Raptors menn réðu ekkert við skælbrosandi Joel Embiid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2019 07:30 Það var gaman hjá Joel Embiid í nótt. Getty/Mitchell Leff Philadelphia 76ers er komið yfir í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Toronto Raptors í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 21 stigs sigur í Philadelphia í nótt, 116-95. Maður kvöldsins var án efa Joel Embiid, miðherji Philadelphia 76ers, en hann skoraði 33 stig í leiknum auk þess að taka 10 fráköst og verja 5 skot.@JoelEmbiid (33 PTS, 10 REB, 5 BLK) drops a #NBAPlayoffs career-high, guiding the @sixers (2-1) to victory in Game 3! #PhilaUnite Game 4: Sunday (5/5), 3:30pm/et, ABC pic.twitter.com/yj13ArdNbQ — NBA (@NBA) May 3, 2019„Þegar ég hef gaman þá breytist leikur minn inn á vellinum,“ sagði Joel Embiid eftir leik. „Það er alltaf verið að segja við mig að ef ég brosi ekki inn á vellinum þá þýðir það að ég er að spila illa eða ekki að leggja mig nógu mikið fram. Ég veit því til að koma mér í gang þá þarf ég að hafa gaman inn á gólfinu,“ sagði Joel Embiid. Joel Embiid skoraði fimm stigum meira í þessum leik (33) heldur en í fyrstu tveimur leikjunum til samans (28). Hann hækkað skotnýtingu sína úr 28 prósentum upp í 50 prósent og varði líka fimm sinnum fleiri skot í leik þrjú í nótt en í leikjum eitt og tvö til samans.Joel Embiid scored 33 PTS and grabbed 10 REB in 28 minutes-played in the @sixers Game 3 win, becoming the first player since Kevin McHale (1990) to record 30+ PTS and 10+ REB in under 30 minutes-played in a playoff game. @EliasSportspic.twitter.com/edSNiU0OIY — NBA.com/Stats (@nbastats) May 3, 2019Eins og sjá má hér fyrir ofan þá varð Joel Embiid í nótt fyrsti leikmaðurinn í 29 ár til að ná 33 stigum og 10 fráköstum á innan við 30 mínútum í leik í úrslitakeppninni. Því hafði enginn náð síðan að Kevin McHale gerði það með Boston liðinu vorið 1990. Jimmy Butler var besti maður 76ers í sigrinum í leik tvö og bætti við 22 stigum, 9 fráköstum og 9 stoðsendingum í leiknum í nótt. Leikstjórnandinn Ben Simmons var með 10 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar.@JimmyButler's (22 PTS, 9 REB, 9 AST) near triple-double helps the @sixers defeat TOR and go up 2-1 in the series! #PhilaUnite#NBAPlayoffs Game 4: Sunday (5/5), 3:30pm/et, ABC pic.twitter.com/ghV0onr6XU — NBA (@NBA) May 3, 2019Kawhi Leonard var með 33 stig á 37 mínútum fyrir Toronto og Pascal Siakam skoraði 20 stig. Kyle Lowry var aftur á móti aðeins með 8 stig og klikkaði á 8 af 10 skotum sínum. Liðið tapaði líka með 28 stigum þær 39 mínútur sem Kyle Lowry spilaði. Toronto Raptors vann fyrsta leikinn í einvíginu með 13 stigum en síðan hefur 76ers liðið svaraði með tveimur sigrum í röð. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Næsti leikur er í Philadelphia á sunnudaginn kemur. Staðan í undanúrslitaeinvígunum fjórum er hér fyrir neðan.The @sixers take a 2-1 series lead with the WIN Thursday night! #NBAPlayoffspic.twitter.com/KW3grhe58i — NBA (@NBA) May 3, 2019 NBA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira
Philadelphia 76ers er komið yfir í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Toronto Raptors í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 21 stigs sigur í Philadelphia í nótt, 116-95. Maður kvöldsins var án efa Joel Embiid, miðherji Philadelphia 76ers, en hann skoraði 33 stig í leiknum auk þess að taka 10 fráköst og verja 5 skot.@JoelEmbiid (33 PTS, 10 REB, 5 BLK) drops a #NBAPlayoffs career-high, guiding the @sixers (2-1) to victory in Game 3! #PhilaUnite Game 4: Sunday (5/5), 3:30pm/et, ABC pic.twitter.com/yj13ArdNbQ — NBA (@NBA) May 3, 2019„Þegar ég hef gaman þá breytist leikur minn inn á vellinum,“ sagði Joel Embiid eftir leik. „Það er alltaf verið að segja við mig að ef ég brosi ekki inn á vellinum þá þýðir það að ég er að spila illa eða ekki að leggja mig nógu mikið fram. Ég veit því til að koma mér í gang þá þarf ég að hafa gaman inn á gólfinu,“ sagði Joel Embiid. Joel Embiid skoraði fimm stigum meira í þessum leik (33) heldur en í fyrstu tveimur leikjunum til samans (28). Hann hækkað skotnýtingu sína úr 28 prósentum upp í 50 prósent og varði líka fimm sinnum fleiri skot í leik þrjú í nótt en í leikjum eitt og tvö til samans.Joel Embiid scored 33 PTS and grabbed 10 REB in 28 minutes-played in the @sixers Game 3 win, becoming the first player since Kevin McHale (1990) to record 30+ PTS and 10+ REB in under 30 minutes-played in a playoff game. @EliasSportspic.twitter.com/edSNiU0OIY — NBA.com/Stats (@nbastats) May 3, 2019Eins og sjá má hér fyrir ofan þá varð Joel Embiid í nótt fyrsti leikmaðurinn í 29 ár til að ná 33 stigum og 10 fráköstum á innan við 30 mínútum í leik í úrslitakeppninni. Því hafði enginn náð síðan að Kevin McHale gerði það með Boston liðinu vorið 1990. Jimmy Butler var besti maður 76ers í sigrinum í leik tvö og bætti við 22 stigum, 9 fráköstum og 9 stoðsendingum í leiknum í nótt. Leikstjórnandinn Ben Simmons var með 10 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar.@JimmyButler's (22 PTS, 9 REB, 9 AST) near triple-double helps the @sixers defeat TOR and go up 2-1 in the series! #PhilaUnite#NBAPlayoffs Game 4: Sunday (5/5), 3:30pm/et, ABC pic.twitter.com/ghV0onr6XU — NBA (@NBA) May 3, 2019Kawhi Leonard var með 33 stig á 37 mínútum fyrir Toronto og Pascal Siakam skoraði 20 stig. Kyle Lowry var aftur á móti aðeins með 8 stig og klikkaði á 8 af 10 skotum sínum. Liðið tapaði líka með 28 stigum þær 39 mínútur sem Kyle Lowry spilaði. Toronto Raptors vann fyrsta leikinn í einvíginu með 13 stigum en síðan hefur 76ers liðið svaraði með tveimur sigrum í röð. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Næsti leikur er í Philadelphia á sunnudaginn kemur. Staðan í undanúrslitaeinvígunum fjórum er hér fyrir neðan.The @sixers take a 2-1 series lead with the WIN Thursday night! #NBAPlayoffspic.twitter.com/KW3grhe58i — NBA (@NBA) May 3, 2019
NBA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira