Sport

Björgvin og Þuríður í forystu eftir fyrsta dag

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Keppendur framkvæmdu æfingar fyrir fullri Laugardalshöll í kvöld
Keppendur framkvæmdu æfingar fyrir fullri Laugardalshöll í kvöld vísir/vilhelm
Paul Trembley vann aðra grein Reykjavik Crossfit Championship sem fram fór í Laugardalshöll í kvöld. Björgvin Karl Guðmundsson er þó enn í forystu í mótinu í karlaflokki og Þuríður Erla Helgadóttir er í forystu í kvennaflokki.

Íslendingarnir Björgvin og Þuríður voru fljótust upp Esjuna í dag og tóku því forystu í mótinu. Hvorugu þeirra tókst að fylgja því eftir með sigri í annari grein en halda þó forystunni á heildartöflunni.

Í annari grein var keppt í snörun og fór keppni fram í Laugardalshöll þar sem restin af mótinu mun fara fram.

Paul Trembley náði að snara 140 kílóum, sem er fjórum kílóum meira en næstu menn, Tim Paulson og Will Moorad. Björgvin Karl var jafn í 4.-5. sæti með 132 kíló.

Næstur kom Hinrik Ingi Óskarsson með 130 kíló og hann er í öðru sæti heildarlistans. Þriðji í mótinu er Joshua Gervais.

Í kvennaflokki lyftu þær Callerina Natori, Tory Dyson, Stephanie McGuffie og Nicole Chovan allar 90 kílóum og voru jafnar í 1.-4. sæti.

Þuríður Erla lyfti mest 87 kílóum og var jöfn í 5.-6. sæti með Hanna Karlson.

Nicole Chovan og Hanna Karlson eru jafnar í 2.-3. sæti í mótinu í heild sinni.

Sólveig Sigurðardóttir náði næst besta árangri íslenskra kvenna, hún lyfti 82 kílóum líkt og Jennifer Kokk.

Æfing þrjú hefst á hádegi á morgun í einstaklingskeppninni, en í henni er keppt í róðri, á skíðavél og hjóli.

Stöðuna í mótinu má sjá hér.


Tengdar fréttir

Björgvin fyrstur upp að Steini á undir 28 mínútum

Björgvin Karl Guðmundsson og Þuríður Erla Helgadóttir sigruðu í Esjuhlaupinu á Reykjavík Crossfit Championship í hádeginu í dag. Um er að ræða fyrstu keppnisgreinina á mótinu sem fram fer alla helgina í Laugardalnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×