Íbúar illa settir eftir brunann Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. apríl 2019 12:12 Sérútbúnir bílar og raftæki skemmdust. Stöð 2 Hreyfihamlaðir íbúar í fjölbýlishúsi á vegum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands, þar sem eldur kviknaði í í bílageymslu í gær, eru strand að sögn formanns Sjálfsbjargar þar sem sérútbúin farartæki þeirra eru líklega skemmd. Hann gagnrýnir að ekki hafi verið hlustað á kvartanir íbúa undan drasli í bílakjallara. Eldur kviknaði í bílageymslu við Sléttuveg 7 í fjölbýlishúsi á vegum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands í gærmorgun. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang en mikill svartur reykur barst úr bílageymslunni. Í húsinu býr hreyfihamlað fólk og samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu gekk misvel að rýma húsnæðið. Aldrei var þó hætta á ferðum þar sem slökkviliðinu tókst að hindra að reykur kæmist í stigaganginn. Um tvær klukkustundir tók að slökkva eldinn og var þá vettvangur afhentur tæknideild lögreglunnar. Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra, segir brunann hafa tekið mikið á íbúa en í húsinu búa hátt í þrjátíu manns. Í húsinu búi margir hreyfihamlaðir sem eru illa settir eftir að bílar þeirra, rafskutlur og ýmislegt annað skemmdist. Verður fólkið því strandaglópar vegna þessa tjóns en í mörgum tilfellum var um að ræða breytt ökutæki með hjólastólalyftur og annan slíkan búnað. Fólkið þurfi því að treysta á aðrar lausnir til að koma sér á milli staða sem geti reynt erfitt fyrir hreyfihamlaða. Þá eigi eftir að koma í ljós hvernig fari með tryggingar og hefur Bergur áhyggjur af því. Oftar en ekki er slíkur sérbúnaður ekki sérstaklega þar sem hann fylgir ekki farartækjunum. Búnaðurinn er allur rafknúinn og því gríðarlega viðkvæmur fyrir raka og vatni. Haft var eftir slökkviliðinu í gær að talið væri að eldurinn hefði átt upptök sín í dekkjum eða rusli í bílageymslunni. Bergur segir það alvarlegt mál því búið var að kvarta undan því. Endanleg rannsókn verði þó að leiða það í ljós en um sé að ræða afskaplega dapra niðurstöðu. Félagsmál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Slökkvistarfi lokið og vettvangur afhentur lögreglu Útkallið barst um tíuleytið í morgun og tók mikill reykur á móti slökkviliðsmönnum í bílakjallaranum. 21. apríl 2019 14:54 Mikill viðbúnaður vegna elds í bílakjallara við Sléttuveg Mikill viðbúnaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er við Sléttuveg 7 í Fossvogi vegna elds í bílakjallara. 21. apríl 2019 10:10 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hreyfihamlaðir íbúar í fjölbýlishúsi á vegum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands, þar sem eldur kviknaði í í bílageymslu í gær, eru strand að sögn formanns Sjálfsbjargar þar sem sérútbúin farartæki þeirra eru líklega skemmd. Hann gagnrýnir að ekki hafi verið hlustað á kvartanir íbúa undan drasli í bílakjallara. Eldur kviknaði í bílageymslu við Sléttuveg 7 í fjölbýlishúsi á vegum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands í gærmorgun. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang en mikill svartur reykur barst úr bílageymslunni. Í húsinu býr hreyfihamlað fólk og samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu gekk misvel að rýma húsnæðið. Aldrei var þó hætta á ferðum þar sem slökkviliðinu tókst að hindra að reykur kæmist í stigaganginn. Um tvær klukkustundir tók að slökkva eldinn og var þá vettvangur afhentur tæknideild lögreglunnar. Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra, segir brunann hafa tekið mikið á íbúa en í húsinu búa hátt í þrjátíu manns. Í húsinu búi margir hreyfihamlaðir sem eru illa settir eftir að bílar þeirra, rafskutlur og ýmislegt annað skemmdist. Verður fólkið því strandaglópar vegna þessa tjóns en í mörgum tilfellum var um að ræða breytt ökutæki með hjólastólalyftur og annan slíkan búnað. Fólkið þurfi því að treysta á aðrar lausnir til að koma sér á milli staða sem geti reynt erfitt fyrir hreyfihamlaða. Þá eigi eftir að koma í ljós hvernig fari með tryggingar og hefur Bergur áhyggjur af því. Oftar en ekki er slíkur sérbúnaður ekki sérstaklega þar sem hann fylgir ekki farartækjunum. Búnaðurinn er allur rafknúinn og því gríðarlega viðkvæmur fyrir raka og vatni. Haft var eftir slökkviliðinu í gær að talið væri að eldurinn hefði átt upptök sín í dekkjum eða rusli í bílageymslunni. Bergur segir það alvarlegt mál því búið var að kvarta undan því. Endanleg rannsókn verði þó að leiða það í ljós en um sé að ræða afskaplega dapra niðurstöðu.
Félagsmál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Slökkvistarfi lokið og vettvangur afhentur lögreglu Útkallið barst um tíuleytið í morgun og tók mikill reykur á móti slökkviliðsmönnum í bílakjallaranum. 21. apríl 2019 14:54 Mikill viðbúnaður vegna elds í bílakjallara við Sléttuveg Mikill viðbúnaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er við Sléttuveg 7 í Fossvogi vegna elds í bílakjallara. 21. apríl 2019 10:10 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Slökkvistarfi lokið og vettvangur afhentur lögreglu Útkallið barst um tíuleytið í morgun og tók mikill reykur á móti slökkviliðsmönnum í bílakjallaranum. 21. apríl 2019 14:54
Mikill viðbúnaður vegna elds í bílakjallara við Sléttuveg Mikill viðbúnaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er við Sléttuveg 7 í Fossvogi vegna elds í bílakjallara. 21. apríl 2019 10:10