Skammarstrik Katrínar Jakobsdóttur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. apríl 2019 12:45 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Magnús Hlynur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að landsmenn megi vera þakklátir fyrir að hennar skammarstrik á menntaskólaárunum séu ekki geymd að eilífu á Internetinu. Ástæðan fyrir þessum orðum hennar er sú mikla pressa sem er á ungu fólki í dag því það sé nánast í beinni útsendingu allan daginn í gegnum snjalltæki. Katrín og nokkrir aðrir þingmenn Vinstri grænna voru nýlega með opinn fund á Hótel Selfossi þar sem farið var yfir stöðuna í þjóðmálunum og fjölmörgum spurningum fundargesta svarað. Katrín fékk m.a. spurning um líðan framhaldsskólanemenda og sálfræðiþjónustu við þá, sem er af skornum skammti. Hún heimsækir marga framhaldsskólum og notar þá tækifærið og spyr nemendur af hverju þeim líði illa. „Þau nefna til dæmis þennan gerbreytta heim þar sem snjalltæki, samfélagsmiðlar og annað slíkt er að breyta öllu umhverfi þessa unga fólks. Þegar ég lít aftur til minna menntaskólaára og skólaballa sem ég fór á og alls þess sem ég gerði á þeim tíma, mér hefði ekki fundist þægilegt að vera í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum í stöðugri mynd hjá einhverjum öðrum. Þetta er ekki smá pressa sem er búið að setja á þetta unga fólk,“ sagði Katrín. Og svo sagði Katrín þetta. „Ég er bara mjög fegin að mín skammarstrik eða mín hegðun á þessum tíma er ekki geymd að eilífu á Internetinu, ég er bara stórkostlega fegin, þið megið bara vera fegin líka,“ sagði forsætisráðherra og skellti upp úr og sagði svo: „Við þurfum öll að hafa okkar rými til þess að geta gert okkar mistök og rasað út og ekki síst þegar við erum ung og það er svakalegt að sjá þann mikla þrýsting sem ungt fólk upplifir einmitt af samfélagsmiðlum, að vera eiginlega stöðugt í kastljósinu, þannig að þetta er auðvitað eitthvað sem hefur mikil áhrif á líðan ungs fólks.“ Árborg Samfélagsmiðlar Tækni Vinstri græn Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að landsmenn megi vera þakklátir fyrir að hennar skammarstrik á menntaskólaárunum séu ekki geymd að eilífu á Internetinu. Ástæðan fyrir þessum orðum hennar er sú mikla pressa sem er á ungu fólki í dag því það sé nánast í beinni útsendingu allan daginn í gegnum snjalltæki. Katrín og nokkrir aðrir þingmenn Vinstri grænna voru nýlega með opinn fund á Hótel Selfossi þar sem farið var yfir stöðuna í þjóðmálunum og fjölmörgum spurningum fundargesta svarað. Katrín fékk m.a. spurning um líðan framhaldsskólanemenda og sálfræðiþjónustu við þá, sem er af skornum skammti. Hún heimsækir marga framhaldsskólum og notar þá tækifærið og spyr nemendur af hverju þeim líði illa. „Þau nefna til dæmis þennan gerbreytta heim þar sem snjalltæki, samfélagsmiðlar og annað slíkt er að breyta öllu umhverfi þessa unga fólks. Þegar ég lít aftur til minna menntaskólaára og skólaballa sem ég fór á og alls þess sem ég gerði á þeim tíma, mér hefði ekki fundist þægilegt að vera í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum í stöðugri mynd hjá einhverjum öðrum. Þetta er ekki smá pressa sem er búið að setja á þetta unga fólk,“ sagði Katrín. Og svo sagði Katrín þetta. „Ég er bara mjög fegin að mín skammarstrik eða mín hegðun á þessum tíma er ekki geymd að eilífu á Internetinu, ég er bara stórkostlega fegin, þið megið bara vera fegin líka,“ sagði forsætisráðherra og skellti upp úr og sagði svo: „Við þurfum öll að hafa okkar rými til þess að geta gert okkar mistök og rasað út og ekki síst þegar við erum ung og það er svakalegt að sjá þann mikla þrýsting sem ungt fólk upplifir einmitt af samfélagsmiðlum, að vera eiginlega stöðugt í kastljósinu, þannig að þetta er auðvitað eitthvað sem hefur mikil áhrif á líðan ungs fólks.“
Árborg Samfélagsmiðlar Tækni Vinstri græn Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira