Annast strætóferðir en hafa ekki rekstrarleyfi Sveinn Arnarsson skrifar 6. maí 2019 07:15 Árið 2013 sömdu Hópferðabílar Akureyrar við Eyþing um akstur þriggja leiða í landshlutanum. Fréttablaðið/Pjetur Hópferðabílar Akureyrar, sem sjá um almenningssamgöngur á Norðausturlandi, hafa misst rekstrarleyfi sitt til fólksflutninga. Því var ekið á öðru rekstrarleyfi síðastliðinn föstudag. Árið 2013 gerði Hópferðabílar Akureyrar ehf. samning við Eyþing, sem er samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, um akstur þriggja leiða í landshlutanum. Um er að ræða samgöngur milli Siglufjarðar og Akureyrar, Húsavíkur og Akureyrar og Egilsstaða og Akureyrar. Fram hefur komið í fréttum í vetur að fyrirtækið óskaði eftir greiðslustöðvun. Fyrirtækið fékk heimildina síðan þann 26. febrúar. Gilti greiðslustöðvunin til 16. mars og því þurfti að taka hana fyrir aftur þá. Það var svo í síðustu viku að fyrirtækið fékk ekki áframhaldandi greiðslustöðvun og er nú unnið að því að bjarga því sem bjargað verður. Rekstrarleyfi fyrirtækisins til fólksflutninga í atvinnuskyni, með bifreiðum sem skráðar eru fyrir níu eða fleiri farþega, rann út 2. maí síðastliðinn og því hefur fyrirtækið ekki leyfi til að aka leiðirnar á sínu rekstrarleyfi. Fjalar Úlfarsson, framkvæmdastjóri Hópferðabíla Akureyrar, segir fyrirtækið nú vinna úr þeirri stöðu sem upp er komin. Hann segir að síðastliðinn föstudag hafi aðrir bílar keyrt þessar leiðir undir öðru rekstrarleyfi. Hann vildi ekki gefa upp á hvaða rekstrarleyfi það var gert. Samkvæmt lögum um farþegaflutninga á landi þarf hver sá sem stundar farþegaflutninga í atvinnuskyni almennt rekstrarleyfi. Óheimilt er að stunda leyfisskylda farþegaflutninga án tilskilins leyfis og getur slíkt varðað sektum. Hilda Jana Gísladóttir, formaður Eyþings, segir samtökin vera að skoða þá stöðu sem upp er komin. „Ég er mjög bjartsýn á að almenningssamgöngur riðlist ekki í landsfjórðungnum og við hjá Eyþingi munum kappkosta að tryggja áframhaldandi akstur þessara leiða,“ segir Hilda Jana. „Við fylgjumst náið með gangi mála þar sem okkar verkefni er fyrst og fremst að tryggja áframhaldandi þjónustu við almenning.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Hópferðabílar Akureyrar, sem sjá um almenningssamgöngur á Norðausturlandi, hafa misst rekstrarleyfi sitt til fólksflutninga. Því var ekið á öðru rekstrarleyfi síðastliðinn föstudag. Árið 2013 gerði Hópferðabílar Akureyrar ehf. samning við Eyþing, sem er samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, um akstur þriggja leiða í landshlutanum. Um er að ræða samgöngur milli Siglufjarðar og Akureyrar, Húsavíkur og Akureyrar og Egilsstaða og Akureyrar. Fram hefur komið í fréttum í vetur að fyrirtækið óskaði eftir greiðslustöðvun. Fyrirtækið fékk heimildina síðan þann 26. febrúar. Gilti greiðslustöðvunin til 16. mars og því þurfti að taka hana fyrir aftur þá. Það var svo í síðustu viku að fyrirtækið fékk ekki áframhaldandi greiðslustöðvun og er nú unnið að því að bjarga því sem bjargað verður. Rekstrarleyfi fyrirtækisins til fólksflutninga í atvinnuskyni, með bifreiðum sem skráðar eru fyrir níu eða fleiri farþega, rann út 2. maí síðastliðinn og því hefur fyrirtækið ekki leyfi til að aka leiðirnar á sínu rekstrarleyfi. Fjalar Úlfarsson, framkvæmdastjóri Hópferðabíla Akureyrar, segir fyrirtækið nú vinna úr þeirri stöðu sem upp er komin. Hann segir að síðastliðinn föstudag hafi aðrir bílar keyrt þessar leiðir undir öðru rekstrarleyfi. Hann vildi ekki gefa upp á hvaða rekstrarleyfi það var gert. Samkvæmt lögum um farþegaflutninga á landi þarf hver sá sem stundar farþegaflutninga í atvinnuskyni almennt rekstrarleyfi. Óheimilt er að stunda leyfisskylda farþegaflutninga án tilskilins leyfis og getur slíkt varðað sektum. Hilda Jana Gísladóttir, formaður Eyþings, segir samtökin vera að skoða þá stöðu sem upp er komin. „Ég er mjög bjartsýn á að almenningssamgöngur riðlist ekki í landsfjórðungnum og við hjá Eyþingi munum kappkosta að tryggja áframhaldandi akstur þessara leiða,“ segir Hilda Jana. „Við fylgjumst náið með gangi mála þar sem okkar verkefni er fyrst og fremst að tryggja áframhaldandi þjónustu við almenning.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira