Íbúar illa settir eftir brunann Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. apríl 2019 12:12 Sérútbúnir bílar og raftæki skemmdust. Stöð 2 Hreyfihamlaðir íbúar í fjölbýlishúsi á vegum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands, þar sem eldur kviknaði í í bílageymslu í gær, eru strand að sögn formanns Sjálfsbjargar þar sem sérútbúin farartæki þeirra eru líklega skemmd. Hann gagnrýnir að ekki hafi verið hlustað á kvartanir íbúa undan drasli í bílakjallara. Eldur kviknaði í bílageymslu við Sléttuveg 7 í fjölbýlishúsi á vegum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands í gærmorgun. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang en mikill svartur reykur barst úr bílageymslunni. Í húsinu býr hreyfihamlað fólk og samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu gekk misvel að rýma húsnæðið. Aldrei var þó hætta á ferðum þar sem slökkviliðinu tókst að hindra að reykur kæmist í stigaganginn. Um tvær klukkustundir tók að slökkva eldinn og var þá vettvangur afhentur tæknideild lögreglunnar. Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra, segir brunann hafa tekið mikið á íbúa en í húsinu búa hátt í þrjátíu manns. Í húsinu búi margir hreyfihamlaðir sem eru illa settir eftir að bílar þeirra, rafskutlur og ýmislegt annað skemmdist. Verður fólkið því strandaglópar vegna þessa tjóns en í mörgum tilfellum var um að ræða breytt ökutæki með hjólastólalyftur og annan slíkan búnað. Fólkið þurfi því að treysta á aðrar lausnir til að koma sér á milli staða sem geti reynt erfitt fyrir hreyfihamlaða. Þá eigi eftir að koma í ljós hvernig fari með tryggingar og hefur Bergur áhyggjur af því. Oftar en ekki er slíkur sérbúnaður ekki sérstaklega þar sem hann fylgir ekki farartækjunum. Búnaðurinn er allur rafknúinn og því gríðarlega viðkvæmur fyrir raka og vatni. Haft var eftir slökkviliðinu í gær að talið væri að eldurinn hefði átt upptök sín í dekkjum eða rusli í bílageymslunni. Bergur segir það alvarlegt mál því búið var að kvarta undan því. Endanleg rannsókn verði þó að leiða það í ljós en um sé að ræða afskaplega dapra niðurstöðu. Félagsmál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Slökkvistarfi lokið og vettvangur afhentur lögreglu Útkallið barst um tíuleytið í morgun og tók mikill reykur á móti slökkviliðsmönnum í bílakjallaranum. 21. apríl 2019 14:54 Mikill viðbúnaður vegna elds í bílakjallara við Sléttuveg Mikill viðbúnaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er við Sléttuveg 7 í Fossvogi vegna elds í bílakjallara. 21. apríl 2019 10:10 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjá meira
Hreyfihamlaðir íbúar í fjölbýlishúsi á vegum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands, þar sem eldur kviknaði í í bílageymslu í gær, eru strand að sögn formanns Sjálfsbjargar þar sem sérútbúin farartæki þeirra eru líklega skemmd. Hann gagnrýnir að ekki hafi verið hlustað á kvartanir íbúa undan drasli í bílakjallara. Eldur kviknaði í bílageymslu við Sléttuveg 7 í fjölbýlishúsi á vegum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands í gærmorgun. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang en mikill svartur reykur barst úr bílageymslunni. Í húsinu býr hreyfihamlað fólk og samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu gekk misvel að rýma húsnæðið. Aldrei var þó hætta á ferðum þar sem slökkviliðinu tókst að hindra að reykur kæmist í stigaganginn. Um tvær klukkustundir tók að slökkva eldinn og var þá vettvangur afhentur tæknideild lögreglunnar. Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra, segir brunann hafa tekið mikið á íbúa en í húsinu búa hátt í þrjátíu manns. Í húsinu búi margir hreyfihamlaðir sem eru illa settir eftir að bílar þeirra, rafskutlur og ýmislegt annað skemmdist. Verður fólkið því strandaglópar vegna þessa tjóns en í mörgum tilfellum var um að ræða breytt ökutæki með hjólastólalyftur og annan slíkan búnað. Fólkið þurfi því að treysta á aðrar lausnir til að koma sér á milli staða sem geti reynt erfitt fyrir hreyfihamlaða. Þá eigi eftir að koma í ljós hvernig fari með tryggingar og hefur Bergur áhyggjur af því. Oftar en ekki er slíkur sérbúnaður ekki sérstaklega þar sem hann fylgir ekki farartækjunum. Búnaðurinn er allur rafknúinn og því gríðarlega viðkvæmur fyrir raka og vatni. Haft var eftir slökkviliðinu í gær að talið væri að eldurinn hefði átt upptök sín í dekkjum eða rusli í bílageymslunni. Bergur segir það alvarlegt mál því búið var að kvarta undan því. Endanleg rannsókn verði þó að leiða það í ljós en um sé að ræða afskaplega dapra niðurstöðu.
Félagsmál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Slökkvistarfi lokið og vettvangur afhentur lögreglu Útkallið barst um tíuleytið í morgun og tók mikill reykur á móti slökkviliðsmönnum í bílakjallaranum. 21. apríl 2019 14:54 Mikill viðbúnaður vegna elds í bílakjallara við Sléttuveg Mikill viðbúnaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er við Sléttuveg 7 í Fossvogi vegna elds í bílakjallara. 21. apríl 2019 10:10 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjá meira
Slökkvistarfi lokið og vettvangur afhentur lögreglu Útkallið barst um tíuleytið í morgun og tók mikill reykur á móti slökkviliðsmönnum í bílakjallaranum. 21. apríl 2019 14:54
Mikill viðbúnaður vegna elds í bílakjallara við Sléttuveg Mikill viðbúnaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er við Sléttuveg 7 í Fossvogi vegna elds í bílakjallara. 21. apríl 2019 10:10