Skammarstrik Katrínar Jakobsdóttur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. apríl 2019 12:45 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Magnús Hlynur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að landsmenn megi vera þakklátir fyrir að hennar skammarstrik á menntaskólaárunum séu ekki geymd að eilífu á Internetinu. Ástæðan fyrir þessum orðum hennar er sú mikla pressa sem er á ungu fólki í dag því það sé nánast í beinni útsendingu allan daginn í gegnum snjalltæki. Katrín og nokkrir aðrir þingmenn Vinstri grænna voru nýlega með opinn fund á Hótel Selfossi þar sem farið var yfir stöðuna í þjóðmálunum og fjölmörgum spurningum fundargesta svarað. Katrín fékk m.a. spurning um líðan framhaldsskólanemenda og sálfræðiþjónustu við þá, sem er af skornum skammti. Hún heimsækir marga framhaldsskólum og notar þá tækifærið og spyr nemendur af hverju þeim líði illa. „Þau nefna til dæmis þennan gerbreytta heim þar sem snjalltæki, samfélagsmiðlar og annað slíkt er að breyta öllu umhverfi þessa unga fólks. Þegar ég lít aftur til minna menntaskólaára og skólaballa sem ég fór á og alls þess sem ég gerði á þeim tíma, mér hefði ekki fundist þægilegt að vera í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum í stöðugri mynd hjá einhverjum öðrum. Þetta er ekki smá pressa sem er búið að setja á þetta unga fólk,“ sagði Katrín. Og svo sagði Katrín þetta. „Ég er bara mjög fegin að mín skammarstrik eða mín hegðun á þessum tíma er ekki geymd að eilífu á Internetinu, ég er bara stórkostlega fegin, þið megið bara vera fegin líka,“ sagði forsætisráðherra og skellti upp úr og sagði svo: „Við þurfum öll að hafa okkar rými til þess að geta gert okkar mistök og rasað út og ekki síst þegar við erum ung og það er svakalegt að sjá þann mikla þrýsting sem ungt fólk upplifir einmitt af samfélagsmiðlum, að vera eiginlega stöðugt í kastljósinu, þannig að þetta er auðvitað eitthvað sem hefur mikil áhrif á líðan ungs fólks.“ Árborg Samfélagsmiðlar Tækni Vinstri græn Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að landsmenn megi vera þakklátir fyrir að hennar skammarstrik á menntaskólaárunum séu ekki geymd að eilífu á Internetinu. Ástæðan fyrir þessum orðum hennar er sú mikla pressa sem er á ungu fólki í dag því það sé nánast í beinni útsendingu allan daginn í gegnum snjalltæki. Katrín og nokkrir aðrir þingmenn Vinstri grænna voru nýlega með opinn fund á Hótel Selfossi þar sem farið var yfir stöðuna í þjóðmálunum og fjölmörgum spurningum fundargesta svarað. Katrín fékk m.a. spurning um líðan framhaldsskólanemenda og sálfræðiþjónustu við þá, sem er af skornum skammti. Hún heimsækir marga framhaldsskólum og notar þá tækifærið og spyr nemendur af hverju þeim líði illa. „Þau nefna til dæmis þennan gerbreytta heim þar sem snjalltæki, samfélagsmiðlar og annað slíkt er að breyta öllu umhverfi þessa unga fólks. Þegar ég lít aftur til minna menntaskólaára og skólaballa sem ég fór á og alls þess sem ég gerði á þeim tíma, mér hefði ekki fundist þægilegt að vera í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum í stöðugri mynd hjá einhverjum öðrum. Þetta er ekki smá pressa sem er búið að setja á þetta unga fólk,“ sagði Katrín. Og svo sagði Katrín þetta. „Ég er bara mjög fegin að mín skammarstrik eða mín hegðun á þessum tíma er ekki geymd að eilífu á Internetinu, ég er bara stórkostlega fegin, þið megið bara vera fegin líka,“ sagði forsætisráðherra og skellti upp úr og sagði svo: „Við þurfum öll að hafa okkar rými til þess að geta gert okkar mistök og rasað út og ekki síst þegar við erum ung og það er svakalegt að sjá þann mikla þrýsting sem ungt fólk upplifir einmitt af samfélagsmiðlum, að vera eiginlega stöðugt í kastljósinu, þannig að þetta er auðvitað eitthvað sem hefur mikil áhrif á líðan ungs fólks.“
Árborg Samfélagsmiðlar Tækni Vinstri græn Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira