Fasteignaverð hér á landi hækkað mest á meðal OECD-ríkja frá 2010 Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 8. maí 2019 08:30 Tölurnar sýna að frá fyrsta ársfjórðungi 2010 þegar verð fasteigna á Íslandi náði lágmarki hafði verðið hækkað um 67 prósent, mest allra OECD-ríkja. Vísir/vilhelm Hvergi á meðal ríkja innan Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) hefur fasteignaverð hækkað meira að raunvirði en á Íslandi frá því að það náði lágmarki hér á landi eftir fjármálahrunið. Þetta sýna nýjar hagtölur OECD sem ná fram til fjórða ársfjórðungs síðasta árs. Tölurnar sýna að frá fyrsta ársfjórðungi 2010 þegar verð fasteigna á Íslandi náði lágmarki hafði verðið hækkað um 67 prósent, mest allra OECD-ríkja. Næst á eftir Íslandi kemur Eistland en fasteignamarkaðurinn þar í landi hækkaði um 51,3 prósent á tímabilinu, síðan Ísrael og Kanada. Vísitala OECD mælir raunverð. Samkvæmt gögnum stofnunarinnar lækkaði verð íbúðarhúsnæðis á Íslandi um tæplega 36 prósent að raungildi frá því að það fór hæst á fjórða ársfjórðungi 2007 þar til á fyrsta fjórðungi 2010. „Við sæjum kannski önnur lönd í efsta sæti ef við miðuðum við annan tímapunkt en þetta sýnir engu að síður hversu miklar hækkanir hafa verið á fasteignaverði frá því að markaðurinn var í sem mestri lægð,“ segir Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics, í samtali við Markaðinn. Magnús Árni segir að ástæðan að baki verðhækkuninni sé margþætt. „Það var lítið byggt fyrstu árin eftir hrun og í raun sjáum við ekki töluvert magn koma inn á markaðinn fyrr en árin 2017 og 2018. Það var skortur á fjármagni, bankarnir voru í fyrstu hikandi við að lána verktakafyrirtækjum fyrir uppbyggingu í ljósi reynslunnar og svo voru skipulagsyfirvöld ekki vakandi fyrir þeirri eftirspurnaraukningu sem varð þegar stórir árgangar komu inn á markaðinn,“ segir Magnús. Auk þess hafi erlent vinnuafl aukist verulega í takt við uppgang ferðaþjónustunnar. Aðspurður um þróun fasteignaverðs næstu missera segir Magnús að það geti oltið á vaxtaákvörðunum Seðlabankans. „Það er ólíklegt að við sjáum miklar verðhækkanir á næstunni en það er ekki víst að verð lækki, sérstaklega í ljósi yfirlýsingar seðlabankastjóra um að vextir geti mögulega lækkað. Ef vextir lækka er líklegt að fasteignaverð haldist að minnsta kosti óbreytt. Ef þeir lækka ekki er möguleiki á verðlækkun,“ segir Magnús. Þá verði að hafa í huga að það taki tíma fyrir fasteignaverð að lækka þar sem fólk sé tregt til að lækka verð á íbúðum sínum í söluferlinu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í lok apríl að áföll og minni spenna í þjóðarbúskapnum sköpuðu að öðru óbreyttu tilefni til að raunvextir Seðlabankans yrðu lægri. Næsta vaxtaákvörðun verður tilkynnt 22. maí. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Hvergi á meðal ríkja innan Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) hefur fasteignaverð hækkað meira að raunvirði en á Íslandi frá því að það náði lágmarki hér á landi eftir fjármálahrunið. Þetta sýna nýjar hagtölur OECD sem ná fram til fjórða ársfjórðungs síðasta árs. Tölurnar sýna að frá fyrsta ársfjórðungi 2010 þegar verð fasteigna á Íslandi náði lágmarki hafði verðið hækkað um 67 prósent, mest allra OECD-ríkja. Næst á eftir Íslandi kemur Eistland en fasteignamarkaðurinn þar í landi hækkaði um 51,3 prósent á tímabilinu, síðan Ísrael og Kanada. Vísitala OECD mælir raunverð. Samkvæmt gögnum stofnunarinnar lækkaði verð íbúðarhúsnæðis á Íslandi um tæplega 36 prósent að raungildi frá því að það fór hæst á fjórða ársfjórðungi 2007 þar til á fyrsta fjórðungi 2010. „Við sæjum kannski önnur lönd í efsta sæti ef við miðuðum við annan tímapunkt en þetta sýnir engu að síður hversu miklar hækkanir hafa verið á fasteignaverði frá því að markaðurinn var í sem mestri lægð,“ segir Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics, í samtali við Markaðinn. Magnús Árni segir að ástæðan að baki verðhækkuninni sé margþætt. „Það var lítið byggt fyrstu árin eftir hrun og í raun sjáum við ekki töluvert magn koma inn á markaðinn fyrr en árin 2017 og 2018. Það var skortur á fjármagni, bankarnir voru í fyrstu hikandi við að lána verktakafyrirtækjum fyrir uppbyggingu í ljósi reynslunnar og svo voru skipulagsyfirvöld ekki vakandi fyrir þeirri eftirspurnaraukningu sem varð þegar stórir árgangar komu inn á markaðinn,“ segir Magnús. Auk þess hafi erlent vinnuafl aukist verulega í takt við uppgang ferðaþjónustunnar. Aðspurður um þróun fasteignaverðs næstu missera segir Magnús að það geti oltið á vaxtaákvörðunum Seðlabankans. „Það er ólíklegt að við sjáum miklar verðhækkanir á næstunni en það er ekki víst að verð lækki, sérstaklega í ljósi yfirlýsingar seðlabankastjóra um að vextir geti mögulega lækkað. Ef vextir lækka er líklegt að fasteignaverð haldist að minnsta kosti óbreytt. Ef þeir lækka ekki er möguleiki á verðlækkun,“ segir Magnús. Þá verði að hafa í huga að það taki tíma fyrir fasteignaverð að lækka þar sem fólk sé tregt til að lækka verð á íbúðum sínum í söluferlinu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í lok apríl að áföll og minni spenna í þjóðarbúskapnum sköpuðu að öðru óbreyttu tilefni til að raunvextir Seðlabankans yrðu lægri. Næsta vaxtaákvörðun verður tilkynnt 22. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira