Harmar níðið í myndbandinu en gerir ekki ráð fyrir viðurlögum Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. maí 2019 12:00 Úr leik ÍR og KR í Seljaskóla í gærkvöldi. Myndbandið af stuðningsmönnunum var tekið skömmu fyrir leikinn. Vísir/Daníel Framkvæmdastjóri ÍR harmar orðbragð sem stuðningsmenn karlaliðs félagsins í körfuknattleik viðhöfðu í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í gær. Söngvar stuðningsmannanna sem teknir voru upp á myndbandinu þóttu litaðir fordómum í garð samkynhneigðra en ÍR gerir ekki ráð fyrir því að gripið verði til sérstakra aðgerða eða viðurlaga gagnvart þeim sem áttu í hlut.„Það eru hommar í KR“ Umræddu myndbandi var deilt á Twitter í gær en í því sjást og heyrast stuðningsmenn ÍR kyrja „Það eru hommar í KR“. Myndbandið er tekið skömmu fyrir fjórða úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Dominosdeild karla í körfuknattleik sem fram fór í Seljaskóla í gærkvöldi. Myndbandið má sjá hér að neðan.pic.twitter.com/uMBQmNZKTB— aron kristinn (@aronkristinn) May 2, 2019 Gamaldags hómófóbísk stemning Orðbragð stuðningsmannanna vakti strax hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum. Einn notandi, Andrés Jakob, beindi því til að mynda til körfuknattleiksdeildar ÍR að skammast sín. Með athæfinu stuðli stuðningsmennirnir að hatri og fordómum í garð samkynhneigðra.@IR_Korfubolti þið ættuð að skammast ykkar. Ég hef verið lamin bara af því að ég er hommi. Og með þessu ýtið þið undir hatur og fordómum. Vonu að börnin ykkar verði stolt af ykkur.— Andrés Jakob (@andresjakob) May 2, 2019 Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna 78 fordæmdi orðbragðið og sagði „gamaldags hómófóbíska stemningu“, líkt og sæist í myndbandinu, vera eina ástæðu þess að ungt hinsegin fólk hrökklist úr íþróttum.Óásættanlegt, @IR_Korfubolti. Svona gamaldags hómófóbísk stemning er ein ástæða þess að hinsegin ungmenni hrökklast úr íþróttum. Ég hvet ykkur til þess að taka ábyrgð, biðjast afsökunar og gera þetta aldrei aftur. https://t.co/Q2opzkHU8f— Þorbjörg Þorvaldsdóttir (@torbjorg) May 3, 2019 Fleiri lýstu einnig yfir vanþóknun sinni á hegðun stuðningsmannanna.Ahh, var ekki lööööööngu búið að leggja þessu asnalega chanti?— Oddur Gunnarsson! Bauer (@oddurbauer) May 2, 2019 10 ár síðan allir menntaskólar landsins uxu upp úr þessu. Ég hélt með ÍR í þessari rimmu en shit hvað þetta drullar í skónna hjá manni.— Atli Viðar (@atli_vidar) May 2, 2019 Djöfull er ég orðinn þreyttur á þessari homophobiu í íþróttahreyfingunni. Ég vona að ÍR skíttapi þessu. https://t.co/jprGXxG7bM— Hans Orri (@hanshatign) May 2, 2019 Harma að söngvarnir hafi litið dagsins ljós Bæði Körfuknattleiksdeild ÍR og Ghetto Hooligans, stuðningsmannafélag ÍR, birtu stuttar yfirlýsingar vegna myndbandsins á Twitter-reikningum sínum í gær. Í yfirlýsingu hinna fyrrnefndu, sem birtist í morgun, segir að „hvers kyns fordómar og jaðarsetning minnihlutahópa“ sé ekki í nafni félagsins. Þá eigi körfuboltaleikir ekki að vera vettvangur til að „básúna hatri“. Tekið er í sama streng í yfirlýsingu Ghetto Hooligans sem birtist seint í gærkvöldi en þar segir að myndbandið endurspegli hvorki gildi