Segir Neytendastofu reyna að nota hann til að hræða aðra áhrifavalda Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2019 18:27 Gauti Þeyr Másson, eða Emmsjé Gauti. Fréttablaðið/Anton Emmsjé Gauti, sem heitir Gauti Þeyr Másson, segist ekki reyna að neita því að hann sé á samningi hjá Heklu. Hann segist telja lögin varðandi auglýsingar á samfélagsmiðlum vera götótt, enda sé um nýtt fyrirbæri að ræða, og gerir út á „rannsóknarvinnu“ Neytendastofu. Þá segir Gauti að verið sé að taka hann fyrir sérstaklega til að hræða áhrifavalda. Gauti birti á Facebooksíðu sinni svar við þeirri ákvörðun Neytendastofu að áminna bílaumboðið Heklu og hann sjálfan vegna færslna á samfélagsmiðlum um Audi Q5 jeppa. Neytendastofa segir að ekki hafi komið fram með skýrum hætti að um auglýsingu sé að ræða og brotið hafi verið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Fari Hekla og Gauti ekki eftir banninu má búast við sektum.Sjá einnig: Neytendastofa leggur blátt bann við duldum Audi-auglýsingum Emmsjé Gauta og HekluGauti segist hafa átt gott spjall við starfsmann Neytendastofu eftir að hann fékk bréf frá þeim og þá hafi hann komist að því að lögin varðandi auglýsingar á samfélagsmiðlum væru götótt. Hann segir einnig að fram hafi komið í símtalinu að hann „væri meira en til í að vera með neytendastofu í liði en væri þó til í að sjá hvar mörkin liggja varðandi duldar auglýsingar“. Þá segir hann að það komi augljóslega fram í færslum hans að um auglýsingu sé að ræða og hæðist að Neytendastofu fyrir „rannsóknarvinnu“ þeirra. „Það er mjög augljóst að þið eruð að taka mig fyrir til þess að sýna fordæmi og hræða „áhrifavalda“ en ég er með mína hluti á lási svo þið megið endilega pestara eitthvað annað lið,“ skrifar Gauti. Gauti segist hafa fengið bréf frá Neytendastofu þann þriðja apríl og þar hafi komið fram að hann hafi fjórar vikur til að svara. Hann ætli að nýta sér þann tíma Í ákvörðun Neytendastofu segir meðal annars að samkvæmt samningi Gauta og Heklu eigi allar færslur tengdar samstarfi þeirra að vera merktar #Audi_island og taldi Hekla að þannig væri verið að fylgja fyrirmælum Neytendastofu vegna auglýsinga. Neytendastofa telur það ekki nóg, heldur þurfi að koma skýrt fram að um auglýsingu sé að ræða. Dugir ekki að notast við myllumerki vöru, þjónustu eða fyrirtækis eða hlekk á umrædda vöru eða fyrirtæki til að auðkenna auglýsingu. Neytendur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Borgin borgar áhrifavöldum hálfa milljón fyrir að tala um Hverfið mitt Áhrifavaldar á mála hjá borginni við að koma "hverfinu mínu“ á kortið. 27. mars 2019 13:46 Neytendur sagðir vantreysta áhrifavöldum Þrátt fyrir að rúmur helmingur ungra neytenda láti auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa áhrif á kauphegðun sína segist mikill meirihluti aðspurðra vantreysta svokölluðum áhrifavöldum. 28. desember 2018 10:59 Fjörutíu ábendingar um duldar auglýsingar á einni viku Tugir tilkynninga hafa borist Neytendastofu síðustu vikur um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggsíðum. Sviðsstjóri á neytendaréttarsviði segir neytendur meðvitaðri en áður og að áhrifavaldar sem hafi fengið sendar athugasemdir frá Neytendastofu taki þeim alvarlega. 7. nóvember 2018 11:36 Áhrifavaldar skattlagðir eins og aðrir Ríkisskattstjóri minnir áhrifavalda á að þeir þurfa að greiða skatt af starfsemi sinni. 25. febrúar 2019 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
Emmsjé Gauti, sem heitir Gauti Þeyr Másson, segist ekki reyna að neita því að hann sé á samningi hjá Heklu. Hann segist telja lögin varðandi auglýsingar á samfélagsmiðlum vera götótt, enda sé um nýtt fyrirbæri að ræða, og gerir út á „rannsóknarvinnu“ Neytendastofu. Þá segir Gauti að verið sé að taka hann fyrir sérstaklega til að hræða áhrifavalda. Gauti birti á Facebooksíðu sinni svar við þeirri ákvörðun Neytendastofu að áminna bílaumboðið Heklu og hann sjálfan vegna færslna á samfélagsmiðlum um Audi Q5 jeppa. Neytendastofa segir að ekki hafi komið fram með skýrum hætti að um auglýsingu sé að ræða og brotið hafi verið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Fari Hekla og Gauti ekki eftir banninu má búast við sektum.Sjá einnig: Neytendastofa leggur blátt bann við duldum Audi-auglýsingum Emmsjé Gauta og HekluGauti segist hafa átt gott spjall við starfsmann Neytendastofu eftir að hann fékk bréf frá þeim og þá hafi hann komist að því að lögin varðandi auglýsingar á samfélagsmiðlum væru götótt. Hann segir einnig að fram hafi komið í símtalinu að hann „væri meira en til í að vera með neytendastofu í liði en væri þó til í að sjá hvar mörkin liggja varðandi duldar auglýsingar“. Þá segir hann að það komi augljóslega fram í færslum hans að um auglýsingu sé að ræða og hæðist að Neytendastofu fyrir „rannsóknarvinnu“ þeirra. „Það er mjög augljóst að þið eruð að taka mig fyrir til þess að sýna fordæmi og hræða „áhrifavalda“ en ég er með mína hluti á lási svo þið megið endilega pestara eitthvað annað lið,“ skrifar Gauti. Gauti segist hafa fengið bréf frá Neytendastofu þann þriðja apríl og þar hafi komið fram að hann hafi fjórar vikur til að svara. Hann ætli að nýta sér þann tíma Í ákvörðun Neytendastofu segir meðal annars að samkvæmt samningi Gauta og Heklu eigi allar færslur tengdar samstarfi þeirra að vera merktar #Audi_island og taldi Hekla að þannig væri verið að fylgja fyrirmælum Neytendastofu vegna auglýsinga. Neytendastofa telur það ekki nóg, heldur þurfi að koma skýrt fram að um auglýsingu sé að ræða. Dugir ekki að notast við myllumerki vöru, þjónustu eða fyrirtækis eða hlekk á umrædda vöru eða fyrirtæki til að auðkenna auglýsingu.
Neytendur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Borgin borgar áhrifavöldum hálfa milljón fyrir að tala um Hverfið mitt Áhrifavaldar á mála hjá borginni við að koma "hverfinu mínu“ á kortið. 27. mars 2019 13:46 Neytendur sagðir vantreysta áhrifavöldum Þrátt fyrir að rúmur helmingur ungra neytenda láti auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa áhrif á kauphegðun sína segist mikill meirihluti aðspurðra vantreysta svokölluðum áhrifavöldum. 28. desember 2018 10:59 Fjörutíu ábendingar um duldar auglýsingar á einni viku Tugir tilkynninga hafa borist Neytendastofu síðustu vikur um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggsíðum. Sviðsstjóri á neytendaréttarsviði segir neytendur meðvitaðri en áður og að áhrifavaldar sem hafi fengið sendar athugasemdir frá Neytendastofu taki þeim alvarlega. 7. nóvember 2018 11:36 Áhrifavaldar skattlagðir eins og aðrir Ríkisskattstjóri minnir áhrifavalda á að þeir þurfa að greiða skatt af starfsemi sinni. 25. febrúar 2019 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
Borgin borgar áhrifavöldum hálfa milljón fyrir að tala um Hverfið mitt Áhrifavaldar á mála hjá borginni við að koma "hverfinu mínu“ á kortið. 27. mars 2019 13:46
Neytendur sagðir vantreysta áhrifavöldum Þrátt fyrir að rúmur helmingur ungra neytenda láti auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa áhrif á kauphegðun sína segist mikill meirihluti aðspurðra vantreysta svokölluðum áhrifavöldum. 28. desember 2018 10:59
Fjörutíu ábendingar um duldar auglýsingar á einni viku Tugir tilkynninga hafa borist Neytendastofu síðustu vikur um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggsíðum. Sviðsstjóri á neytendaréttarsviði segir neytendur meðvitaðri en áður og að áhrifavaldar sem hafi fengið sendar athugasemdir frá Neytendastofu taki þeim alvarlega. 7. nóvember 2018 11:36
Áhrifavaldar skattlagðir eins og aðrir Ríkisskattstjóri minnir áhrifavalda á að þeir þurfa að greiða skatt af starfsemi sinni. 25. febrúar 2019 12:00