikleikana af þeim þremur liðum sem verða í toppbaráttu deildarinnar.2. Valur: Valur er með mjög sterkt lið á pappírnum og liðið hefur styrkst umtalsvert í vetur. Það sem mér finnst helst há liðinu er að liðið er með marga sterka leikmenn á ákveðnum svæðum vallarins en á öðrum eru ákveðnir veikleikar. Mér finnst innkaupastefnan kannski meira leggja áherslu á að fá feitustu bitana í leikmannahópinn í stað þess að fá til liðsins leikmenn sem sárlega vantar og bæta jafnvægið í liðinu. Það verður hins vegar gaman að sjá samvinnu Margrétar Láru Viðarsdóttur og Elínar Mettu Jensen í framlínunni og hvernig Fanndís Friðriksdóttir mun standa sig á fyrsta heila tímabilinu með liðinu. Það er skellur fyrir liðið að missa Málfríði Ernu Sigurðardóttur svona skömmu fyrir mót og liðið er með nýtt miðvarðapar og Guðný Árnadóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir hafa ekki leikið áður saman. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þeim tekst að binda saman vörn liðsins í sumar.3. Þór/KA: Norðankonur misstu mikið þegar Sandra María Jessen söðlaði um og fór til Þýskalands til þess að leika með Bayer Leverkusen. Auk þess missti liðið Lillý Rut Hlynsdóttur sem leikið hefur stórt hlutverk í varnarleik liðsins og miðjumanninn útsjónarsama Önnu Rakel Pétursdóttur sem fór út í atvinnumennsku. Donni hefur hins vegar skýra hugmyndafræði og þekkir vel þá leikmenn sem koma upp úr yngri flokka starfinu og ég treysti honum til þess að sjá til þess að þessara leikmanna verði ekki sárt saknað. Þór/KA hélt mexíkósku landsliðsmönnunum sem er mjög sterkt fyrir liðið og hefur Andreu Mist Pálsdóttir verið að bæta sig mikið og gera sig gildandi með A-landsliðinu. Þór/KA verður með öflugt lið sem getur klárlega veitt Breiðabliki og Val harða samkeppni um Íslandsmeistaratitilinn. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Breiðablik hefur í dag titilvörn sína í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu með því að sæka ÍBV heim til Vestmannaeyja. Þrír aðrir leikir fara fram í fyrstu umferðinni í dag en Stjarnan og Selfoss leiða saman hesta sína, HK/Víkingur og KR etja kappi og að lokum verður nýliðaslagur Fylkis og Keflavíkur á dagskrá. Umferðinni lýkur síðan með leik Vals og Þórs/KA sem spilaður verður á morgun. Fréttablaðið hefur síðustu svo daga spáð fyrir um hvaða lið verða í fallbaráttu og síðar hvaða lið verða um miðja deild. Nú er komið að því að kynna þau þrjú lið sem spá blaðsins gerir ráð fyrir að berjist um Íslandsmeistaratitilinn í sumar. Samkvæmt spánni mun Breiðablik verja titil sinn en Valur og Þór/KA munu hins vegar gera harða atlögu að Blikum. Daði Rafnsson sérfræðingur Fréttablaðsins um deildina hefur þetta að segja um liðin sem munu verða í sérflokki og berjast á toppi deildarinnar á þessu tímabili.1. Breiðablik: Ríkjandi Íslandsmeisturum hefur gengið mjög vel á undirbúningsmótunum í vetur. Ég hafði smá áhyggjur af því að brottför Guðrúnar Arnardóttur úr hjarta varnarinnar myndi hafa slæm áhrif á varnarleikinn en svo virðist sem Þorsteinn Halldórsson hafi fundið leið til þess að fylla skarð hennar. Það hafa verið meiðslavandræði í varnarlínu Blika í vetur en það hefur ekki haft teljandi áhrif. Það hafa nokkrir leikmenn fengið tækifæri til þess að sýna sig og sanna og hafa þeir leikið bara mjög vel. Liðinu hefur gengið vel í síðustu leikjum þrátt fyrir að leika án Alexöndru Jóhannesdóttur, Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttur, Selmu Sól Magnúsdóttur, Öglu Maríu Albertsdóttur og Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur. Ungir leikmenn hafa stigið inn í fjarveru þessara leikmanna og staðið sig vel og þá finnst mér Hildur Antonsdóttir hafa spilað frábærlega í leikjum liðsins á undirbúningstímabilinu. Mér finnst það styrkleiki Þorsteins að leikskipulagið er svo mikið á hreinu að það er auðvelt fyrir nýja leikmenn að koma inn og spila samkvæmt skipulaginu. Breiðablik er með heilsteyptasta liðið að mínu mati og fæstu veikleikana af þeim þremur liðum sem verða í toppbaráttu deildarinnar.2. Valur: Valur er með mjög sterkt lið á pappírnum og liðið hefur styrkst umtalsvert í vetur. Það sem mér finnst helst há liðinu er að liðið er með marga sterka leikmenn á ákveðnum svæðum vallarins en á öðrum eru ákveðnir veikleikar. Mér finnst innkaupastefnan kannski meira leggja áherslu á að fá feitustu bitana í leikmannahópinn í stað þess að fá til liðsins leikmenn sem sárlega vantar og bæta jafnvægið í liðinu. Það verður hins vegar gaman að sjá samvinnu Margrétar Láru Viðarsdóttur og Elínar Mettu Jensen í framlínunni og hvernig Fanndís Friðriksdóttir mun standa sig á fyrsta heila tímabilinu með liðinu. Það er skellur fyrir liðið að missa Málfríði Ernu Sigurðardóttur svona skömmu fyrir mót og liðið er með nýtt miðvarðapar og Guðný Árnadóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir hafa ekki leikið áður saman. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þeim tekst að binda saman vörn liðsins í sumar.3. Þór/KA: Norðankonur misstu mikið þegar Sandra María Jessen söðlaði um og fór til Þýskalands til þess að leika með Bayer Leverkusen. Auk þess missti liðið Lillý Rut Hlynsdóttur sem leikið hefur stórt hlutverk í varnarleik liðsins og miðjumanninn útsjónarsama Önnu Rakel Pétursdóttur sem fór út í atvinnumennsku. Donni hefur hins vegar skýra hugmyndafræði og þekkir vel þá leikmenn sem koma upp úr yngri flokka starfinu og ég treysti honum til þess að sjá til þess að þessara leikmanna verði ekki sárt saknað. Þór/KA hélt mexíkósku landsliðsmönnunum sem er mjög sterkt fyrir liðið og hefur Andreu Mist Pálsdóttir verið að bæta sig mikið og gera sig gildandi með A-landsliðinu. Þór/KA verður með öflugt lið sem getur klárlega veitt Breiðabliki og Val harða samkeppni um Íslandsmeistaratitilinn.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira