Frjáls á bankastjórahæðinni? Halldór Friðrik Þorsteinsson skrifar 8. maí 2019 07:00 Það er umhugsunarverð staðreynd hversu fámennir aðalfundir lífeyrissjóða eru, þegar haft er í huga hversu mikilvæg lífeyrisréttindi eru sérhverjum einstaklingi. Í þeim lífeyrissjóðum þar sem ríkir sjóðfélagalýðræði mæta á bilinu, 0,1-0,4% sjóðfélaga á aðalfund. Það mætti kalla þverstæðu. Á ársfundi Frjálsa lífeyrissjóðsins fyrir ári brá hins vegar svo við að aðalfundurinn var óvenju fjölmennur. Fregnir af afskriftum vegna United Silicon vöktu upp áleitnar spurningar um fyrirkomulag sjóðsins inni í Arion banka. Í framhaldi af gagnrýnum anda ársfundarins hafa orðið nokkrar breytingar til góðs. Rekstrarsamningur sjóðsins við bankann er loksins sýnilegur sjóðfélögum. Framkvæmdastjóri sjóðsins er orðinn starfsmaður hans en áður var hann starfsmaður bankans. Þá stendur til að innri endurskoðun sé ekki framkvæmd af bankanum heldur af aðila ráðnum af sjóðnum. Þessu til viðbótar stendur til að taka upp rafrænar kosningar. Það kann að margfalda lýðræðisþátttökuna eins og reyndin hefur verið hjá lífeyrissjóðnum Lífsverki. Frjálsi lífeyrissjóðurinn er hins vegar eftir sem áður múlbundinn bankanum vegna eins lítils ákvæðis í samþykktum sjóðsins. Það ákvæði er númer 4.9. og mætti kalla „Bankatengda vistarbandið“, því það felur Arion banka daglegan rekstur sjóðsins. Slíkt samþykktarákvæði er ekki að finna hjá neinum öðrum lífeyrissjóði. En því má breyta á ársfundi. Það eru veigamikil rök fyrir því að stór lífeyrissjóður eigi ekki að binda trúss sitt við einn banka. Bankar eru í eðli sínu dýrar stofnanir. Kostnaður Frjálsa lífeyrissjóðsins er drjúgum meiri en hjá keppinautum. Í öðru lagi er viðvarandi hætta á hagsmunaárekstrum eins og United Silicon fjárfestingin sýndi ljóslega. Í þriðja lagi gerir bankasambúðin það að verkum að tortryggja má allar fjárfestingar sjóðsins fyrir það eitt hvaðan ákvarðanirnar eru runnar. Tökum lítið dæmi. Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur dregist aftur úr keppinautum sínum í erlendum fjárfestingum. Og jafnvel þó að það kunni að eiga sér sínar eðlilegu skýringar þá vekur það samt upp spurningar vegna ólíkra hagsmuna banka og lífeyrissjóðs. Í fjórða lagi verður úrval fjárfestingarkosta alltaf einsleitara þegar horft er yfir fjárfestingarsviðið úr aðeins einum bankaturni. Fleira má telja. Arion banki er í harðri samkeppni við Frjálsa um viðbótarlífeyrissparnað með afurð sinni „Lífeyrisauka“. Mín reynsla er sú að of mikill tími stjórnarfunda fari í umfjöllun sem hlýst af sambúðinni við bankann. Það bitnar á ýmsum mikilvægum málum. Svo venst það einkar illa að sitja stjórnarfundi í „frjálsum“ lífeyrissjóði á bankastjórahæðinni í Borgartúni og mér er til efs að það sé sjálfstæðri hugsun stjórnarmanna til heilla. Mánudaginn 13. maí verður ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins haldinn í höfuðstöðvum Arion banka. Í fyrsta sinn kjósa sjóðfélagar alla stjórnarmenn, í þetta skiptið 5 einstaklinga. Margir lífeyrissjóðir setja í samþykktir sínar hámarkslengd á stjórnarsetu, 8-12 ár, og miðað við það er kominn tími á endurnýjun í Frjálsa lífeyrissjóðnum. Tillögur að samþykktabreytingum liggja fyrir fundinum. Þar hef ég m.a. lagt fram tillögu um að bundið verði í samþykktir að framkvæmdastjóri verði ráðinn af sjóðnum, stjórn sé heimilt að gera rekstrarsamning við fjármálafyrirtæki eða annan hæfan aðila um daglegan rekstur sjóðsins í heild eða að hluta – og að rekstrarsamningur skuli birtur. Ef samþykkt verður yrði sjóðurinn ekki lengur bundinn Arion banka heldur væri frjálst að leita hagstæðustu tilboða um þá þætti daglegs rekstrar sem talin væri ástæða til að útvista hverju sinni. Ég hvet alla sjóðfélaga í Frjálsa lífeyrissjóðnum til að mæta á fundinn og nýta atkvæði sín. Valið stendur um fortíðina eða framtíðina. Með því að kjósa fólk sem vill frjálsan lífeyrissjóð hafa sjóðfélagar bein áhrif á fyrirkomulag sjóðsins og þar með vænta framtíðarávöxtun lífeyrissparnaðar síns. Það er tímabært að þessi sjóður fái staðið undir nafni á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Það er umhugsunarverð staðreynd hversu fámennir aðalfundir lífeyrissjóða eru, þegar haft er í huga hversu mikilvæg lífeyrisréttindi eru sérhverjum einstaklingi. Í þeim lífeyrissjóðum þar sem ríkir sjóðfélagalýðræði mæta á bilinu, 0,1-0,4% sjóðfélaga á aðalfund. Það mætti kalla þverstæðu. Á ársfundi Frjálsa lífeyrissjóðsins fyrir ári brá hins vegar svo við að aðalfundurinn var óvenju fjölmennur. Fregnir af afskriftum vegna United Silicon vöktu upp áleitnar spurningar um fyrirkomulag sjóðsins inni í Arion banka. Í framhaldi af gagnrýnum anda ársfundarins hafa orðið nokkrar breytingar til góðs. Rekstrarsamningur sjóðsins við bankann er loksins sýnilegur sjóðfélögum. Framkvæmdastjóri sjóðsins er orðinn starfsmaður hans en áður var hann starfsmaður bankans. Þá stendur til að innri endurskoðun sé ekki framkvæmd af bankanum heldur af aðila ráðnum af sjóðnum. Þessu til viðbótar stendur til að taka upp rafrænar kosningar. Það kann að margfalda lýðræðisþátttökuna eins og reyndin hefur verið hjá lífeyrissjóðnum Lífsverki. Frjálsi lífeyrissjóðurinn er hins vegar eftir sem áður múlbundinn bankanum vegna eins lítils ákvæðis í samþykktum sjóðsins. Það ákvæði er númer 4.9. og mætti kalla „Bankatengda vistarbandið“, því það felur Arion banka daglegan rekstur sjóðsins. Slíkt samþykktarákvæði er ekki að finna hjá neinum öðrum lífeyrissjóði. En því má breyta á ársfundi. Það eru veigamikil rök fyrir því að stór lífeyrissjóður eigi ekki að binda trúss sitt við einn banka. Bankar eru í eðli sínu dýrar stofnanir. Kostnaður Frjálsa lífeyrissjóðsins er drjúgum meiri en hjá keppinautum. Í öðru lagi er viðvarandi hætta á hagsmunaárekstrum eins og United Silicon fjárfestingin sýndi ljóslega. Í þriðja lagi gerir bankasambúðin það að verkum að tortryggja má allar fjárfestingar sjóðsins fyrir það eitt hvaðan ákvarðanirnar eru runnar. Tökum lítið dæmi. Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur dregist aftur úr keppinautum sínum í erlendum fjárfestingum. Og jafnvel þó að það kunni að eiga sér sínar eðlilegu skýringar þá vekur það samt upp spurningar vegna ólíkra hagsmuna banka og lífeyrissjóðs. Í fjórða lagi verður úrval fjárfestingarkosta alltaf einsleitara þegar horft er yfir fjárfestingarsviðið úr aðeins einum bankaturni. Fleira má telja. Arion banki er í harðri samkeppni við Frjálsa um viðbótarlífeyrissparnað með afurð sinni „Lífeyrisauka“. Mín reynsla er sú að of mikill tími stjórnarfunda fari í umfjöllun sem hlýst af sambúðinni við bankann. Það bitnar á ýmsum mikilvægum málum. Svo venst það einkar illa að sitja stjórnarfundi í „frjálsum“ lífeyrissjóði á bankastjórahæðinni í Borgartúni og mér er til efs að það sé sjálfstæðri hugsun stjórnarmanna til heilla. Mánudaginn 13. maí verður ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins haldinn í höfuðstöðvum Arion banka. Í fyrsta sinn kjósa sjóðfélagar alla stjórnarmenn, í þetta skiptið 5 einstaklinga. Margir lífeyrissjóðir setja í samþykktir sínar hámarkslengd á stjórnarsetu, 8-12 ár, og miðað við það er kominn tími á endurnýjun í Frjálsa lífeyrissjóðnum. Tillögur að samþykktabreytingum liggja fyrir fundinum. Þar hef ég m.a. lagt fram tillögu um að bundið verði í samþykktir að framkvæmdastjóri verði ráðinn af sjóðnum, stjórn sé heimilt að gera rekstrarsamning við fjármálafyrirtæki eða annan hæfan aðila um daglegan rekstur sjóðsins í heild eða að hluta – og að rekstrarsamningur skuli birtur. Ef samþykkt verður yrði sjóðurinn ekki lengur bundinn Arion banka heldur væri frjálst að leita hagstæðustu tilboða um þá þætti daglegs rekstrar sem talin væri ástæða til að útvista hverju sinni. Ég hvet alla sjóðfélaga í Frjálsa lífeyrissjóðnum til að mæta á fundinn og nýta atkvæði sín. Valið stendur um fortíðina eða framtíðina. Með því að kjósa fólk sem vill frjálsan lífeyrissjóð hafa sjóðfélagar bein áhrif á fyrirkomulag sjóðsins og þar með vænta framtíðarávöxtun lífeyrissparnaðar síns. Það er tímabært að þessi sjóður fái staðið undir nafni á ný.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun