Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. maí 2019 12:30 Carl Baudenbacher var dómari við EFTA-dómstólinn í 22 ár sem fulltrúi Leichtenstein. Hann dæmdi meðal annars íslenska ríkinu í vil í Icesave-málinu með dómi sem kveðinn var upp 28. janúar 2013. Vísir/Anton Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. Baudenbacher, sem er svissneskur ríkisborgari, var dómari við EFTA-dómstólinn í 22 ár sem fulltrúi Liechtenstein en starfar nú sjálfstætt við lögfræðiráðgjöf með aðsetur í Lundúnum. Hann var fenginn af utanríkisráðherra til að vinna lögfræðilega álitsgerð um þriðja orkupakkann og hvaða afleiðingar það hefði ef íslenska ríkið myndi hafna því að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar frá 5. maí 2017 með afléttingu stjórnskipulegs fyrirvara vegna þriðja orkupakkans. Þá var hann jafnframt beðinn að meta möguleika Íslands á að semja um undanþágu frá reglugerð 713/2009 um Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði (ACER) en valdheimildir þessarar stofnunar eru eitt heitasta þrætuepli þriðja orkupakkans. Í álitsgerð Baudenbachers sem birt var á vef Alþingis í morgun segir að Ísland hefði haft tækifæri til að koma með athugasemdir, fyrirvara og breytingar við innleiðingu þriðja orkupakkans inn í ESS-samninginn í sameiginlegu EES-nefndinni. Hins vegar hefði Ísland ekki beitt heimildum til að stöðva ákvarðanir vegna innleiðingu gerða orkupakkans á neinum tímapunkti. Baudenbacher segir að ef Ísland myndi ekki staðfesta ákvörðun um innleiðingu þriðja orkupakkans myndi það virkja 102. gr. EES-samningsins sem felur í sér að viðauka við samninginn, í þessu tilviki gildistöku reglna þriðja orkupakkans, yrði frestað til bráðabirgða. Baudenbacher segir hins vegar í að í ljósi hlutverks Evrópusambandsins í þessari löggjöf, mikilvægi löggjafarinnar, þeirrar staðreyndar að ESB hafi lagt lykkju á leið sína til að koma til móts við Ísland og í ljósi þess að slíkt myndi ganga í berhögg við fyrri framkvæmd við innleiðingu orkupakka eitt og tvö hér á landi sé líklegt að ESB muni setja einhvers konar fordæmi (e. set an example). Þá gæti slíkt sett aðild Íslands að EES-samningnum í uppnám til lengri tíma. Baudenbacher undirstrikar hins vegar að Ísland geti farið þessa leið og virkjað 102. gr. EES-samningsins. Hins vegar sé engin ástæða að beita slíkum öryggisventli í málinu. Þá telur Baudenbacher að möguleikar Íslands á að semja um undanþágu frá reglugerð um ACER séu litlar. Telur hann útilokað að Evrópusambandið muni samþykkja varanlega röskun á innri markaði EES-svæðisins á jafn mikilvægu málefnasviði og orkumálum. Þess má geta að Baudenbacher var einn þriggja dómara EFTA-dómstólsins sem dæmdi íslenska ríkinu í vil í Icesave-málinu með dómi sem kveðinn var upp 28. janúar 2013.„Algjört neyðarúrræði“ Utanríkisráðuneytið fór þess einnig á leit við Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík að varpa ljósi á lagalegar afleiðingar þess ef Alþingi myndi hafna þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann. Höfnun þingsályktunartillögunnar felur efnislega í sér að hafna því að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um innleiðingu gerða þriðja orkupakkans frá 5. maí 2017 eins og rakið er framar. Álit stofnunarinnar var birt á vef Alþingis í morgun. Þar kemur fram að í 25 ára sögu EES-samningsins hafi aldrei komið til þess að EFTA-ríki hafi hafnað afléttingu stjórnskipulegs fyrirvara eða upptöku gerða í EES-samninginn. Því sé ekki hægt að líta til neinna fordæma um hinar lagalegu afleiðingar heldur eingöngu ákvæða EES-samningsins sjálfs, auk fræðiskrifa. Í álitsgerðinni er meðal annars vitnað til rits Sigurðar Líndal og Skúla Magnússonar, Réttarkerfi Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins en þar segir: „Í stuttu máli er hægt að sjá fyrir sér að samningurinn geti ónýst á skömmum tíma ef EFTA-ríkin nýta sér þjóðréttarlegan rétt sinn til að hafna nýjum gerðum. Af þessum sökum er skiljanlegt að enn hefur ekki komið til þess að hluta EES-samningsins hafi verið frestað. Af framangreindu sést glöggt að rétturinn til að synja laganýmælum ESB á þeim sviðum sem EES-samningurinn nær til er vissulega fyrir hendi frá formlegu sjónarhorni. Frá pólitísku sjónarhorni er hann þó vart fyrir hendi, a.m.k. svo framarlega sem stjórnvöld EFTA-ríkjanna vilja halda í EES-samninginn. Á hinn bóginn má líta á heimild EFTA-ríkjanna sem neyðarhemil sem til greina kæmi að nota við sérstakar aðstæður.“ Í álitsgerðinni segir að rík skylda hvíli á samningsaðilum á grundvelli EES-samningsins að ná samkomkulagi um upptöku gerða í samninginn. Beiting 102. gr. eigi eingöngu að vera tímabundin ráðstöfun þar til samningsaðilar, EFTA-ríkin annars vegar og ESB hins vegar, hafi náð samkomulagi. Hins vegar hafi EFTA-ríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein og ESB þegar náð samkomulagi um aðlögun þriðja orkupakkans að undangengnum viðamiklum undirbúningi EFTA-ríkjanna þriggja og ESB. Þannig hafi ESB þegar fallist á kröfur íslenska ríkisins um efnislega aðlögun vegna þriðja orkupakkans, m.a. um að aðlaga löggjöfina að tveggja stoða kerfi EES-samningsins og um heimildir Íslands til að leita eftir undanþágum frá mikilvægum greinum raforkutilskipunar Evrópusambandsins nr. 72/2009. Í niðurstöðum álitsins segir: „(H) eimild íslenska ríkisins til að hafna afléttingu stjómskipulegs fyrirvara og upptöku gerðar í EES-samninginn felur í sér algjört neyðarúrræði. Synjun íslenska ríkisins um afléttingu stjórnskipulegs fyrirvara fæli í sér fordæmalausa stöðu sem hefði í för með sér mikla lagalega og pólitíska óvissu og setti framkvæmd EES-samningsins í uppnám.“Lögfræðiálit Carl Baudenbachers. Lögfræðiálit Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR. Alþingi Orkumál Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. Baudenbacher, sem er svissneskur ríkisborgari, var dómari við EFTA-dómstólinn í 22 ár sem fulltrúi Liechtenstein en starfar nú sjálfstætt við lögfræðiráðgjöf með aðsetur í Lundúnum. Hann var fenginn af utanríkisráðherra til að vinna lögfræðilega álitsgerð um þriðja orkupakkann og hvaða afleiðingar það hefði ef íslenska ríkið myndi hafna því að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar frá 5. maí 2017 með afléttingu stjórnskipulegs fyrirvara vegna þriðja orkupakkans. Þá var hann jafnframt beðinn að meta möguleika Íslands á að semja um undanþágu frá reglugerð 713/2009 um Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði (ACER) en valdheimildir þessarar stofnunar eru eitt heitasta þrætuepli þriðja orkupakkans. Í álitsgerð Baudenbachers sem birt var á vef Alþingis í morgun segir að Ísland hefði haft tækifæri til að koma með athugasemdir, fyrirvara og breytingar við innleiðingu þriðja orkupakkans inn í ESS-samninginn í sameiginlegu EES-nefndinni. Hins vegar hefði Ísland ekki beitt heimildum til að stöðva ákvarðanir vegna innleiðingu gerða orkupakkans á neinum tímapunkti. Baudenbacher segir að ef Ísland myndi ekki staðfesta ákvörðun um innleiðingu þriðja orkupakkans myndi það virkja 102. gr. EES-samningsins sem felur í sér að viðauka við samninginn, í þessu tilviki gildistöku reglna þriðja orkupakkans, yrði frestað til bráðabirgða. Baudenbacher segir hins vegar í að í ljósi hlutverks Evrópusambandsins í þessari löggjöf, mikilvægi löggjafarinnar, þeirrar staðreyndar að ESB hafi lagt lykkju á leið sína til að koma til móts við Ísland og í ljósi þess að slíkt myndi ganga í berhögg við fyrri framkvæmd við innleiðingu orkupakka eitt og tvö hér á landi sé líklegt að ESB muni setja einhvers konar fordæmi (e. set an example). Þá gæti slíkt sett aðild Íslands að EES-samningnum í uppnám til lengri tíma. Baudenbacher undirstrikar hins vegar að Ísland geti farið þessa leið og virkjað 102. gr. EES-samningsins. Hins vegar sé engin ástæða að beita slíkum öryggisventli í málinu. Þá telur Baudenbacher að möguleikar Íslands á að semja um undanþágu frá reglugerð um ACER séu litlar. Telur hann útilokað að Evrópusambandið muni samþykkja varanlega röskun á innri markaði EES-svæðisins á jafn mikilvægu málefnasviði og orkumálum. Þess má geta að Baudenbacher var einn þriggja dómara EFTA-dómstólsins sem dæmdi íslenska ríkinu í vil í Icesave-málinu með dómi sem kveðinn var upp 28. janúar 2013.„Algjört neyðarúrræði“ Utanríkisráðuneytið fór þess einnig á leit við Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík að varpa ljósi á lagalegar afleiðingar þess ef Alþingi myndi hafna þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann. Höfnun þingsályktunartillögunnar felur efnislega í sér að hafna því að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um innleiðingu gerða þriðja orkupakkans frá 5. maí 2017 eins og rakið er framar. Álit stofnunarinnar var birt á vef Alþingis í morgun. Þar kemur fram að í 25 ára sögu EES-samningsins hafi aldrei komið til þess að EFTA-ríki hafi hafnað afléttingu stjórnskipulegs fyrirvara eða upptöku gerða í EES-samninginn. Því sé ekki hægt að líta til neinna fordæma um hinar lagalegu afleiðingar heldur eingöngu ákvæða EES-samningsins sjálfs, auk fræðiskrifa. Í álitsgerðinni er meðal annars vitnað til rits Sigurðar Líndal og Skúla Magnússonar, Réttarkerfi Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins en þar segir: „Í stuttu máli er hægt að sjá fyrir sér að samningurinn geti ónýst á skömmum tíma ef EFTA-ríkin nýta sér þjóðréttarlegan rétt sinn til að hafna nýjum gerðum. Af þessum sökum er skiljanlegt að enn hefur ekki komið til þess að hluta EES-samningsins hafi verið frestað. Af framangreindu sést glöggt að rétturinn til að synja laganýmælum ESB á þeim sviðum sem EES-samningurinn nær til er vissulega fyrir hendi frá formlegu sjónarhorni. Frá pólitísku sjónarhorni er hann þó vart fyrir hendi, a.m.k. svo framarlega sem stjórnvöld EFTA-ríkjanna vilja halda í EES-samninginn. Á hinn bóginn má líta á heimild EFTA-ríkjanna sem neyðarhemil sem til greina kæmi að nota við sérstakar aðstæður.“ Í álitsgerðinni segir að rík skylda hvíli á samningsaðilum á grundvelli EES-samningsins að ná samkomkulagi um upptöku gerða í samninginn. Beiting 102. gr. eigi eingöngu að vera tímabundin ráðstöfun þar til samningsaðilar, EFTA-ríkin annars vegar og ESB hins vegar, hafi náð samkomulagi. Hins vegar hafi EFTA-ríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein og ESB þegar náð samkomulagi um aðlögun þriðja orkupakkans að undangengnum viðamiklum undirbúningi EFTA-ríkjanna þriggja og ESB. Þannig hafi ESB þegar fallist á kröfur íslenska ríkisins um efnislega aðlögun vegna þriðja orkupakkans, m.a. um að aðlaga löggjöfina að tveggja stoða kerfi EES-samningsins og um heimildir Íslands til að leita eftir undanþágum frá mikilvægum greinum raforkutilskipunar Evrópusambandsins nr. 72/2009. Í niðurstöðum álitsins segir: „(H) eimild íslenska ríkisins til að hafna afléttingu stjómskipulegs fyrirvara og upptöku gerðar í EES-samninginn felur í sér algjört neyðarúrræði. Synjun íslenska ríkisins um afléttingu stjórnskipulegs fyrirvara fæli í sér fordæmalausa stöðu sem hefði í för með sér mikla lagalega og pólitíska óvissu og setti framkvæmd EES-samningsins í uppnám.“Lögfræðiálit Carl Baudenbachers. Lögfræðiálit Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR.
Alþingi Orkumál Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira