Forða því að handritin fuðri upp í flugslysi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. maí 2019 11:55 Hús íslenskunnar mun rísa á næstu þremur árum. Ekki var talið öruggt að hafa handritin á efri hæðum Húss íslenskunnar vegna nálægðar við Reykjavíkurflugvöll. Þetta kom fram í máli Guðrúnar Nordal, forstöðumanns Árnastofnunar, á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Guðrún sagði að búið væri að gera miklar rannsóknir á því hvernig væri best að koma handritunum fyrir í Húsi íslenskunnar sem taka á í notkun eftir um þrjú ár. „Það var til dæmis ekki talið öruggt að setja það á efri hæðirnar vegna þess að það er hætt við því að flugvél fljúgi á húsið því við erum svo nálægt flugvelli. Það er stór þáttur í því að hafa handritin niðri en ekki uppi,“ sagði Guðrún en leitað var til öryggisráðgjafa bæði hér heima og erlendis vegna þessa. Tilboði Ístaks sem tekið var hljóðar upp á 4,5 milljarða króna. Áfallinn kostnaður á verkefnið til dagsins í dag er 713 milljónir króna og við bætast svo áætlaðar verðlagsbreytingar út framkvæmdatímann upp á 371 milljón króna. Ýmis annar kostnaður bætist svo við framkvæmdina þannig að kostnaðaráætlunin nú hljóðar upp á alls 6,2 milljarða króna. Guðrún sagði það hafa verið vonbrigði hversu há tilboðin í verkið hefðu verið en mat markaðarins væri þetta. Þá væri um flókið hús að ræða. „Þetta er ekki venjulegt skrifstofuhús þar sem verða bara skrifstofur heldur þarf að byggja utan um handritin mikla geymslu. Það verður svona hús í húsinu og það verða líka miklar öryggiskröfur gerðar til sýningarinnar sjálfrar,“ sagði Guðrún en í húsinu verður sýning á handritunum sem hefur ekki verið hægt að bjóða upp á í langan tíma. Hún sagði að í grundvallaratriðum væri um sama hús að ræða og átti að byggja þegar skóflustungan var tekin árið 2013. Á fyrstu hæðinni, sem kölluð er almenningur, verður lifandi pláss þar sem sýningin á handritunum verður, bókasafn sem gengur upp eftir öllu húsinu, fyrirlestrasalur og veitingastaða. Á efri hæðum verður síðan starfsemi Háskóla Íslands, kennslurými og skrifstofur stofnunarinnar. Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í heild sinni á vef RÚV.Uppfært klukkan 15:17:Upphæðirnar sem fram komu í fréttinni um tilboð Ístaks og áætlaðan kostnað í fyrstu útgáfu hennar voru ekki réttar. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Fréttir af flugi Handritasafn Árna Magnússonar Menning Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ekki var talið öruggt að hafa handritin á efri hæðum Húss íslenskunnar vegna nálægðar við Reykjavíkurflugvöll. Þetta kom fram í máli Guðrúnar Nordal, forstöðumanns Árnastofnunar, á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Guðrún sagði að búið væri að gera miklar rannsóknir á því hvernig væri best að koma handritunum fyrir í Húsi íslenskunnar sem taka á í notkun eftir um þrjú ár. „Það var til dæmis ekki talið öruggt að setja það á efri hæðirnar vegna þess að það er hætt við því að flugvél fljúgi á húsið því við erum svo nálægt flugvelli. Það er stór þáttur í því að hafa handritin niðri en ekki uppi,“ sagði Guðrún en leitað var til öryggisráðgjafa bæði hér heima og erlendis vegna þessa. Tilboði Ístaks sem tekið var hljóðar upp á 4,5 milljarða króna. Áfallinn kostnaður á verkefnið til dagsins í dag er 713 milljónir króna og við bætast svo áætlaðar verðlagsbreytingar út framkvæmdatímann upp á 371 milljón króna. Ýmis annar kostnaður bætist svo við framkvæmdina þannig að kostnaðaráætlunin nú hljóðar upp á alls 6,2 milljarða króna. Guðrún sagði það hafa verið vonbrigði hversu há tilboðin í verkið hefðu verið en mat markaðarins væri þetta. Þá væri um flókið hús að ræða. „Þetta er ekki venjulegt skrifstofuhús þar sem verða bara skrifstofur heldur þarf að byggja utan um handritin mikla geymslu. Það verður svona hús í húsinu og það verða líka miklar öryggiskröfur gerðar til sýningarinnar sjálfrar,“ sagði Guðrún en í húsinu verður sýning á handritunum sem hefur ekki verið hægt að bjóða upp á í langan tíma. Hún sagði að í grundvallaratriðum væri um sama hús að ræða og átti að byggja þegar skóflustungan var tekin árið 2013. Á fyrstu hæðinni, sem kölluð er almenningur, verður lifandi pláss þar sem sýningin á handritunum verður, bókasafn sem gengur upp eftir öllu húsinu, fyrirlestrasalur og veitingastaða. Á efri hæðum verður síðan starfsemi Háskóla Íslands, kennslurými og skrifstofur stofnunarinnar. Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í heild sinni á vef RÚV.Uppfært klukkan 15:17:Upphæðirnar sem fram komu í fréttinni um tilboð Ístaks og áætlaðan kostnað í fyrstu útgáfu hennar voru ekki réttar. Þetta hefur nú verið leiðrétt.
Fréttir af flugi Handritasafn Árna Magnússonar Menning Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira