Jóhann Helgason segir ekkert óvænt í rökum mótaðilanna Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. maí 2019 08:00 Jóhann Helgason segir ekkert nýtt í rökum lögmanna andstæðinga sinna fyrir dómi í Los Angeles. Fréttablaðið/Eyþór „Þetta er það sem við bjuggumst við. Það er ekkert annað sem þeir geta reynt að nýta sér,“ segir Jóhann Helgason tónlistarmaður um rök lögmanna stórfyrirtækja sem Jóhann hefur stefnt í Bandaríkjunum vegna meints stuldar á laginu Söknuði. Í Fréttablaðinu í gær var vitnað í ný málsskjöl fyrir alríkisdómstóli í Los Angeles. Þar vill Jóhann fá viðurkennt að lagið You Raise Me Up eftir Norðmanninn Rolf LØvland frá árinu 2001 sé stolið úr laginu Söknuði sem Jóhann samdi og kom út á plötu 1977. Í nýja skjalinu er að finna bæði sjónarmið lögmanns Jóhanns og rök lögmanna hluta þeirra sem hann stefnir í málinu. Meðal annars kemur fram í umræddu skjali að lögmenn tónlistarfyrirtækja sem stefnt er segjast munu halda því fram við rekstur málsins að lögin Söknuður og You Raise Me Up séu bæði byggð á eldri lögum, sérstaklega írska þjóðlaginu Danny Boy. Engin þau líkindi séu með lögunum tveimur sem komi nálægt því að jafngilda stuldi á Söknuði. „Þeir eru kræfir og það er náttúrlega ákveðinn hroki og rangfærslur í ýmsu hjá þeim,“ segir Jóhann sem kveðst sjálfur aldrei hafa tengt Söknuð við Danny Boy. Það hafi fyrst verið gert er hann leitaði til norrænu höfundarréttarsamtakanna 2004. „Það hafði aldrei hvarflað að mér og það á við um marga. Tónlistargreinendur sem gert hafa mat á lögunum segja að þau sé líkari hvort öðru heldur en lík Danny Boy enda hljómar Danny Boy allt öðru vísi en þessi lög.“ Fram kom í Fréttablaðinu í gær að ekki hefði náðst að birta Rolf LØvland stefnu í málinu. Samkvæmt lögmanni Jóhanns hefur norski tónlistarmaðurinn í tvígang endursent stefnu sem hann hefur fengið óundirritaða. „Það voru einmitt tilmæli frá dómaranum í upphafi að menn væru ekki með neitt svona sem tefði og byggi til kostnað en það er það sem hann er að gera,“ segir Jóhann um viðbrögð LØvlands í málinu. Enn er að unnið að því að birta LØvland stefnuna. Lögmenn tónlistarfyrirtækjanna gera athugasemd við að Jóhann hafi „valið“ að bíða í mörg ár með stefnuna. You Raise Me Up kom út 2001 og varð heimsfrægt árið 2003. „Það er dálítið skrítið því í stefnunni kemur fram að málið hafi strandað á fjármögnun á sínum tíma. Þeir vita það þannig að þeir eru að fara með rangt mál,“ svarar Jóhann þessu atriði. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær eiga lögmenn málsaðila að mæta fyrir dómara í Los Angeles næstkomandi föstudag. Þá á að ræða umgjörð og dagskrá málsins í framhaldinu. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tónlist Tengdar fréttir Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans "Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. 3. maí 2019 22:03 Dregið í efa að Jóhann hafi samið Söknuð Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í Bandaríkjunum vegna meints stuldar á laginu Söknuði með útgáfu á laginu You Raise Me Up segja bæði lögin byggð á írska þjóðlaginu Danny Boy og boða kröfu um frávísun. 3. maí 2019 06:00 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Sjá meira
„Þetta er það sem við bjuggumst við. Það er ekkert annað sem þeir geta reynt að nýta sér,“ segir Jóhann Helgason tónlistarmaður um rök lögmanna stórfyrirtækja sem Jóhann hefur stefnt í Bandaríkjunum vegna meints stuldar á laginu Söknuði. Í Fréttablaðinu í gær var vitnað í ný málsskjöl fyrir alríkisdómstóli í Los Angeles. Þar vill Jóhann fá viðurkennt að lagið You Raise Me Up eftir Norðmanninn Rolf LØvland frá árinu 2001 sé stolið úr laginu Söknuði sem Jóhann samdi og kom út á plötu 1977. Í nýja skjalinu er að finna bæði sjónarmið lögmanns Jóhanns og rök lögmanna hluta þeirra sem hann stefnir í málinu. Meðal annars kemur fram í umræddu skjali að lögmenn tónlistarfyrirtækja sem stefnt er segjast munu halda því fram við rekstur málsins að lögin Söknuður og You Raise Me Up séu bæði byggð á eldri lögum, sérstaklega írska þjóðlaginu Danny Boy. Engin þau líkindi séu með lögunum tveimur sem komi nálægt því að jafngilda stuldi á Söknuði. „Þeir eru kræfir og það er náttúrlega ákveðinn hroki og rangfærslur í ýmsu hjá þeim,“ segir Jóhann sem kveðst sjálfur aldrei hafa tengt Söknuð við Danny Boy. Það hafi fyrst verið gert er hann leitaði til norrænu höfundarréttarsamtakanna 2004. „Það hafði aldrei hvarflað að mér og það á við um marga. Tónlistargreinendur sem gert hafa mat á lögunum segja að þau sé líkari hvort öðru heldur en lík Danny Boy enda hljómar Danny Boy allt öðru vísi en þessi lög.“ Fram kom í Fréttablaðinu í gær að ekki hefði náðst að birta Rolf LØvland stefnu í málinu. Samkvæmt lögmanni Jóhanns hefur norski tónlistarmaðurinn í tvígang endursent stefnu sem hann hefur fengið óundirritaða. „Það voru einmitt tilmæli frá dómaranum í upphafi að menn væru ekki með neitt svona sem tefði og byggi til kostnað en það er það sem hann er að gera,“ segir Jóhann um viðbrögð LØvlands í málinu. Enn er að unnið að því að birta LØvland stefnuna. Lögmenn tónlistarfyrirtækjanna gera athugasemd við að Jóhann hafi „valið“ að bíða í mörg ár með stefnuna. You Raise Me Up kom út 2001 og varð heimsfrægt árið 2003. „Það er dálítið skrítið því í stefnunni kemur fram að málið hafi strandað á fjármögnun á sínum tíma. Þeir vita það þannig að þeir eru að fara með rangt mál,“ svarar Jóhann þessu atriði. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær eiga lögmenn málsaðila að mæta fyrir dómara í Los Angeles næstkomandi föstudag. Þá á að ræða umgjörð og dagskrá málsins í framhaldinu.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tónlist Tengdar fréttir Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans "Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. 3. maí 2019 22:03 Dregið í efa að Jóhann hafi samið Söknuð Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í Bandaríkjunum vegna meints stuldar á laginu Söknuði með útgáfu á laginu You Raise Me Up segja bæði lögin byggð á írska þjóðlaginu Danny Boy og boða kröfu um frávísun. 3. maí 2019 06:00 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Sjá meira
Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans "Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. 3. maí 2019 22:03
Dregið í efa að Jóhann hafi samið Söknuð Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í Bandaríkjunum vegna meints stuldar á laginu Söknuði með útgáfu á laginu You Raise Me Up segja bæði lögin byggð á írska þjóðlaginu Danny Boy og boða kröfu um frávísun. 3. maí 2019 06:00