Telja skorta framtíðarsýn um millilandaflug utan Keflavíkur Sveinn Arnarsson skrifar 7. maí 2019 08:30 Mitt á milli Akureyrar og Egilsstaða er aflmesti foss í Evrópu. Leikurinn er sagður til að markaðssetja slíka perlu. Heildræna nálgun og framtíðarsýn skortir í íslenskum stjórnmálum um uppbyggingu millilandaflugs um Egilsstaði og Akureyri og dreifa þannig ferðamönnum betur um landið. Þetta er skoðun Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór hélt erindi á ráðstefnu á Egilsstöðum í gær þar sem hann sagði íslensk stjórnmál ekki hafa stigið nægilega ákveðið til jarðar með heildrænni sýn á íslenska flugvelli. „Pólitíkin hefur tekið ákveðin skref og margir eru að gera ágæta hluti víðs vegar um landið. Hins vegar skortir að menn horfi á þetta í heild og fari nægilega í innviðauppbyggingu. Það virðist ekki vera nóg að setja upp flugþróunarsjóð og bíða eftir að einhverjir sæki í sjóðinn,“ segir Jóhannes Þór. Um 2,3 milljónir ferðamanna komu hingað í fyrra. Vonast er eftir því að um tvær milljónir ferðamanna heimsæki okkur á þessu ári. Jóhannes segir mikilvægt fyrir alla að ferðamenn dreifist um landið. „Ef við ætlum að auka hlut jaðarsvæða í verðmætasköpun í ferðaþjónustu þá þarf að búa til fleiri gáttir inn til landsins. Þetta er auðvitað ekki einföld umræða en á meðan innanlandsflug er hugsað sem almenningssamgöngur fyrir Íslendinga, sem ég geri alls ekki lítið úr, þá gleymist stundum að velta fyrir sér hvort hægt sé að tengja betur millilandaflug og innanlandsflug með einhverjum hætti.“ Nokkur erlend flugfélög hafa sýnt því áhuga að fljúga til Akureyrar og Egilsstaða og til að mynda hefur millilandaflug um Akureyrarflugvöll gengið vel í vetur. Það sé hins vegar undir erlendum flugfélögum komið hvort þau vilji fljúga eða ekki. Uppbyggingu þurfi sem og markaðssetningu frá hinu opinbera til að auka vægi þessara gátta inn til landsins. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir það alveg rétt að heildræna sýn þurfi á dreifingu ferðamanna um landið. „Við höfum séð undanfarið að markaðsstofur landshlutanna hafa unnið að því að markaðssetja sín svæði og reynt að fá inn flugfélög til að fljúga inn á sín svæði,“ segir Arnheiður. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Heildræna nálgun og framtíðarsýn skortir í íslenskum stjórnmálum um uppbyggingu millilandaflugs um Egilsstaði og Akureyri og dreifa þannig ferðamönnum betur um landið. Þetta er skoðun Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór hélt erindi á ráðstefnu á Egilsstöðum í gær þar sem hann sagði íslensk stjórnmál ekki hafa stigið nægilega ákveðið til jarðar með heildrænni sýn á íslenska flugvelli. „Pólitíkin hefur tekið ákveðin skref og margir eru að gera ágæta hluti víðs vegar um landið. Hins vegar skortir að menn horfi á þetta í heild og fari nægilega í innviðauppbyggingu. Það virðist ekki vera nóg að setja upp flugþróunarsjóð og bíða eftir að einhverjir sæki í sjóðinn,“ segir Jóhannes Þór. Um 2,3 milljónir ferðamanna komu hingað í fyrra. Vonast er eftir því að um tvær milljónir ferðamanna heimsæki okkur á þessu ári. Jóhannes segir mikilvægt fyrir alla að ferðamenn dreifist um landið. „Ef við ætlum að auka hlut jaðarsvæða í verðmætasköpun í ferðaþjónustu þá þarf að búa til fleiri gáttir inn til landsins. Þetta er auðvitað ekki einföld umræða en á meðan innanlandsflug er hugsað sem almenningssamgöngur fyrir Íslendinga, sem ég geri alls ekki lítið úr, þá gleymist stundum að velta fyrir sér hvort hægt sé að tengja betur millilandaflug og innanlandsflug með einhverjum hætti.“ Nokkur erlend flugfélög hafa sýnt því áhuga að fljúga til Akureyrar og Egilsstaða og til að mynda hefur millilandaflug um Akureyrarflugvöll gengið vel í vetur. Það sé hins vegar undir erlendum flugfélögum komið hvort þau vilji fljúga eða ekki. Uppbyggingu þurfi sem og markaðssetningu frá hinu opinbera til að auka vægi þessara gátta inn til landsins. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir það alveg rétt að heildræna sýn þurfi á dreifingu ferðamanna um landið. „Við höfum séð undanfarið að markaðsstofur landshlutanna hafa unnið að því að markaðssetja sín svæði og reynt að fá inn flugfélög til að fljúga inn á sín svæði,“ segir Arnheiður.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira