Te & Kaffi geti betur einbeitt sér að kaffigerð með nýjum samningi Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. maí 2019 13:45 Útibú Te & Kaffi í jólabúning. FBL/ernir Þjónusta við kaffi- og vélbúnað Te & Kaffi á fyrirtækja- og veitingamarkaði verður framvegis í höndum Innness, en fyrirtækin hafa undirritað samstarfssamning þess efnis. Hið sama mun gilda um meirihluta smásölumarkaðarins. Innnes verður dreifingaraðili á kaffivörum Te & Kaffi og jafnframt sjá um uppsetningu, þjónustu og viðhald á kaffivélum fyrirtækisins. Guðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri Te & Kaffi, segir í samskiptum við Vísi að samstarfið muni gera fyrirtækinu kleift að einbeita sér betur að kjarnastarfsemi sinni, þ.e. framleiðslu og vöruþróun á kaffi, sem og rekstri kaffihúsa. Hann bætir við að breytingarnar muni ekki hafa teljandi áhrif á starfsmannafjölda Te & Kaffis. Fjórir tæknimenn hafa starfað á þjónustuverkstæði fyrirtækisins, sem sinnt hefur verkefnunum sem nú færast til Innnes. „Einn þeirra mun halda áfram hjá okkur í hlutverki þjónustustjóra vegna kaffihúsanna, einn lætur af störfum í sumar sökum aldurs og tveir eru nú þegar komnir í vinnu hjá Innnes að sinna þeim viðskiptavinum sem Innnes tók yfir frá Te & Kaffi við gerð þessa samkomulags,“ segir Guðmundur. „Te & Kaffi rekur 14 kaffihús víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og eitt á Akureyri ásamt því að sjá um sölu og dreifingu á okkar framleiðslu í allar helstu matvöruverslanir landsins. Kaffihúsin og matvörumarkaðurinn eru mjög stór hluti heildarveltunnar. Þessum viðskiptum erum við að sinna sjálf alla daga hér hjá þessu 35 ára gamla fjölskyldufyrirtæki,“ segir framkvæmdastjórinn ennfremur. Veitingastaðir Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Þjónusta við kaffi- og vélbúnað Te & Kaffi á fyrirtækja- og veitingamarkaði verður framvegis í höndum Innness, en fyrirtækin hafa undirritað samstarfssamning þess efnis. Hið sama mun gilda um meirihluta smásölumarkaðarins. Innnes verður dreifingaraðili á kaffivörum Te & Kaffi og jafnframt sjá um uppsetningu, þjónustu og viðhald á kaffivélum fyrirtækisins. Guðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri Te & Kaffi, segir í samskiptum við Vísi að samstarfið muni gera fyrirtækinu kleift að einbeita sér betur að kjarnastarfsemi sinni, þ.e. framleiðslu og vöruþróun á kaffi, sem og rekstri kaffihúsa. Hann bætir við að breytingarnar muni ekki hafa teljandi áhrif á starfsmannafjölda Te & Kaffis. Fjórir tæknimenn hafa starfað á þjónustuverkstæði fyrirtækisins, sem sinnt hefur verkefnunum sem nú færast til Innnes. „Einn þeirra mun halda áfram hjá okkur í hlutverki þjónustustjóra vegna kaffihúsanna, einn lætur af störfum í sumar sökum aldurs og tveir eru nú þegar komnir í vinnu hjá Innnes að sinna þeim viðskiptavinum sem Innnes tók yfir frá Te & Kaffi við gerð þessa samkomulags,“ segir Guðmundur. „Te & Kaffi rekur 14 kaffihús víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og eitt á Akureyri ásamt því að sjá um sölu og dreifingu á okkar framleiðslu í allar helstu matvöruverslanir landsins. Kaffihúsin og matvörumarkaðurinn eru mjög stór hluti heildarveltunnar. Þessum viðskiptum erum við að sinna sjálf alla daga hér hjá þessu 35 ára gamla fjölskyldufyrirtæki,“ segir framkvæmdastjórinn ennfremur.
Veitingastaðir Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun