Ghetto Hooligans fá fræðslu frá Samtökunum ´78 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. maí 2019 20:10 Úr leik ÍR og KR í Seljaskóla í gærkvöldi. Myndbandið af stuðningsmönnunum var tekið skömmu fyrir leikinn. Vísir/Daníel Samtökin ´78 munu hitta stuðningsmenn ÍR, Ghetto Hooligans, fyrir oddaleikinn í úrslitaeinvígi ÍR og KR í körfuknattleik karla annað kvöld og fræða þá um hinseginleikinn og mikilvægi þess að allir upplifi sig velkomna innan íþróttafélaga. Fræðslan kemur í kjölfarið á níði sem hópur stuðningsmanna hafði uppi í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í gær. Í myndbandinu sést og heyrist í stuðningsmönnum ÍR þar sem þeir kyrja „Það eru hommar í KR.“ Var myndbandið tekið skömmu fyrir fjórða úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Dominosdeild karla í körfubolta sem fór fram í Seljaskóla í gærkvöldi. Í færslu Ghetto Hooligans á Twitter í dag biðjast þeir innilega afsökunar á þessum söngvum. Vísað er í yfirlýsingu sem birt var á Twitter í gærkvöldi þar sem kom fram að söngvarnir endurspegli á engan hátt gildi Ghetto Hooligans og að þeir séu til þess fallnir að ala á fordómum og jaðarsetningu hópa í samfélaginu.Yfirlýsing#dominos365#korfuboltipic.twitter.com/tDH2mQ5lNh — GhettoHooligans (@HooligansGhetto) May 3, 2019Þá segir í færslunni í dag að fulltrúar Ghetto Hooligans hafi í dag verið í sambandi við Samtökin ´78 með það að markmiði að læra sem mest af þessum mistökum. „Við fögnum því viðmóti sem birtist okkur þar og erum mjög ánægðir með það að fræðslufulltrúi samtakanna hefur þegið boð okkar um að heimsækja hópinn í upphitun okkar fyrir oddaleikinn í úrslitunum á laugardag og vera með fræðsluerindi. Við ítrekum afsökunarbeiðni okkar og heitum því að vinna gegn niðurrifi og fordómum innan okkar raða,“ segir á Twitter. Samtökin ´78 segja í færslu á Facebook-síðu sinni að þau fagni því að stuðningsfélagið axli ábyrgð á gjörðum sínum og að þau hlakki til að vinna með félaginu. „Við munum hitta þau fyrir leik á morgun til að ræða málin og fræða þau um hinseginleikann og mikilvægi þess að öll upplifum við okkur velkomin innan íþróttafélaga,“ segir í færslu samtakanna. Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Jafnréttismál Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Sjá meira
Samtökin ´78 munu hitta stuðningsmenn ÍR, Ghetto Hooligans, fyrir oddaleikinn í úrslitaeinvígi ÍR og KR í körfuknattleik karla annað kvöld og fræða þá um hinseginleikinn og mikilvægi þess að allir upplifi sig velkomna innan íþróttafélaga. Fræðslan kemur í kjölfarið á níði sem hópur stuðningsmanna hafði uppi í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í gær. Í myndbandinu sést og heyrist í stuðningsmönnum ÍR þar sem þeir kyrja „Það eru hommar í KR.“ Var myndbandið tekið skömmu fyrir fjórða úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Dominosdeild karla í körfubolta sem fór fram í Seljaskóla í gærkvöldi. Í færslu Ghetto Hooligans á Twitter í dag biðjast þeir innilega afsökunar á þessum söngvum. Vísað er í yfirlýsingu sem birt var á Twitter í gærkvöldi þar sem kom fram að söngvarnir endurspegli á engan hátt gildi Ghetto Hooligans og að þeir séu til þess fallnir að ala á fordómum og jaðarsetningu hópa í samfélaginu.Yfirlýsing#dominos365#korfuboltipic.twitter.com/tDH2mQ5lNh — GhettoHooligans (@HooligansGhetto) May 3, 2019Þá segir í færslunni í dag að fulltrúar Ghetto Hooligans hafi í dag verið í sambandi við Samtökin ´78 með það að markmiði að læra sem mest af þessum mistökum. „Við fögnum því viðmóti sem birtist okkur þar og erum mjög ánægðir með það að fræðslufulltrúi samtakanna hefur þegið boð okkar um að heimsækja hópinn í upphitun okkar fyrir oddaleikinn í úrslitunum á laugardag og vera með fræðsluerindi. Við ítrekum afsökunarbeiðni okkar og heitum því að vinna gegn niðurrifi og fordómum innan okkar raða,“ segir á Twitter. Samtökin ´78 segja í færslu á Facebook-síðu sinni að þau fagni því að stuðningsfélagið axli ábyrgð á gjörðum sínum og að þau hlakki til að vinna með félaginu. „Við munum hitta þau fyrir leik á morgun til að ræða málin og fræða þau um hinseginleikann og mikilvægi þess að öll upplifum við okkur velkomin innan íþróttafélaga,“ segir í færslu samtakanna.
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Jafnréttismál Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Sjá meira