Innblásin mistök Sif Sigmarsdóttir skrifar 20. apríl 2019 11:00 Það þykir flott að vera farsæll. Daglega flæða yfir okkur fréttir af fólki sem af undraverðu fyrirhafnarleysi skrifar metsölubækur, klífur Everestfjall, stofnar fyrirtæki og selur þau fyrir milljarða eða hleypur svo hratt að það er verðlaunað með góðmálmi um hálsinn. Umfjöllun um afrek annarra í fjölmiðlum er eflaust ætlað að gefa okkur hinum byr undir báða vængi; hvetja okkur til að slökkva á Netflix, standa upp úr sófanum og verða líka farsæl. En gerir hún það? „Í hvert skipti sem vinur nýtur velgengni deyr eitthvað innra með mér,“ er haft eftir bandaríska rithöfundinum Gore Vidal. Á morgun er alþjóðlegi nýsköpunardagurinn en þá mun veröldin, að áeggjan Sameinuðu þjóðanna, fagna velgengni í sinni fjölbreyttustu mynd. Í ljósi þess að við fögnum velgengni alla daga ársins má velta fyrir sér hvort ekki væri nær að beina sjónum í þennan eina dag að hinni hlið peningsins.10.000 mistök „Velgengni er aðeins hægt að öðlast með því að mistakast ítrekað,“ er haft eftir iðnjöfrinum Soichiro Honda. „Velgengni er það eina prósent vinnu manns sem er afrakstur 99 prósentanna sem kallast mistök.“ Velgengni hljómar alltaf svo hnökralaus á síðum blaðanna. En samkvæmt rannsóknum er raunin önnur. Flestir þurfa að reyna og mistakast í tíu þúsund klukkutíma áður en velgengni er náð. Hvort sem um er að ræða viðskiptajöfra, íþróttafólk, listamenn eða vísindamenn tekur það viðkomandi tíu þúsund klukkustundir að komast til metorða á sínu sviði. Bítlarnir urðu ekki heimsfræg hljómsveit fyrr en þeir höfðu spilað á 1.200 tónleikum í tíu þúsund klukkustundir í Hamborg í Þýskalandi. Mozart varð ekki almennilegt tónskáld fyrr en hann hafði æft tónsmíðar í tíu þúsund klukkustundir. Bill Gates eyddi tíu þúsund klukkustundum af unglingsárum sínum í að forrita á frumstæða tölvu sem hann fékk aðgang að í gagnfræðaskólanum sínum. Fyrir þau okkar sem, eins og Gore Vidal, finna lítinn innblástur í afrekum annarra er hér listi yfir fimm flopp sem kunna að vera líklegri til að koma okkur upp úr sófanum: 1) Átta árum áður en Barack Obama varð forseti tapaði hann svo stórt í prófkjöri fyrir þingkosningar að hann hætti næstum í pólitík. 2) Momofuku Ando hóf starfsferil sinn á misheppnuðum tilraunum til að selja vefnað, vélarparta, hús og sokka. Hann fór fyrir sparisjóði sem fór á hausinn og lenti í fangelsi fyrir skattsvik. Í heilt ár lokaði Momofuku sig inni í skúr í garðinum sínum og vann að uppfinningu. Eftir margar misheppnaðar tilraunir varð skyndinúðlan til. Árið 1958 komu núðlur Momofuku fyrst á markað. Árið 2005 voru innbyrtir 86 milljarðar potta af skyndinúðlum um heim allan. 3) Oprah Winfrey var rekin úr fyrsta starfi sínu sem sjónvarpsþulur því hún var „algjörlega óhæf“. 4) J. K. Rowling var einstæð móðir sem barðist í bökkum og skrifaði Harry Potter á servíettur á kaffihúsum á meðan barnið svaf. Þegar bókin var loks tilbúin vildi enginn sjá hana. Í heilt ár gekk handritið milli bókaforlaga í Bretlandi sem öll töldu barnabók um galdrastrák glataða hugmynd. Barry Cunningham, ritstjóri hjá Bloomsbury, sagðist loks vera til í að gefa bókina út en sagði Rowling að fá sér alvöru vinnu því Harry Potter væri ekki líklegur til stórræða. Allir vita hvað gerðist næst. 5) Thomas Edison þarf vart að kynna. Skapari ljósaperunnar með meiru gerði 10.000 misheppnaðar tilraunir til að búa til söluvæna ljósaperu. Þegar blaðamaður spurði hann hvernig honum hefði liðið eftir að hafa mistekist svona oft svaraði Edison: „Mér mistókst ekki 10.000 sinnum. Mér mistókst ekki einu sinni. Mér heppnaðist að sýna fram á 10.000 leiðir sem ganga ekki upp. Þegar ég er búinn að útiloka leiðir sem ekki eru færar finn ég þá sem virkar.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það þykir flott að vera farsæll. Daglega flæða yfir okkur fréttir af fólki sem af undraverðu fyrirhafnarleysi skrifar metsölubækur, klífur Everestfjall, stofnar fyrirtæki og selur þau fyrir milljarða eða hleypur svo hratt að það er verðlaunað með góðmálmi um hálsinn. Umfjöllun um afrek annarra í fjölmiðlum er eflaust ætlað að gefa okkur hinum byr undir báða vængi; hvetja okkur til að slökkva á Netflix, standa upp úr sófanum og verða líka farsæl. En gerir hún það? „Í hvert skipti sem vinur nýtur velgengni deyr eitthvað innra með mér,“ er haft eftir bandaríska rithöfundinum Gore Vidal. Á morgun er alþjóðlegi nýsköpunardagurinn en þá mun veröldin, að áeggjan Sameinuðu þjóðanna, fagna velgengni í sinni fjölbreyttustu mynd. Í ljósi þess að við fögnum velgengni alla daga ársins má velta fyrir sér hvort ekki væri nær að beina sjónum í þennan eina dag að hinni hlið peningsins.10.000 mistök „Velgengni er aðeins hægt að öðlast með því að mistakast ítrekað,“ er haft eftir iðnjöfrinum Soichiro Honda. „Velgengni er það eina prósent vinnu manns sem er afrakstur 99 prósentanna sem kallast mistök.“ Velgengni hljómar alltaf svo hnökralaus á síðum blaðanna. En samkvæmt rannsóknum er raunin önnur. Flestir þurfa að reyna og mistakast í tíu þúsund klukkutíma áður en velgengni er náð. Hvort sem um er að ræða viðskiptajöfra, íþróttafólk, listamenn eða vísindamenn tekur það viðkomandi tíu þúsund klukkustundir að komast til metorða á sínu sviði. Bítlarnir urðu ekki heimsfræg hljómsveit fyrr en þeir höfðu spilað á 1.200 tónleikum í tíu þúsund klukkustundir í Hamborg í Þýskalandi. Mozart varð ekki almennilegt tónskáld fyrr en hann hafði æft tónsmíðar í tíu þúsund klukkustundir. Bill Gates eyddi tíu þúsund klukkustundum af unglingsárum sínum í að forrita á frumstæða tölvu sem hann fékk aðgang að í gagnfræðaskólanum sínum. Fyrir þau okkar sem, eins og Gore Vidal, finna lítinn innblástur í afrekum annarra er hér listi yfir fimm flopp sem kunna að vera líklegri til að koma okkur upp úr sófanum: 1) Átta árum áður en Barack Obama varð forseti tapaði hann svo stórt í prófkjöri fyrir þingkosningar að hann hætti næstum í pólitík. 2) Momofuku Ando hóf starfsferil sinn á misheppnuðum tilraunum til að selja vefnað, vélarparta, hús og sokka. Hann fór fyrir sparisjóði sem fór á hausinn og lenti í fangelsi fyrir skattsvik. Í heilt ár lokaði Momofuku sig inni í skúr í garðinum sínum og vann að uppfinningu. Eftir margar misheppnaðar tilraunir varð skyndinúðlan til. Árið 1958 komu núðlur Momofuku fyrst á markað. Árið 2005 voru innbyrtir 86 milljarðar potta af skyndinúðlum um heim allan. 3) Oprah Winfrey var rekin úr fyrsta starfi sínu sem sjónvarpsþulur því hún var „algjörlega óhæf“. 4) J. K. Rowling var einstæð móðir sem barðist í bökkum og skrifaði Harry Potter á servíettur á kaffihúsum á meðan barnið svaf. Þegar bókin var loks tilbúin vildi enginn sjá hana. Í heilt ár gekk handritið milli bókaforlaga í Bretlandi sem öll töldu barnabók um galdrastrák glataða hugmynd. Barry Cunningham, ritstjóri hjá Bloomsbury, sagðist loks vera til í að gefa bókina út en sagði Rowling að fá sér alvöru vinnu því Harry Potter væri ekki líklegur til stórræða. Allir vita hvað gerðist næst. 5) Thomas Edison þarf vart að kynna. Skapari ljósaperunnar með meiru gerði 10.000 misheppnaðar tilraunir til að búa til söluvæna ljósaperu. Þegar blaðamaður spurði hann hvernig honum hefði liðið eftir að hafa mistekist svona oft svaraði Edison: „Mér mistókst ekki 10.000 sinnum. Mér mistókst ekki einu sinni. Mér heppnaðist að sýna fram á 10.000 leiðir sem ganga ekki upp. Þegar ég er búinn að útiloka leiðir sem ekki eru færar finn ég þá sem virkar.“
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun