Þungunarrofsfrumvarpið afgreitt úr nefnd í morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2019 15:25 Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Pírata. Vísir/vilhelm Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra var afgreitt út úr velferðarnefnd í morgun og verður tekið til þriðju umræðu. Lagt var til á fundi nefndarinnar að boðaðir yrðu fleiri gestir til að ræða frumvarpið, m.a. landlæknir að nýju, en beiðnirnar nutu ekki stuðnings meirihluta nefndarinnar. Frumvarpið, sem snýr m.a. að því að heimila þungunarrof fram að lokum 22. viku óháð því hvaða aðstæður liggja að baki vilja kvenna, var samþykkt á Alþingi að lokinni 2. umræðu síðdegis á föstudag. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, óskaði þó eftir því í ræðu sinni á fimmtudag að málið færi aftur til velferðarnefndar að lokinni 2. umræðu þingsins en sem nefndarmaður á hún rétt á því. Málið var því áfram rætt á fundi nefndarinnar í dag en sjálf mætti Anna Kolbrún þó ekki á fundinn. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, segir í samtali við Vísi að á fundinum hafi verið lagðar fram beiðnir um gesti til að koma og ræða frumvarpið betur en ekki hafi verið stuðningur fyrir því í nefndinni. „Nefndin taldi að ekkert nýtt hefði komið fram sem kallaði á frekari gestakomur,“ segir Halldóra. Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokks Flokks fólksins.Vísir/VilhelmGuðmundur Ingi Kristinsson, aðalmaður í velferðarnefnd og þingmaður Flokks fólksins, hefur lagst gegn frumvarpinu. Hann segir í samtali við Vísi að hann hafi óskað eftir því á fundinum að landlæknir kæmi aftur og ræddi frumvarpið. Þá hafi hann stutt beiðni um að boðaðir yrðu fleiri gestir. Halldóra segist vona að frumvarpið fari í gegnum þingið í þeirri mynd sem það er nú. Þó eigi eftir að koma fram hvort gerðar verði frekari breytingartillögur. Þá finnst henni líklegt að frumvarpið verði samþykkt fyrir þinglok í vor. Frumvarpið er umdeilt og hefur skipt þingmönnum Alþingis í andstæðar fylkingar. Flestir fögnuðu frumvarpinu og settu það í samhengi við sjálfsákvörðunarrétt kvenna en aðrir, gerðu við það athugasemdir. Þannig sagði t.d. Inga Sæland formaður Flokks fólksins að sér liði illa yfir málinu því sér fyndist það siðferðilega rangt. Þá sagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins vera á milli steins og sleggju. Hann vildi tryggja sjálfsforræði kvenna en segist samt þurfa að staldra við 22. vikna þröskuldinn. Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Sjö karlkyns þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslu um þungunarrof Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. 3. maí 2019 20:30 Telur þungunarrofsfrumvarp óverjandi og siðferðislega rangt Flokkur fólksins leggst gegn hugtakanotkuninni þungunarrof. 2. maí 2019 16:56 Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra var afgreitt út úr velferðarnefnd í morgun og verður tekið til þriðju umræðu. Lagt var til á fundi nefndarinnar að boðaðir yrðu fleiri gestir til að ræða frumvarpið, m.a. landlæknir að nýju, en beiðnirnar nutu ekki stuðnings meirihluta nefndarinnar. Frumvarpið, sem snýr m.a. að því að heimila þungunarrof fram að lokum 22. viku óháð því hvaða aðstæður liggja að baki vilja kvenna, var samþykkt á Alþingi að lokinni 2. umræðu síðdegis á föstudag. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, óskaði þó eftir því í ræðu sinni á fimmtudag að málið færi aftur til velferðarnefndar að lokinni 2. umræðu þingsins en sem nefndarmaður á hún rétt á því. Málið var því áfram rætt á fundi nefndarinnar í dag en sjálf mætti Anna Kolbrún þó ekki á fundinn. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, segir í samtali við Vísi að á fundinum hafi verið lagðar fram beiðnir um gesti til að koma og ræða frumvarpið betur en ekki hafi verið stuðningur fyrir því í nefndinni. „Nefndin taldi að ekkert nýtt hefði komið fram sem kallaði á frekari gestakomur,“ segir Halldóra. Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokks Flokks fólksins.Vísir/VilhelmGuðmundur Ingi Kristinsson, aðalmaður í velferðarnefnd og þingmaður Flokks fólksins, hefur lagst gegn frumvarpinu. Hann segir í samtali við Vísi að hann hafi óskað eftir því á fundinum að landlæknir kæmi aftur og ræddi frumvarpið. Þá hafi hann stutt beiðni um að boðaðir yrðu fleiri gestir. Halldóra segist vona að frumvarpið fari í gegnum þingið í þeirri mynd sem það er nú. Þó eigi eftir að koma fram hvort gerðar verði frekari breytingartillögur. Þá finnst henni líklegt að frumvarpið verði samþykkt fyrir þinglok í vor. Frumvarpið er umdeilt og hefur skipt þingmönnum Alþingis í andstæðar fylkingar. Flestir fögnuðu frumvarpinu og settu það í samhengi við sjálfsákvörðunarrétt kvenna en aðrir, gerðu við það athugasemdir. Þannig sagði t.d. Inga Sæland formaður Flokks fólksins að sér liði illa yfir málinu því sér fyndist það siðferðilega rangt. Þá sagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins vera á milli steins og sleggju. Hann vildi tryggja sjálfsforræði kvenna en segist samt þurfa að staldra við 22. vikna þröskuldinn.
Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Sjö karlkyns þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslu um þungunarrof Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. 3. maí 2019 20:30 Telur þungunarrofsfrumvarp óverjandi og siðferðislega rangt Flokkur fólksins leggst gegn hugtakanotkuninni þungunarrof. 2. maí 2019 16:56 Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Sjö karlkyns þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslu um þungunarrof Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. 3. maí 2019 20:30
Telur þungunarrofsfrumvarp óverjandi og siðferðislega rangt Flokkur fólksins leggst gegn hugtakanotkuninni þungunarrof. 2. maí 2019 16:56
Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20