körfuknattleiksdeildarinnar né stuðningsmannanna. Þá sjái þeir eftir umræddum söngvum og harmi að „þeir hafi litið dagsins ljós“.Hvers kyns fordómar og jaðarsetning minnihluta hópa er ekki í okkar nafni. Körfuboltaleikir eru ekki vettvangur til að básúna hatri heldur á að vera staður sem blæs okkur yl í hjarta og sameinar okkur öll. #dominosdeildin #korfubolti— IR Korfubolti (@IR_Korfubolti) May 3, 2019 Í kvöld birtist myndband úr herbergi Ghetto Hooligans sem endurspeglar á engan hátt gildi @IR_Korfubolti eða Ghetto Hooligans. Við sjáum eftir þessum söngvum og hörmum að þeir hafi litið dagsins ljós. Hlökkum til game 5. Áfram íslenskur Körfubolti #dominosdeildin #korfubolti— GhettoHooligans (@HooligansGhetto) May 2, 2019 Svona níð viðgangist ekki innan ÍR Ekki náðist í Guðmund Óla Björgvinsson formann stjórnar körfuknattleiksdeildar ÍR en Árni Birgisson framkvæmdastjóri ÍR segir í samtali við Vísi að sú hegðun og orðbragð sem kemur fram í myndbandinu eigi ekki að viðgangast innan félagsins. Þá sé von á opinberri afsökunarbeiðni frá stuðningsmönnunum. „Og ég harma að þetta hafi gerst,“ segir Árni. Hann gerir þó ekki ráð fyrir því að ÍR muni bregðast við málinu með einhverjum aðgerðum eða viðurlögum gagnvart þeim sem eiga hlut að máli. „Ég geri ekki ráð fyrir því að klúbburinn gangi eitthvað lengra í því nema að óska eftir því að þetta gerist ekki aftur. Þetta er ekki það sem viðgengst hjá Íþróttafélagi Reykjavíkur og Íþróttafélag Reykjavíkur vill ekki hafa þetta innan sinna vébanda, svona níð. Þetta er bara í farvegi og tekið á því og skoðað inni hjá félaginu en það eru engar sérstakar aðgerðir enn þá komnar upp á borðið.“ Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Framkvæmdastjóri ÍR harmar orðbragð sem stuðningsmenn karlaliðs félagsins í körfuknattleik viðhöfðu í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í gær. Söngvar stuðningsmannanna sem teknir voru upp á myndbandinu þóttu litaðir fordómum í garð samkynhneigðra en ÍR gerir ekki ráð fyrir því að gripið verði til sérstakra aðgerða eða viðurlaga gagnvart þeim sem áttu í hlut.„Það eru hommar í KR“ Umræddu myndbandi var deilt á Twitter í gær en í því sjást og heyrast stuðningsmenn ÍR kyrja „Það eru hommar í KR“. Myndbandið er tekið skömmu fyrir fjórða úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Dominosdeild karla í körfuknattleik sem fram fór í Seljaskóla í gærkvöldi. Myndbandið má sjá hér að neðan.pic.twitter.com/uMBQmNZKTB— aron kristinn (@aronkristinn) May 2, 2019 Gamaldags hómófóbísk stemning Orðbragð stuðningsmannanna vakti strax hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum. Einn notandi, Andrés Jakob, beindi því til að mynda til körfuknattleiksdeildar ÍR að skammast sín. Með athæfinu stuðli stuðningsmennirnir að hatri og fordómum í garð samkynhneigðra.@IR_Korfubolti þið ættuð að skammast ykkar. Ég hef verið lamin bara af því að ég er hommi. Og með þessu ýtið þið undir hatur og fordómum. Vonu að börnin ykkar verði stolt af ykkur.— Andrés Jakob (@andresjakob) May 2, 2019 Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna 78 fordæmdi orðbragðið og sagði „gamaldags hómófóbíska stemningu“, líkt og sæist í myndbandinu, vera eina ástæðu þess að ungt hinsegin fólk hrökklist úr íþróttum.Óásættanlegt, @IR_Korfubolti. Svona gamaldags hómófóbísk stemning er ein ástæða þess að hinsegin ungmenni hrökklast úr íþróttum. Ég hvet ykkur til þess að taka ábyrgð, biðjast afsökunar og gera þetta aldrei aftur. https://t.co/Q2opzkHU8f— Þorbjörg Þorvaldsdóttir (@torbjorg) May 3, 2019 Fleiri lýstu einnig yfir vanþóknun sinni á hegðun stuðningsmannanna.Ahh, var ekki lööööööngu búið að leggja þessu asnalega chanti?— Oddur Gunnarsson! Bauer (@oddurbauer) May 2, 2019 10 ár síðan allir menntaskólar landsins uxu upp úr þessu. Ég hélt með ÍR í þessari rimmu en shit hvað þetta drullar í skónna hjá manni.— Atli Viðar (@atli_vidar) May 2, 2019 Djöfull er ég orðinn þreyttur á þessari homophobiu í íþróttahreyfingunni. Ég vona að ÍR skíttapi þessu. https://t.co/jprGXxG7bM— Hans Orri (@hanshatign) May 2, 2019 Harma að söngvarnir hafi litið dagsins ljós Bæði Körfuknattleiksdeild ÍR og Ghetto Hooligans, stuðningsmannafélag ÍR, birtu stuttar yfirlýsingar vegna myndbandsins á Twitter-reikningum sínum í gær. Í yfirlýsingu hinna fyrrnefndu, sem birtist í morgun, segir að „hvers kyns fordómar og jaðarsetning minnihlutahópa“ sé ekki í nafni félagsins. Þá eigi körfuboltaleikir ekki að vera vettvangur til að „básúna hatri“. Tekið er í sama streng í yfirlýsingu Ghetto Hooligans sem birtist seint í gærkvöldi en þar segir að myndbandið endurspegli hvorki gildi körfuknattleiksdeildarinnar né stuðningsmannanna. Þá sjái þeir eftir umræddum söngvum og harmi að „þeir hafi litið dagsins ljós“.Hvers kyns fordómar og jaðarsetning minnihluta hópa er ekki í okkar nafni. Körfuboltaleikir eru ekki vettvangur til að básúna hatri heldur á að vera staður sem blæs okkur yl í hjarta og sameinar okkur öll. #dominosdeildin #korfubolti— IR Korfubolti (@IR_Korfubolti) May 3, 2019 Í kvöld birtist myndband úr herbergi Ghetto Hooligans sem endurspeglar á engan hátt gildi @IR_Korfubolti eða Ghetto Hooligans. Við sjáum eftir þessum söngvum og hörmum að þeir hafi litið dagsins ljós. Hlökkum til game 5. Áfram íslenskur Körfubolti #dominosdeildin #korfubolti— GhettoHooligans (@HooligansGhetto) May 2, 2019 Svona níð viðgangist ekki innan ÍR Ekki náðist í Guðmund Óla Björgvinsson formann stjórnar körfuknattleiksdeildar ÍR en Árni Birgisson framkvæmdastjóri ÍR segir í samtali við Vísi að sú hegðun og orðbragð sem kemur fram í myndbandinu eigi ekki að viðgangast innan félagsins. Þá sé von á opinberri afsökunarbeiðni frá stuðningsmönnunum. „Og ég harma að þetta hafi gerst,“ segir Árni. Hann gerir þó ekki ráð fyrir því að ÍR muni bregðast við málinu með einhverjum aðgerðum eða viðurlögum gagnvart þeim sem eiga hlut að máli. „Ég geri ekki ráð fyrir því að klúbburinn gangi eitthvað lengra í því nema að óska eftir því að þetta gerist ekki aftur. Þetta er ekki það sem viðgengst hjá Íþróttafélagi Reykjavíkur og Íþróttafélag Reykjavíkur vill ekki hafa þetta innan sinna vébanda, svona níð. Þetta er bara í farvegi og tekið á því og skoðað inni hjá félaginu en það eru engar sérstakar aðgerðir enn þá komnar upp á borðið.“
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira