Um 90 prósent dýrategunda við Ísland hverfi innan 50 ára Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. maí 2019 19:56 Um níutíu prósent dýrategunda við Ísland munu hverfa innan fimmtíu ára vegna loftlagsbreytinga og ágangs manna að mati dýrafræðings. Einhverjar færi sig norðar eða sunnar en aðrar deyi út. Samkvæmt nýrri skýrslu sem margir helstu vísindamenn heims unnu fyrir Sameinuðu þjóðirnar hrakar vistkerfum jarðar á ógnarhraða og telja má að um milljón tegundir séu í útrýmingarhættu. Hraði útrýmingar er langt umfram meðaltal sögulegs tíma. Vísindamennirnir segja þó að enn sé hægt að grípa til veigamikilla aðgerða í umhverfismálum og breyta þannig stefnunni að einhverju leyti. Framkvæmdastjóri RORUM, sem hefur meðal annars rannsakað loftslagsbreytingar á dýrategundir, telur þetta varlega áætlað. „Milljón dýrategundir. Þú getur alveg eins sagt tíu milljónir. Við þekkjum ekki allar dýrategundir, það er ekki búið að lýsa nærri því öllum tegundum sem eru hér í kringum landið. Þetta eru dýrategundir sem menn hafa nafngreint að séu í hættu. Það þýðir að þetta sé mjög varlega áætlað. Það er bara augljóst út frá þessari skýrslu," segir Þorleifur Eiríksson, dýrafræðingur. „Það verða gríðarlegar breytingar á næstu áratugum og ég held að það geti enginn ímyndað sér það. Og vilji kannski enginn ímynda sér það," segir hann.Þorleifur Eiríksson.Loftslagsbreytingar muni hafa mikil áhrif á dýralíf á Íslandi. „Mér sýnist þetta því miður vera að fara illa og ég geri ráð fyrir því að á næstu fimmtíu árum verði um níutíu prósent þeirra dýrategunda sem við þekkjum horfnar. Sumar munu lifa aðeins norðar, eða sunnar, eftir atvikum en mjög margar munu bara deyja út," segir Þorleifur og bætir við að einhverjar aðrar komi væntanlega í staðinn. Breytingar á hitastigi sjávar muni hafa mikil og keðjuverkandi áhrif. „Stuttnefja er að hverfa og mun fara norðar. Langvía mun sennilega fljótlega gera líka. Lundinn hefur eins og við vitum algjörlega hrunið af því að sandsílið er horfið. Menn vilja tala um að það sé út af þessum loftslagsbreytingum," segir Þorleifur. Þá gæti skelfiskstofninn við landið hrunið vegna súrnunar sjávar en talið er að neikvæðra áhrifa þess muni einna fyrst gæta hér við land. „Það er ekki bara að þessar tegundir hverfa. Þær eru náttúrulega hluti af mjög flóknum fæðuvef. Ýsan til dæmis, hún lifir mest á skeldýrum, það verður væntanlega mikið hrun á þeim stofni og síðan bara keðjuverkun," segir Þorleifur. Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Mannkynið stenst varla fjöldaútdauða tegunda Ísland verður ekki ónæmt fyrir hnignun vistkerfa og líffræðilegs fjölbreytileika sem var lýst í svartri skýrslu Sameinuðu þjóðanna í vikunni. 8. maí 2019 16:45 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Magnea sætist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Um níutíu prósent dýrategunda við Ísland munu hverfa innan fimmtíu ára vegna loftlagsbreytinga og ágangs manna að mati dýrafræðings. Einhverjar færi sig norðar eða sunnar en aðrar deyi út. Samkvæmt nýrri skýrslu sem margir helstu vísindamenn heims unnu fyrir Sameinuðu þjóðirnar hrakar vistkerfum jarðar á ógnarhraða og telja má að um milljón tegundir séu í útrýmingarhættu. Hraði útrýmingar er langt umfram meðaltal sögulegs tíma. Vísindamennirnir segja þó að enn sé hægt að grípa til veigamikilla aðgerða í umhverfismálum og breyta þannig stefnunni að einhverju leyti. Framkvæmdastjóri RORUM, sem hefur meðal annars rannsakað loftslagsbreytingar á dýrategundir, telur þetta varlega áætlað. „Milljón dýrategundir. Þú getur alveg eins sagt tíu milljónir. Við þekkjum ekki allar dýrategundir, það er ekki búið að lýsa nærri því öllum tegundum sem eru hér í kringum landið. Þetta eru dýrategundir sem menn hafa nafngreint að séu í hættu. Það þýðir að þetta sé mjög varlega áætlað. Það er bara augljóst út frá þessari skýrslu," segir Þorleifur Eiríksson, dýrafræðingur. „Það verða gríðarlegar breytingar á næstu áratugum og ég held að það geti enginn ímyndað sér það. Og vilji kannski enginn ímynda sér það," segir hann.Þorleifur Eiríksson.Loftslagsbreytingar muni hafa mikil áhrif á dýralíf á Íslandi. „Mér sýnist þetta því miður vera að fara illa og ég geri ráð fyrir því að á næstu fimmtíu árum verði um níutíu prósent þeirra dýrategunda sem við þekkjum horfnar. Sumar munu lifa aðeins norðar, eða sunnar, eftir atvikum en mjög margar munu bara deyja út," segir Þorleifur og bætir við að einhverjar aðrar komi væntanlega í staðinn. Breytingar á hitastigi sjávar muni hafa mikil og keðjuverkandi áhrif. „Stuttnefja er að hverfa og mun fara norðar. Langvía mun sennilega fljótlega gera líka. Lundinn hefur eins og við vitum algjörlega hrunið af því að sandsílið er horfið. Menn vilja tala um að það sé út af þessum loftslagsbreytingum," segir Þorleifur. Þá gæti skelfiskstofninn við landið hrunið vegna súrnunar sjávar en talið er að neikvæðra áhrifa þess muni einna fyrst gæta hér við land. „Það er ekki bara að þessar tegundir hverfa. Þær eru náttúrulega hluti af mjög flóknum fæðuvef. Ýsan til dæmis, hún lifir mest á skeldýrum, það verður væntanlega mikið hrun á þeim stofni og síðan bara keðjuverkun," segir Þorleifur.
Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Mannkynið stenst varla fjöldaútdauða tegunda Ísland verður ekki ónæmt fyrir hnignun vistkerfa og líffræðilegs fjölbreytileika sem var lýst í svartri skýrslu Sameinuðu þjóðanna í vikunni. 8. maí 2019 16:45 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Magnea sætist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Mannkynið stenst varla fjöldaútdauða tegunda Ísland verður ekki ónæmt fyrir hnignun vistkerfa og líffræðilegs fjölbreytileika sem var lýst í svartri skýrslu Sameinuðu þjóðanna í vikunni. 8. maí 2019 16:45