Með barefli inni á skemmtistað Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. maí 2019 08:36 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í nótt tilkynningu um mann með barefli inn á skemmtistað í Hamraborg í Kópavoginum. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í nótt tilkynningu um mann með barefli inni á skemmtistað í Hamraborg í Kópavoginum. Þegar lögregla kom á vettvang stóð maðurinn fyrir utan skemmtistaðinn með golfkylfu í höndunum. Maðurinn reyndist vera ofurölvi en ekki hafa ógnað neinum með kylfunni. Lögreglan kom manninum til síns heima. Þetta kom fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en hún hafði í nógu að snúast í nótt því upp komu fjölmörg mál sem tengjast ölvun og árásum. Óskað var eftir aðstoð lögreglu í nótt vegna manns sem veittist að dyravörðum. Þegar lögreglu bar að garði reyndi umræddur maður að veitast að lögreglumönnum og var hann vistaður í fangaklefa í þágu málsins. Lögreglan fékk í nótt tilkynningu um mann sem lét höggin dynja á húsum að utanverðu en þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn blóðugur á höndunum eftir hamaganginn og því sjúkrabíll kallaður á vettvang til að hlúa að manninum. Í gær var lögreglu tilkynnt um tvo menn sem væru á hlaupum eftir þeim þriðja. Í tilkynningunni kom fram að mennirnir tveir hefðu haldið á hafnaboltakylfum. Lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á mönnunum þremur þrátt fyrir leit. Í Breiðholti var tilkynnt um manns sem stæði fyrir framan heimili með hamar. Hann reyndist þó farinn af vettvangi þegar lögregla mætti á svæðið. Lögreglan fékk tilkynningu um mann sem reyndi að komast inn í hús. Maðurinn var æstur og óviðræðuhæfur og vistaður í fangaklefa. Lögreglu var tilkynnt um slagsmál fyrir utan skemmtistað í miðbænum í nótt en þar áttu tvær konur í hlut. Þær voru frjálsar ferðar sinna að skýrslutöku lokinni. Tilkynnt var um innbrot í fyrirtæki í Laugardalnum. Lögregla fékk þá tilkynningu um mann sem ítrekað gekk fyrir bíla. Þegar afskipti voru höfð af manninum kom í ljós að hann var með fíkniefni í fórum sínum og í annarlegu ástandi. Hann var vistaður í fangaklefa vegna málsins. Lögregla þurfi að hafa afskipti af manni sem gekk í hús og tók í hurðarhúna. Eftir nánari eftirgrennslan reyndist maðurinn vera mjög ölvaður og á leið heim til sín en hann hafði farið húsvillt að því er fram kemur í tilkynningu frá Lögreglu. Þá voru 8 ökumenn stöðvaðir víðs vegar um höfuðborgarsvæðið grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Kópavogur Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í nótt tilkynningu um mann með barefli inni á skemmtistað í Hamraborg í Kópavoginum. Þegar lögregla kom á vettvang stóð maðurinn fyrir utan skemmtistaðinn með golfkylfu í höndunum. Maðurinn reyndist vera ofurölvi en ekki hafa ógnað neinum með kylfunni. Lögreglan kom manninum til síns heima. Þetta kom fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en hún hafði í nógu að snúast í nótt því upp komu fjölmörg mál sem tengjast ölvun og árásum. Óskað var eftir aðstoð lögreglu í nótt vegna manns sem veittist að dyravörðum. Þegar lögreglu bar að garði reyndi umræddur maður að veitast að lögreglumönnum og var hann vistaður í fangaklefa í þágu málsins. Lögreglan fékk í nótt tilkynningu um mann sem lét höggin dynja á húsum að utanverðu en þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn blóðugur á höndunum eftir hamaganginn og því sjúkrabíll kallaður á vettvang til að hlúa að manninum. Í gær var lögreglu tilkynnt um tvo menn sem væru á hlaupum eftir þeim þriðja. Í tilkynningunni kom fram að mennirnir tveir hefðu haldið á hafnaboltakylfum. Lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á mönnunum þremur þrátt fyrir leit. Í Breiðholti var tilkynnt um manns sem stæði fyrir framan heimili með hamar. Hann reyndist þó farinn af vettvangi þegar lögregla mætti á svæðið. Lögreglan fékk tilkynningu um mann sem reyndi að komast inn í hús. Maðurinn var æstur og óviðræðuhæfur og vistaður í fangaklefa. Lögreglu var tilkynnt um slagsmál fyrir utan skemmtistað í miðbænum í nótt en þar áttu tvær konur í hlut. Þær voru frjálsar ferðar sinna að skýrslutöku lokinni. Tilkynnt var um innbrot í fyrirtæki í Laugardalnum. Lögregla fékk þá tilkynningu um mann sem ítrekað gekk fyrir bíla. Þegar afskipti voru höfð af manninum kom í ljós að hann var með fíkniefni í fórum sínum og í annarlegu ástandi. Hann var vistaður í fangaklefa vegna málsins. Lögregla þurfi að hafa afskipti af manni sem gekk í hús og tók í hurðarhúna. Eftir nánari eftirgrennslan reyndist maðurinn vera mjög ölvaður og á leið heim til sín en hann hafði farið húsvillt að því er fram kemur í tilkynningu frá Lögreglu. Þá voru 8 ökumenn stöðvaðir víðs vegar um höfuðborgarsvæðið grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.
Kópavogur Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira