Leggja fram kæru eftir uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. maí 2019 16:00 Ali Mayih Obayes Al-Ameri, Moses Nwobodo og Samuel Elijah. Vísir/Vilhelm Ali Mayih Obayes Al-Ameri, Moses Nwobodo og Samuel Elijah, umsækjendur um alþjóðlega vernd á Íslandi, hafa lagt fram kæru til lögreglu vegna valdstjórnarbrots og minniháttar líkamsárásar á fundi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann í síðasta mánuði.Uppnám varð í salnum á umræddum fundi þegar mennirnir þrír hugðust nota tækifærið til þess að spyrja Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra, sem sem sat fyrir svörum á fundinum, út í stöðu hælisleitenda hér á landi.Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, var fundarstjóri fundarins og tók hann ekki vel í að Ali skyldi ekki hlýða fundarstjóra er hann bað Ali um að setjast niður aftur. Reyndi Ali ítrekað að ná athygli dómsmálaráðherra, án árangurs. Í samtali við Vísi segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður þremenninganna að gefið hafi verið í skyn á fundinum að Ali mætti spyrja dómsmálaráðherra spurninga, en Þórdís Kolbrún hafi kinkað kolli þegar fundarstjóri spurði hana hvort slíkt væri í lagi.„Þessir tveir herramenn eru lögreglan“Á myndbandi frá fundinum, sem sjá má hér að neðan, má sjá að nokkur reikistefna myndast eftir að Ali sest niður. Tveir aðrir fundargestir hafa sig frammi og skipa þremenningunum að hafa sig hæga er heyra má Ármann segja eftirfarandi á ensku:„Við munum ekki hringja í lögregluna þar sem þessir tveir herramenn eru lögreglan.“ Heyra má einn fundargest segja við þremenninganna að þeir eigi að sitja í sætum sína og hafa hljótt, ella verði þeim hent út, viðkomandi sé lögreglumaður. Þegar Ali neitar að verða við þeirri bón má sjá hvernig fundargesturinn grípur í Ali í tvígang áður en Ali sest niður aftur og fundargesturinn hverfur frá.Telja að höfð hafi verið óeðlileg afskipti af tjáningarfrelsi þeirra Svo virðist sem að fundargestir róist þegar Ármann blandar sér aftur í málið, segir mönnum að róa sig auk þess sem að hann hótar því að slíta fundinum verði reglum fundarins ekki fylgt.Í kæru sem mennirnir lögðu fram hjá lögreglu í dag segir að kært sé vegna brots á 116. almennra hegningarlaga og 217. greinar almennra hegningarlaga. Komið hefur fram að annar mannanna sé fyrrverandi lögreglumaður, en starfi ekki í dag sem slíkur.116. greinin segir að hver sá sem taki sér eitthvert opinbert vald, sem hann ekki hafi, skuli sæta sektum eða varðhaldi eða, ef miklar sakir eru, fangelsi allt að 2 árum. 217. greinin snýr að minniháttar líkamsárás og getur varðað fangelsi allt að einu ári, sé háttsemin sérstaklega vítaverð.Er þess krafist að lögreglan rannsaki hin meintu brot og að þeir sem beri ábyrgð á þeim verði látnir sæta viðeigandi refsingu. Þá áskilja mennirnir sér rétt til þess að koma á framfæri einkaréttarkröfum á síðari stigum vegna málsins.„Þeim finnst að þarna hafi verið höfð óeðlileg afskipti að þeirra tjáningafrelsi,“ segir Auður Tinna. Hælisleitendur Lögreglumál Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins eftir fyrirspurn hælisleitenda Myndbandi af uppákomunni hefur verið deilt á Facebook. 27. apríl 2019 14:55 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Ali Mayih Obayes Al-Ameri, Moses Nwobodo og Samuel Elijah, umsækjendur um alþjóðlega vernd á Íslandi, hafa lagt fram kæru til lögreglu vegna valdstjórnarbrots og minniháttar líkamsárásar á fundi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann í síðasta mánuði.Uppnám varð í salnum á umræddum fundi þegar mennirnir þrír hugðust nota tækifærið til þess að spyrja Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra, sem sem sat fyrir svörum á fundinum, út í stöðu hælisleitenda hér á landi.Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, var fundarstjóri fundarins og tók hann ekki vel í að Ali skyldi ekki hlýða fundarstjóra er hann bað Ali um að setjast niður aftur. Reyndi Ali ítrekað að ná athygli dómsmálaráðherra, án árangurs. Í samtali við Vísi segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður þremenninganna að gefið hafi verið í skyn á fundinum að Ali mætti spyrja dómsmálaráðherra spurninga, en Þórdís Kolbrún hafi kinkað kolli þegar fundarstjóri spurði hana hvort slíkt væri í lagi.„Þessir tveir herramenn eru lögreglan“Á myndbandi frá fundinum, sem sjá má hér að neðan, má sjá að nokkur reikistefna myndast eftir að Ali sest niður. Tveir aðrir fundargestir hafa sig frammi og skipa þremenningunum að hafa sig hæga er heyra má Ármann segja eftirfarandi á ensku:„Við munum ekki hringja í lögregluna þar sem þessir tveir herramenn eru lögreglan.“ Heyra má einn fundargest segja við þremenninganna að þeir eigi að sitja í sætum sína og hafa hljótt, ella verði þeim hent út, viðkomandi sé lögreglumaður. Þegar Ali neitar að verða við þeirri bón má sjá hvernig fundargesturinn grípur í Ali í tvígang áður en Ali sest niður aftur og fundargesturinn hverfur frá.Telja að höfð hafi verið óeðlileg afskipti af tjáningarfrelsi þeirra Svo virðist sem að fundargestir róist þegar Ármann blandar sér aftur í málið, segir mönnum að róa sig auk þess sem að hann hótar því að slíta fundinum verði reglum fundarins ekki fylgt.Í kæru sem mennirnir lögðu fram hjá lögreglu í dag segir að kært sé vegna brots á 116. almennra hegningarlaga og 217. greinar almennra hegningarlaga. Komið hefur fram að annar mannanna sé fyrrverandi lögreglumaður, en starfi ekki í dag sem slíkur.116. greinin segir að hver sá sem taki sér eitthvert opinbert vald, sem hann ekki hafi, skuli sæta sektum eða varðhaldi eða, ef miklar sakir eru, fangelsi allt að 2 árum. 217. greinin snýr að minniháttar líkamsárás og getur varðað fangelsi allt að einu ári, sé háttsemin sérstaklega vítaverð.Er þess krafist að lögreglan rannsaki hin meintu brot og að þeir sem beri ábyrgð á þeim verði látnir sæta viðeigandi refsingu. Þá áskilja mennirnir sér rétt til þess að koma á framfæri einkaréttarkröfum á síðari stigum vegna málsins.„Þeim finnst að þarna hafi verið höfð óeðlileg afskipti að þeirra tjáningafrelsi,“ segir Auður Tinna.
Hælisleitendur Lögreglumál Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins eftir fyrirspurn hælisleitenda Myndbandi af uppákomunni hefur verið deilt á Facebook. 27. apríl 2019 14:55 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins eftir fyrirspurn hælisleitenda Myndbandi af uppákomunni hefur verið deilt á Facebook. 27. apríl 2019 14:55