„Þetta er ekki dulbúið“ Birgir Olgeirsson skrifar 6. maí 2019 16:38 Upplýsingafulltrúi Toyota segir af og frá að samstarf Toyota og Páls Óskars sé dulbúið. „Þetta er ekkert dulbúið, það vita allir að hann er ekki venjulegur bílkaupandi að auglýsa að hann hafi verið að fá sér bíl. Það er ákveðið samstarf okkar á milli,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota, um mynd sem tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson birti af sér á samfélagsmiðlum. Þar stendur Páll Óskar, klæddur í rauð föt, við hliðina á nýrri rauðri Toyotu sem hann fékk hjá Toyota-umboði Íslands.Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því í dag að Neytendastofu hefði borist ábendingar um að hugsanlega sé birting myndarinnar dulin auglýsing. Páll Þorsteinsson segir Toyota-umboðið með viðskiptasamning við Páls Óskar sem leigir hjá þeim bíl og vinnur fyrir umboðið. „Við erum búin að eiga farsælt samstarf í einhver fjögur ár,“ segir Páll Þorsteinsson. Á myndinni sem Páll Óskar er ekki tekið fram með skýrum hætti að um auglýsingu sé að ræða, líkt og Neytendastofa hefur áður úrskurðað um. Er vert að minnast máls bílaumboðs Heklu og tónlistarmannsins Emmsjé Gauta. Neytendastofa lagði blátt bann við „duldum“ Audi-auglýsingum umboðsins og Emmsjé Gauta því ekki kom skýrt fram að um auglýsingu væri að ræða.Líkt og Emmsjé Gauti benti á þá fannst honum fremur augljóst að um auglýsingu væri að ræða þó svo að það væri ekki sagt með beinum hætti.Augljós auglýsing Það sama segir Páll Þorsteinsson hjá Toyota. Hann telur að það sé nokkuð augljóst að myndbirting Páls Óskar sé auglýsing en hvergi er þó tekið fram að um auglýsingu sé að ræða. Páll Þorsteinsson segir sjálfsagt að bæta úr því ef athugasemdir berast frá Neytendastofu. Páll Óskar hélt tónleika hjá bílaumboði Toyota á laugardag þar sem hundruð létu sjá sig og ók hann síðan í burtu á nýrri Toyotu. Voru þessir tónleikar vel auglýstir í fjölmiðlum og fór ekki á milli mála að Páll væri í samstarfi við Toyota. Páll Þorsteinsson segir Neytendastofu hafa ákveðnar skoðanir á því hvernig auglýsingum skuli hagað á samfélagsmiðlum. „Og eru í góðri trú að hugsa um hag neytenda,“ segir Páll Þorsteinsson. „Ég hef ekkert við það að athuga.“ Aðspurður hvort að Toyota sé að reyna að blekkja neytendur með þessari myndbirtingu svarar Páll: „Ég veit ekki hvernig það væri hægt. Það hefur verið stundað tugum árum saman að einstaklingar eru fulltrúar vörumerkja.“ Neytendur Samfélagsmiðlar Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Sjá meira
„Þetta er ekkert dulbúið, það vita allir að hann er ekki venjulegur bílkaupandi að auglýsa að hann hafi verið að fá sér bíl. Það er ákveðið samstarf okkar á milli,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota, um mynd sem tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson birti af sér á samfélagsmiðlum. Þar stendur Páll Óskar, klæddur í rauð föt, við hliðina á nýrri rauðri Toyotu sem hann fékk hjá Toyota-umboði Íslands.Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því í dag að Neytendastofu hefði borist ábendingar um að hugsanlega sé birting myndarinnar dulin auglýsing. Páll Þorsteinsson segir Toyota-umboðið með viðskiptasamning við Páls Óskar sem leigir hjá þeim bíl og vinnur fyrir umboðið. „Við erum búin að eiga farsælt samstarf í einhver fjögur ár,“ segir Páll Þorsteinsson. Á myndinni sem Páll Óskar er ekki tekið fram með skýrum hætti að um auglýsingu sé að ræða, líkt og Neytendastofa hefur áður úrskurðað um. Er vert að minnast máls bílaumboðs Heklu og tónlistarmannsins Emmsjé Gauta. Neytendastofa lagði blátt bann við „duldum“ Audi-auglýsingum umboðsins og Emmsjé Gauta því ekki kom skýrt fram að um auglýsingu væri að ræða.Líkt og Emmsjé Gauti benti á þá fannst honum fremur augljóst að um auglýsingu væri að ræða þó svo að það væri ekki sagt með beinum hætti.Augljós auglýsing Það sama segir Páll Þorsteinsson hjá Toyota. Hann telur að það sé nokkuð augljóst að myndbirting Páls Óskar sé auglýsing en hvergi er þó tekið fram að um auglýsingu sé að ræða. Páll Þorsteinsson segir sjálfsagt að bæta úr því ef athugasemdir berast frá Neytendastofu. Páll Óskar hélt tónleika hjá bílaumboði Toyota á laugardag þar sem hundruð létu sjá sig og ók hann síðan í burtu á nýrri Toyotu. Voru þessir tónleikar vel auglýstir í fjölmiðlum og fór ekki á milli mála að Páll væri í samstarfi við Toyota. Páll Þorsteinsson segir Neytendastofu hafa ákveðnar skoðanir á því hvernig auglýsingum skuli hagað á samfélagsmiðlum. „Og eru í góðri trú að hugsa um hag neytenda,“ segir Páll Þorsteinsson. „Ég hef ekkert við það að athuga.“ Aðspurður hvort að Toyota sé að reyna að blekkja neytendur með þessari myndbirtingu svarar Páll: „Ég veit ekki hvernig það væri hægt. Það hefur verið stundað tugum árum saman að einstaklingar eru fulltrúar vörumerkja.“
Neytendur Samfélagsmiðlar Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent