Stefnt að opnun Landeyjahafnar á fimmtudag Sighvatur Jónsson skrifar 30. apríl 2019 14:30 Landeyjahöfn hefur verið lokuð frá því um miðjan desember. Stefnt er að því að Herjólfur sigli þangað í fyrsta sinn á árinu á fimmtudag klukkan 7. Vísir/Óskar P. Friðriksson Stefnt er að því að Herjólfur sigli um Landeyjahöfn á fimmtudagsmorgun. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir að ákvörðunin sé tekin með fyrirvara um mælingar sem gerðar verða í höfninni á morgun, miðvikudag. Þegar fréttastofa náði tali af Guðbjarti Ellerti Jónssyni, framkvæmdastjóra Herjólfs ohf., var hann að gera upp fyrsta mánuð nýs rekstrarfélags Eyjamanna sem tekið hefur við rekstri ferjunnar. „Fyrsti mánuðurinn gekk ágætlega miðað við aðstæður. Við gerðum ráð fyrir því að vera á öðru skipi og með aðra höfn í gangi.“ Landeyjahöfn hefur verið dýpkuð með hléum undanfarið þar sem veður og sjólag hafa ekki alltaf verið innan viðmiðunarmarka. Um hádegi var dýpkun ekki hafin en Vegagerðin telur að hægt verði að opna Landeyjahöfn á fimmtudag ef spár um veður og sjólag ganga eftir í dag.Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs.Landeyjahöfn nógu djúp fyrir nýjan Herjólf Framkvæmdastjóri Herjólfs segir að ákveðið hafi verið að stefna að siglingum um Landeyjahöfn á fimmtudag eftir að staðan var metin með skipstjórum. „Við tókum þessa ákvörðun að gefa þetta út, við þurfum ákveðinn tíma bæði út af bókunum og öðru að koma þessu til. En þetta er allt með þessum fyrirvara og óvissu sem er búin að vera ríkjandi.“ Landeyjahöfn er orðin nógu djúp fyrir nýjan Herjólfur sem enn er fastur í Póllandi vegna deilu skipasmíðastöðvarinnar og Vegagerðarinnar um lokagreiðslu.Vegagerðin hefur innkallað bankaábyrgðir vegna nýsmíðinnar. Talsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar segir að bankaábyrgðir hafi verið framlengdar um 30 daga sem ætti að gefa svigrúm til samninga. Guðbjartur Ellert, framkvæmdastjóri Herjólfs, bíður vongóður eftir nýja skipinu. Hann segir meginmarkmiðið vera að sigla sjö ferðir á dag milli Vestmannaeyja og Landeyja, óháð skipi. Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Stefnt er að því að Herjólfur sigli um Landeyjahöfn á fimmtudagsmorgun. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir að ákvörðunin sé tekin með fyrirvara um mælingar sem gerðar verða í höfninni á morgun, miðvikudag. Þegar fréttastofa náði tali af Guðbjarti Ellerti Jónssyni, framkvæmdastjóra Herjólfs ohf., var hann að gera upp fyrsta mánuð nýs rekstrarfélags Eyjamanna sem tekið hefur við rekstri ferjunnar. „Fyrsti mánuðurinn gekk ágætlega miðað við aðstæður. Við gerðum ráð fyrir því að vera á öðru skipi og með aðra höfn í gangi.“ Landeyjahöfn hefur verið dýpkuð með hléum undanfarið þar sem veður og sjólag hafa ekki alltaf verið innan viðmiðunarmarka. Um hádegi var dýpkun ekki hafin en Vegagerðin telur að hægt verði að opna Landeyjahöfn á fimmtudag ef spár um veður og sjólag ganga eftir í dag.Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs.Landeyjahöfn nógu djúp fyrir nýjan Herjólf Framkvæmdastjóri Herjólfs segir að ákveðið hafi verið að stefna að siglingum um Landeyjahöfn á fimmtudag eftir að staðan var metin með skipstjórum. „Við tókum þessa ákvörðun að gefa þetta út, við þurfum ákveðinn tíma bæði út af bókunum og öðru að koma þessu til. En þetta er allt með þessum fyrirvara og óvissu sem er búin að vera ríkjandi.“ Landeyjahöfn er orðin nógu djúp fyrir nýjan Herjólfur sem enn er fastur í Póllandi vegna deilu skipasmíðastöðvarinnar og Vegagerðarinnar um lokagreiðslu.Vegagerðin hefur innkallað bankaábyrgðir vegna nýsmíðinnar. Talsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar segir að bankaábyrgðir hafi verið framlengdar um 30 daga sem ætti að gefa svigrúm til samninga. Guðbjartur Ellert, framkvæmdastjóri Herjólfs, bíður vongóður eftir nýja skipinu. Hann segir meginmarkmiðið vera að sigla sjö ferðir á dag milli Vestmannaeyja og Landeyja, óháð skipi.
Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira