Ghetto Hooligans fá fræðslu frá Samtökunum ´78 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. maí 2019 20:10 Úr leik ÍR og KR í Seljaskóla í gærkvöldi. Myndbandið af stuðningsmönnunum var tekið skömmu fyrir leikinn. Vísir/Daníel Samtökin ´78 munu hitta stuðningsmenn ÍR, Ghetto Hooligans, fyrir oddaleikinn í úrslitaeinvígi ÍR og KR í körfuknattleik karla annað kvöld og fræða þá um hinseginleikinn og mikilvægi þess að allir upplifi sig velkomna innan íþróttafélaga. Fræðslan kemur í kjölfarið á níði sem hópur stuðningsmanna hafði uppi í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í gær. Í myndbandinu sést og heyrist í stuðningsmönnum ÍR þar sem þeir kyrja „Það eru hommar í KR.“ Var myndbandið tekið skömmu fyrir fjórða úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Dominosdeild karla í körfubolta sem fór fram í Seljaskóla í gærkvöldi. Í færslu Ghetto Hooligans á Twitter í dag biðjast þeir innilega afsökunar á þessum söngvum. Vísað er í yfirlýsingu sem birt var á Twitter í gærkvöldi þar sem kom fram að söngvarnir endurspegli á engan hátt gildi Ghetto Hooligans og að þeir séu til þess fallnir að ala á fordómum og jaðarsetningu hópa í samfélaginu.Yfirlýsing#dominos365#korfuboltipic.twitter.com/tDH2mQ5lNh — GhettoHooligans (@HooligansGhetto) May 3, 2019Þá segir í færslunni í dag að fulltrúar Ghetto Hooligans hafi í dag verið í sambandi við Samtökin ´78 með það að markmiði að læra sem mest af þessum mistökum. „Við fögnum því viðmóti sem birtist okkur þar og erum mjög ánægðir með það að fræðslufulltrúi samtakanna hefur þegið boð okkar um að heimsækja hópinn í upphitun okkar fyrir oddaleikinn í úrslitunum á laugardag og vera með fræðsluerindi. Við ítrekum afsökunarbeiðni okkar og heitum því að vinna gegn niðurrifi og fordómum innan okkar raða,“ segir á Twitter. Samtökin ´78 segja í færslu á Facebook-síðu sinni að þau fagni því að stuðningsfélagið axli ábyrgð á gjörðum sínum og að þau hlakki til að vinna með félaginu. „Við munum hitta þau fyrir leik á morgun til að ræða málin og fræða þau um hinseginleikann og mikilvægi þess að öll upplifum við okkur velkomin innan íþróttafélaga,“ segir í færslu samtakanna. Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Jafnréttismál Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira
Samtökin ´78 munu hitta stuðningsmenn ÍR, Ghetto Hooligans, fyrir oddaleikinn í úrslitaeinvígi ÍR og KR í körfuknattleik karla annað kvöld og fræða þá um hinseginleikinn og mikilvægi þess að allir upplifi sig velkomna innan íþróttafélaga. Fræðslan kemur í kjölfarið á níði sem hópur stuðningsmanna hafði uppi í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í gær. Í myndbandinu sést og heyrist í stuðningsmönnum ÍR þar sem þeir kyrja „Það eru hommar í KR.“ Var myndbandið tekið skömmu fyrir fjórða úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Dominosdeild karla í körfubolta sem fór fram í Seljaskóla í gærkvöldi. Í færslu Ghetto Hooligans á Twitter í dag biðjast þeir innilega afsökunar á þessum söngvum. Vísað er í yfirlýsingu sem birt var á Twitter í gærkvöldi þar sem kom fram að söngvarnir endurspegli á engan hátt gildi Ghetto Hooligans og að þeir séu til þess fallnir að ala á fordómum og jaðarsetningu hópa í samfélaginu.Yfirlýsing#dominos365#korfuboltipic.twitter.com/tDH2mQ5lNh — GhettoHooligans (@HooligansGhetto) May 3, 2019Þá segir í færslunni í dag að fulltrúar Ghetto Hooligans hafi í dag verið í sambandi við Samtökin ´78 með það að markmiði að læra sem mest af þessum mistökum. „Við fögnum því viðmóti sem birtist okkur þar og erum mjög ánægðir með það að fræðslufulltrúi samtakanna hefur þegið boð okkar um að heimsækja hópinn í upphitun okkar fyrir oddaleikinn í úrslitunum á laugardag og vera með fræðsluerindi. Við ítrekum afsökunarbeiðni okkar og heitum því að vinna gegn niðurrifi og fordómum innan okkar raða,“ segir á Twitter. Samtökin ´78 segja í færslu á Facebook-síðu sinni að þau fagni því að stuðningsfélagið axli ábyrgð á gjörðum sínum og að þau hlakki til að vinna með félaginu. „Við munum hitta þau fyrir leik á morgun til að ræða málin og fræða þau um hinseginleikann og mikilvægi þess að öll upplifum við okkur velkomin innan íþróttafélaga,“ segir í færslu samtakanna.
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Jafnréttismál Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira