Frjáls á bankastjórahæðinni? Halldór Friðrik Þorsteinsson skrifar 8. maí 2019 07:00 Það er umhugsunarverð staðreynd hversu fámennir aðalfundir lífeyrissjóða eru, þegar haft er í huga hversu mikilvæg lífeyrisréttindi eru sérhverjum einstaklingi. Í þeim lífeyrissjóðum þar sem ríkir sjóðfélagalýðræði mæta á bilinu, 0,1-0,4% sjóðfélaga á aðalfund. Það mætti kalla þverstæðu. Á ársfundi Frjálsa lífeyrissjóðsins fyrir ári brá hins vegar svo við að aðalfundurinn var óvenju fjölmennur. Fregnir af afskriftum vegna United Silicon vöktu upp áleitnar spurningar um fyrirkomulag sjóðsins inni í Arion banka. Í framhaldi af gagnrýnum anda ársfundarins hafa orðið nokkrar breytingar til góðs. Rekstrarsamningur sjóðsins við bankann er loksins sýnilegur sjóðfélögum. Framkvæmdastjóri sjóðsins er orðinn starfsmaður hans en áður var hann starfsmaður bankans. Þá stendur til að innri endurskoðun sé ekki framkvæmd af bankanum heldur af aðila ráðnum af sjóðnum. Þessu til viðbótar stendur til að taka upp rafrænar kosningar. Það kann að margfalda lýðræðisþátttökuna eins og reyndin hefur verið hjá lífeyrissjóðnum Lífsverki. Frjálsi lífeyrissjóðurinn er hins vegar eftir sem áður múlbundinn bankanum vegna eins lítils ákvæðis í samþykktum sjóðsins. Það ákvæði er númer 4.9. og mætti kalla „Bankatengda vistarbandið“, því það felur Arion banka daglegan rekstur sjóðsins. Slíkt samþykktarákvæði er ekki að finna hjá neinum öðrum lífeyrissjóði. En því má breyta á ársfundi. Það eru veigamikil rök fyrir því að stór lífeyrissjóður eigi ekki að binda trúss sitt við einn banka. Bankar eru í eðli sínu dýrar stofnanir. Kostnaður Frjálsa lífeyrissjóðsins er drjúgum meiri en hjá keppinautum. Í öðru lagi er viðvarandi hætta á hagsmunaárekstrum eins og United Silicon fjárfestingin sýndi ljóslega. Í þriðja lagi gerir bankasambúðin það að verkum að tortryggja má allar fjárfestingar sjóðsins fyrir það eitt hvaðan ákvarðanirnar eru runnar. Tökum lítið dæmi. Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur dregist aftur úr keppinautum sínum í erlendum fjárfestingum. Og jafnvel þó að það kunni að eiga sér sínar eðlilegu skýringar þá vekur það samt upp spurningar vegna ólíkra hagsmuna banka og lífeyrissjóðs. Í fjórða lagi verður úrval fjárfestingarkosta alltaf einsleitara þegar horft er yfir fjárfestingarsviðið úr aðeins einum bankaturni. Fleira má telja. Arion banki er í harðri samkeppni við Frjálsa um viðbótarlífeyrissparnað með afurð sinni „Lífeyrisauka“. Mín reynsla er sú að of mikill tími stjórnarfunda fari í umfjöllun sem hlýst af sambúðinni við bankann. Það bitnar á ýmsum mikilvægum málum. Svo venst það einkar illa að sitja stjórnarfundi í „frjálsum“ lífeyrissjóði á bankastjórahæðinni í Borgartúni og mér er til efs að það sé sjálfstæðri hugsun stjórnarmanna til heilla. Mánudaginn 13. maí verður ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins haldinn í höfuðstöðvum Arion banka. Í fyrsta sinn kjósa sjóðfélagar alla stjórnarmenn, í þetta skiptið 5 einstaklinga. Margir lífeyrissjóðir setja í samþykktir sínar hámarkslengd á stjórnarsetu, 8-12 ár, og miðað við það er kominn tími á endurnýjun í Frjálsa lífeyrissjóðnum. Tillögur að samþykktabreytingum liggja fyrir fundinum. Þar hef ég m.a. lagt fram tillögu um að bundið verði í samþykktir að framkvæmdastjóri verði ráðinn af sjóðnum, stjórn sé heimilt að gera rekstrarsamning við fjármálafyrirtæki eða annan hæfan aðila um daglegan rekstur sjóðsins í heild eða að hluta – og að rekstrarsamningur skuli birtur. Ef samþykkt verður yrði sjóðurinn ekki lengur bundinn Arion banka heldur væri frjálst að leita hagstæðustu tilboða um þá þætti daglegs rekstrar sem talin væri ástæða til að útvista hverju sinni. Ég hvet alla sjóðfélaga í Frjálsa lífeyrissjóðnum til að mæta á fundinn og nýta atkvæði sín. Valið stendur um fortíðina eða framtíðina. Með því að kjósa fólk sem vill frjálsan lífeyrissjóð hafa sjóðfélagar bein áhrif á fyrirkomulag sjóðsins og þar með vænta framtíðarávöxtun lífeyrissparnaðar síns. Það er tímabært að þessi sjóður fái staðið undir nafni á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það er umhugsunarverð staðreynd hversu fámennir aðalfundir lífeyrissjóða eru, þegar haft er í huga hversu mikilvæg lífeyrisréttindi eru sérhverjum einstaklingi. Í þeim lífeyrissjóðum þar sem ríkir sjóðfélagalýðræði mæta á bilinu, 0,1-0,4% sjóðfélaga á aðalfund. Það mætti kalla þverstæðu. Á ársfundi Frjálsa lífeyrissjóðsins fyrir ári brá hins vegar svo við að aðalfundurinn var óvenju fjölmennur. Fregnir af afskriftum vegna United Silicon vöktu upp áleitnar spurningar um fyrirkomulag sjóðsins inni í Arion banka. Í framhaldi af gagnrýnum anda ársfundarins hafa orðið nokkrar breytingar til góðs. Rekstrarsamningur sjóðsins við bankann er loksins sýnilegur sjóðfélögum. Framkvæmdastjóri sjóðsins er orðinn starfsmaður hans en áður var hann starfsmaður bankans. Þá stendur til að innri endurskoðun sé ekki framkvæmd af bankanum heldur af aðila ráðnum af sjóðnum. Þessu til viðbótar stendur til að taka upp rafrænar kosningar. Það kann að margfalda lýðræðisþátttökuna eins og reyndin hefur verið hjá lífeyrissjóðnum Lífsverki. Frjálsi lífeyrissjóðurinn er hins vegar eftir sem áður múlbundinn bankanum vegna eins lítils ákvæðis í samþykktum sjóðsins. Það ákvæði er númer 4.9. og mætti kalla „Bankatengda vistarbandið“, því það felur Arion banka daglegan rekstur sjóðsins. Slíkt samþykktarákvæði er ekki að finna hjá neinum öðrum lífeyrissjóði. En því má breyta á ársfundi. Það eru veigamikil rök fyrir því að stór lífeyrissjóður eigi ekki að binda trúss sitt við einn banka. Bankar eru í eðli sínu dýrar stofnanir. Kostnaður Frjálsa lífeyrissjóðsins er drjúgum meiri en hjá keppinautum. Í öðru lagi er viðvarandi hætta á hagsmunaárekstrum eins og United Silicon fjárfestingin sýndi ljóslega. Í þriðja lagi gerir bankasambúðin það að verkum að tortryggja má allar fjárfestingar sjóðsins fyrir það eitt hvaðan ákvarðanirnar eru runnar. Tökum lítið dæmi. Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur dregist aftur úr keppinautum sínum í erlendum fjárfestingum. Og jafnvel þó að það kunni að eiga sér sínar eðlilegu skýringar þá vekur það samt upp spurningar vegna ólíkra hagsmuna banka og lífeyrissjóðs. Í fjórða lagi verður úrval fjárfestingarkosta alltaf einsleitara þegar horft er yfir fjárfestingarsviðið úr aðeins einum bankaturni. Fleira má telja. Arion banki er í harðri samkeppni við Frjálsa um viðbótarlífeyrissparnað með afurð sinni „Lífeyrisauka“. Mín reynsla er sú að of mikill tími stjórnarfunda fari í umfjöllun sem hlýst af sambúðinni við bankann. Það bitnar á ýmsum mikilvægum málum. Svo venst það einkar illa að sitja stjórnarfundi í „frjálsum“ lífeyrissjóði á bankastjórahæðinni í Borgartúni og mér er til efs að það sé sjálfstæðri hugsun stjórnarmanna til heilla. Mánudaginn 13. maí verður ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins haldinn í höfuðstöðvum Arion banka. Í fyrsta sinn kjósa sjóðfélagar alla stjórnarmenn, í þetta skiptið 5 einstaklinga. Margir lífeyrissjóðir setja í samþykktir sínar hámarkslengd á stjórnarsetu, 8-12 ár, og miðað við það er kominn tími á endurnýjun í Frjálsa lífeyrissjóðnum. Tillögur að samþykktabreytingum liggja fyrir fundinum. Þar hef ég m.a. lagt fram tillögu um að bundið verði í samþykktir að framkvæmdastjóri verði ráðinn af sjóðnum, stjórn sé heimilt að gera rekstrarsamning við fjármálafyrirtæki eða annan hæfan aðila um daglegan rekstur sjóðsins í heild eða að hluta – og að rekstrarsamningur skuli birtur. Ef samþykkt verður yrði sjóðurinn ekki lengur bundinn Arion banka heldur væri frjálst að leita hagstæðustu tilboða um þá þætti daglegs rekstrar sem talin væri ástæða til að útvista hverju sinni. Ég hvet alla sjóðfélaga í Frjálsa lífeyrissjóðnum til að mæta á fundinn og nýta atkvæði sín. Valið stendur um fortíðina eða framtíðina. Með því að kjósa fólk sem vill frjálsan lífeyrissjóð hafa sjóðfélagar bein áhrif á fyrirkomulag sjóðsins og þar með vænta framtíðarávöxtun lífeyrissparnaðar síns. Það er tímabært að þessi sjóður fái staðið undir nafni á ný.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar