Sport

Björgvin enn með forystuna | Annie Mist vann einvígið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Frá keppni í gærkvöldi
Frá keppni í gærkvöldi vísir/vilhelm
Keppni á öðrum degi Reykjavík Crossfit Championship er lokið. Keppt var í fjórum greinum auk þess sem þær Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir mættust í sérstöku einvígi undir yfirskriftinni „Dóttir“.

Annie Mist hafði betur gegn Katrínu Tönju í einvíginu. Hún kláraði æfinguna á tímanum 4:19.

Björgvin Karl Guðmundsson er enn með forystu í karlaflokki. Hann er með 534 stig en Hinrik Ingi Óskarsson er annar með 484 stig. Roman Khrennikov og Lukas Esslinger eru jafnir í 3. sætinu með 432 stig.

Í kvennaflokki er Haley Adams komin í forystu. Hún er tíu stigum á undan Hönnu Karlsson.

Þuríður Erla Helgadóttir, sem var efst eftir fyrsta daginn, er dottin niður í 4. sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×