Isavia vildi frekar vera hluti af lausn WOW air heldur en valdur að gjaldþroti þess Birgir Olgeirsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 2. maí 2019 18:57 Sveinbjörn Indriðason, starfandi forstjóri Isavia. Vísir Sveinbjörn Indriðason, starfandi forstjóri Isavia, segir að fyrirtækið hafi staðið frammi fyrir þeim valkosti að vera valdur að gjaldþroti WOW air eða hluti af lausn þess. Þetta sagði Sveinbjörn í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann var spurður út í úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að Isavia hafi verið heimilt að kyrrsetja Airbus vél Air Lease Corporation við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia. Málið varðaði tveggja milljarða króna skuld WOW air við Isavia en Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu vél ALC gat ekki verið trygging fyrir milljörðum tveimur heldur eingöngu fyrir um fjórum prósentum af fjárhæðinni, sem eru 87 milljónir króna. Þarf Isavia því að sækja þessa tvo milljarða í þrotabú WOW air samkvæmt þessari niðurstöðu. Sveinbjörn var spurður hvaða þýðingu þetta hefði fyrir Isavia en hann svaraði því til að málið hefði verið afar umfangsmikið innan fyrirtækisins, en forsvarsmenn Isavia hafi hins vegar ávallt tekið upplýstar ákvarðanir í því. Hann sagði úrskurð héraðsdóms staðfesta að Isavia hafði heimild til að kyrrsetja vélina.Hefði gert það sama aftur Spurður hvort að það gæti talist eðlilegt að flugfélag fái að safna tveggja milljarða skuld við opinbert fyrirtæki svaraði Sveinbjörn því játandi. Allar ákvarðanatökur hafi verið upplýstar í þessu máli að hans mati. Sagði Sveinbjörn að hefði hann vitað að allt færi á versta veg með WOW air þá hefði hann samt ekki lagt annað til. „Ég held að ég geti fullyrt það fullum fetum.“ Hann sagði allar ákvarðanir hafa verið teknar út frá viðskiptalegum hagsmunum Isavia og voru miklir hagsmunir undir hjá Isavia að WOW air héldi rekstri áfram. Sagði Sveinbjörn að WOW air hefði ávallt verið við það að loka sínum málum. Síðastliðið haust var farið í skuldabréfaútboð, svo kom Icelandair að borði, síðan Indigo Partners og svo aftur Icelandair. Hefði Isavia farið í kyrrsetningu á þeim tímapunkti hefði það geta sett WOW air á hausinn. Sagði Sveinbjörn Isavia hafa því staðið frammi fyrir því að vera valdur að gjaldþroti WOW air eða hluti af lausn þess.Verður líklega áfrýjað Lögmenn ALC sögðu Isavia hafa brotið eigin reglur með því að leyfa skuldum WOW að safnast upp frá sumri 2018 en í reglum Isavia segi að félaginu sé óheimilt að innheimta ekki skuldir. Þá hafi fundargerðir Isavia sýnt að Isavia hafi verið meðvitaðir um mögulegt heimildarleysi til þess að kyrrsetja vélina. Héraðsdómur hafnaði kröfu ALC um að fá Airbus- þotuna aftur og segir í dómnum að Isavia hafi verið heimilt að hamla för þotunnar. Aftur á móti geti Isavia ekki krafið ALC um að greiða allar skuldir WOW, heldur eingöngu þær sem eru tengdar þessari tilteknu vél. „Og sú krafa miðað við gögn frá Isavia sjálfum nemur 87 milljónum en ekki tveimur milljörðum. Það var greiðsla sem við vorum búin að bjóða fram,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC og bætir við að það þeirri upphæð hafi Isavia hafnað án rökstuðnings. Oddur bendir á að niðurstaðan sé sú að ALC þurfi aðeins að greiða því sem nemur fjórum prósentum af heildarkröfu Isavia á WOW air. „Þetta þýðir það að af tveimur milljörðum eiga þeir að mati þessa dóms að fá greiddar 87 milljónir,“ segir Oddur. Isavia verði nú að láta sér það duga að lýsa kröfu í þrotabú WOW air fyrir mismuninum. Oddur segir að málinu verði að öllum líkindum vísað til Landsréttar. ALC sætti sig ekki við þá niðurstöðu að kyrrsetning vélarinnar sé lögmæt. „Það veldur honum tjóni á hverjum einasta degi sem farþegaþotunni er haldið hér að ólögum og hann áskilur sér allan rétt til þess að sækja bætur vegna þess,“ segir Oddur. Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira
Sveinbjörn Indriðason, starfandi forstjóri Isavia, segir að fyrirtækið hafi staðið frammi fyrir þeim valkosti að vera valdur að gjaldþroti WOW air eða hluti af lausn þess. Þetta sagði Sveinbjörn í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann var spurður út í úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að Isavia hafi verið heimilt að kyrrsetja Airbus vél Air Lease Corporation við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia. Málið varðaði tveggja milljarða króna skuld WOW air við Isavia en Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu vél ALC gat ekki verið trygging fyrir milljörðum tveimur heldur eingöngu fyrir um fjórum prósentum af fjárhæðinni, sem eru 87 milljónir króna. Þarf Isavia því að sækja þessa tvo milljarða í þrotabú WOW air samkvæmt þessari niðurstöðu. Sveinbjörn var spurður hvaða þýðingu þetta hefði fyrir Isavia en hann svaraði því til að málið hefði verið afar umfangsmikið innan fyrirtækisins, en forsvarsmenn Isavia hafi hins vegar ávallt tekið upplýstar ákvarðanir í því. Hann sagði úrskurð héraðsdóms staðfesta að Isavia hafði heimild til að kyrrsetja vélina.Hefði gert það sama aftur Spurður hvort að það gæti talist eðlilegt að flugfélag fái að safna tveggja milljarða skuld við opinbert fyrirtæki svaraði Sveinbjörn því játandi. Allar ákvarðanatökur hafi verið upplýstar í þessu máli að hans mati. Sagði Sveinbjörn að hefði hann vitað að allt færi á versta veg með WOW air þá hefði hann samt ekki lagt annað til. „Ég held að ég geti fullyrt það fullum fetum.“ Hann sagði allar ákvarðanir hafa verið teknar út frá viðskiptalegum hagsmunum Isavia og voru miklir hagsmunir undir hjá Isavia að WOW air héldi rekstri áfram. Sagði Sveinbjörn að WOW air hefði ávallt verið við það að loka sínum málum. Síðastliðið haust var farið í skuldabréfaútboð, svo kom Icelandair að borði, síðan Indigo Partners og svo aftur Icelandair. Hefði Isavia farið í kyrrsetningu á þeim tímapunkti hefði það geta sett WOW air á hausinn. Sagði Sveinbjörn Isavia hafa því staðið frammi fyrir því að vera valdur að gjaldþroti WOW air eða hluti af lausn þess.Verður líklega áfrýjað Lögmenn ALC sögðu Isavia hafa brotið eigin reglur með því að leyfa skuldum WOW að safnast upp frá sumri 2018 en í reglum Isavia segi að félaginu sé óheimilt að innheimta ekki skuldir. Þá hafi fundargerðir Isavia sýnt að Isavia hafi verið meðvitaðir um mögulegt heimildarleysi til þess að kyrrsetja vélina. Héraðsdómur hafnaði kröfu ALC um að fá Airbus- þotuna aftur og segir í dómnum að Isavia hafi verið heimilt að hamla för þotunnar. Aftur á móti geti Isavia ekki krafið ALC um að greiða allar skuldir WOW, heldur eingöngu þær sem eru tengdar þessari tilteknu vél. „Og sú krafa miðað við gögn frá Isavia sjálfum nemur 87 milljónum en ekki tveimur milljörðum. Það var greiðsla sem við vorum búin að bjóða fram,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC og bætir við að það þeirri upphæð hafi Isavia hafnað án rökstuðnings. Oddur bendir á að niðurstaðan sé sú að ALC þurfi aðeins að greiða því sem nemur fjórum prósentum af heildarkröfu Isavia á WOW air. „Þetta þýðir það að af tveimur milljörðum eiga þeir að mati þessa dóms að fá greiddar 87 milljónir,“ segir Oddur. Isavia verði nú að láta sér það duga að lýsa kröfu í þrotabú WOW air fyrir mismuninum. Oddur segir að málinu verði að öllum líkindum vísað til Landsréttar. ALC sætti sig ekki við þá niðurstöðu að kyrrsetning vélarinnar sé lögmæt. „Það veldur honum tjóni á hverjum einasta degi sem farþegaþotunni er haldið hér að ólögum og hann áskilur sér allan rétt til þess að sækja bætur vegna þess,“ segir Oddur.
Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira