Fleiri gæðastundir, færri vinnustundir! Rannveig Ernudóttir skrifar 22. apríl 2019 14:06 Þetta var eitt af slagorðum Pírata fyrir sveitarstjórnarkosningarnar fyrir ári síðan. Með þessu slagorði vildum við kalla eftir vakningu meðal atvinnurekenda. Þeir áttuðu sig á því að allir græða á auknum frítíma starfsfólks yfir sólarhringinn. Íslenska þrælslundin er nefnilega svo rótgróin í okkur að þegar hin stóra bylting varð, að konur færu almennt út á vinnumarkaðinn, þá samþykktum við það mjög fljótlega að báðir foreldrar þyrftu að vinna 100% störf. Það var aldrei markmiðið. Ein af meginkröfunum var sú að feður myndu verða frekari þátttakendur í heimilishaldinu til jafns við mæður. Enda er það mikið meira en 100% starf að vera heimavinnandi foreldri. Báðir foreldrar myndu þá vinna, en minna og sinna fjölskyldulífinu saman. En allt í einu stóðum við uppi með þann veruleika, að 100% innkoma dugði bara ekki lengur, heldur var orðið svo dýrt að reka heimili að í dag þarf 200% innkomu til þess, jafnvel meira. Til þess að eltast við þessar kröfur atvinnulífsins jókst stanslaust þörfin á lengri dagvistun barna. Fjölskyldur gjalda fyrir þróunina með stöðugt færri gæðastundum, á kostnað líðan barnanna sem og starfsfólksins. Allir hafa þurft að hlaupa hraðar með tilheyrandi útbrennslu og kulnun er sívaxandi staðreynd á vinnumarkaðnum. Við þurfum færri vinnustundir og fleiri gæðastundir. Þess vegna er svo merkilegt að hér sé kominn lífskjarasamningur á borðið, undirritaður og tilbúinn fyrir félagsmenn að kjósa um. Nú sýnist sitt hverjum um ákvæðið um styttri vinnuviku í kjarasamningunum. Styttingin er nefnilega valkvæð en ekki bundin og þarf til samtal atvinnurekenda og svo starfsfólks. Engu að síður er verið að stíga stórt skref hér, þar sem vinnuvikan hefur verið 40 stundir frá árinu 1971. Það getur hins vegar verið flókið að stytta vinnuvikuna án þess að skerða réttindi eða framleiðni, en hér er verið að horfast í augu við það að þetta verður einungis gert með samtali. Reykjavíkurborg hefur unnið með þá tilraun á þessum forsendum frá árinu 2015 með góðum árangri, þökk sé útsjónarsemi starfsfólks. Árangurinn stendur ekki á sér, sem dæmi má nefna að feður tala um aukna þátttöku í heimilishaldi og barnauppeldi, sem var jú eitt af lykilatriðunum í upphafi. Einnig hefur starfsánægja aukist og veikindum fækkað.HvatninginSjálf vinn ég hjá Reykjavíkurborg og á mínum vinnustað samþykktum við að stytta vinnuvikuna. Ég tek styttinguna með þeim hætti að mæta seinna á morgnana. Það er fyrir mig afskaplega dýrmætt að geta byrjað daginn á yoga eða sundferð með fjölskyldunni, oftast við hjónin og yngsta barnið en stundum læðast eldri börnin með. Þegar ég mæti í vinnuna er ég s.s. búin að stunda hreyfingu, oftast búin að ganga frá öllu heima og jafnvel þvo eina vél. Ég hef jafnvel náð smá yndislestri eða prjónað áður en ég er svo mætt í vinnuna kl. 9. Ég er mikið úthvíldari og tilbúnari í daginn með öllum þeim verkefnum sem þarf að leysa. Morguninn byrjar rólega og engin pressa er á börnin að drífa sig svo ég verði ekki sein í vinnuna og nú er einnig meira svigrúm til að geyma einkabílinn því við erum ekki í tímaþröng. Í þessu eru falin mikil lífsgæði. Nú er bara að bíða eftir að vinnustaður eiginmannsins byrji á styttri vinnuviku! Hér er því eindregin hvatning til ykkar yfirmanna og fyrirtækjaeigenda. Takið þátt í að sýna gott fordæmi líkt og Reykjavíkurborg, Hugsmiðjan, Hjallastefnan og fleiri vinnustaðir hafa lagt upp með. Keppist við að fá til ykkar hamingjusamt og kappsamt starfsfólk með því að bjóða upp á gott starfsumhverfi. Eigið frumkvæðið að því að stytta vinnudaginn. Það munu allir græða á fleiri gæðastundum og færri vinnustundum.Höfundur er varaborgarfulltrúi Pírata og starfsmaður Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rannveig Ernudóttir Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Skoðun Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Sjá meira
Þetta var eitt af slagorðum Pírata fyrir sveitarstjórnarkosningarnar fyrir ári síðan. Með þessu slagorði vildum við kalla eftir vakningu meðal atvinnurekenda. Þeir áttuðu sig á því að allir græða á auknum frítíma starfsfólks yfir sólarhringinn. Íslenska þrælslundin er nefnilega svo rótgróin í okkur að þegar hin stóra bylting varð, að konur færu almennt út á vinnumarkaðinn, þá samþykktum við það mjög fljótlega að báðir foreldrar þyrftu að vinna 100% störf. Það var aldrei markmiðið. Ein af meginkröfunum var sú að feður myndu verða frekari þátttakendur í heimilishaldinu til jafns við mæður. Enda er það mikið meira en 100% starf að vera heimavinnandi foreldri. Báðir foreldrar myndu þá vinna, en minna og sinna fjölskyldulífinu saman. En allt í einu stóðum við uppi með þann veruleika, að 100% innkoma dugði bara ekki lengur, heldur var orðið svo dýrt að reka heimili að í dag þarf 200% innkomu til þess, jafnvel meira. Til þess að eltast við þessar kröfur atvinnulífsins jókst stanslaust þörfin á lengri dagvistun barna. Fjölskyldur gjalda fyrir þróunina með stöðugt færri gæðastundum, á kostnað líðan barnanna sem og starfsfólksins. Allir hafa þurft að hlaupa hraðar með tilheyrandi útbrennslu og kulnun er sívaxandi staðreynd á vinnumarkaðnum. Við þurfum færri vinnustundir og fleiri gæðastundir. Þess vegna er svo merkilegt að hér sé kominn lífskjarasamningur á borðið, undirritaður og tilbúinn fyrir félagsmenn að kjósa um. Nú sýnist sitt hverjum um ákvæðið um styttri vinnuviku í kjarasamningunum. Styttingin er nefnilega valkvæð en ekki bundin og þarf til samtal atvinnurekenda og svo starfsfólks. Engu að síður er verið að stíga stórt skref hér, þar sem vinnuvikan hefur verið 40 stundir frá árinu 1971. Það getur hins vegar verið flókið að stytta vinnuvikuna án þess að skerða réttindi eða framleiðni, en hér er verið að horfast í augu við það að þetta verður einungis gert með samtali. Reykjavíkurborg hefur unnið með þá tilraun á þessum forsendum frá árinu 2015 með góðum árangri, þökk sé útsjónarsemi starfsfólks. Árangurinn stendur ekki á sér, sem dæmi má nefna að feður tala um aukna þátttöku í heimilishaldi og barnauppeldi, sem var jú eitt af lykilatriðunum í upphafi. Einnig hefur starfsánægja aukist og veikindum fækkað.HvatninginSjálf vinn ég hjá Reykjavíkurborg og á mínum vinnustað samþykktum við að stytta vinnuvikuna. Ég tek styttinguna með þeim hætti að mæta seinna á morgnana. Það er fyrir mig afskaplega dýrmætt að geta byrjað daginn á yoga eða sundferð með fjölskyldunni, oftast við hjónin og yngsta barnið en stundum læðast eldri börnin með. Þegar ég mæti í vinnuna er ég s.s. búin að stunda hreyfingu, oftast búin að ganga frá öllu heima og jafnvel þvo eina vél. Ég hef jafnvel náð smá yndislestri eða prjónað áður en ég er svo mætt í vinnuna kl. 9. Ég er mikið úthvíldari og tilbúnari í daginn með öllum þeim verkefnum sem þarf að leysa. Morguninn byrjar rólega og engin pressa er á börnin að drífa sig svo ég verði ekki sein í vinnuna og nú er einnig meira svigrúm til að geyma einkabílinn því við erum ekki í tímaþröng. Í þessu eru falin mikil lífsgæði. Nú er bara að bíða eftir að vinnustaður eiginmannsins byrji á styttri vinnuviku! Hér er því eindregin hvatning til ykkar yfirmanna og fyrirtækjaeigenda. Takið þátt í að sýna gott fordæmi líkt og Reykjavíkurborg, Hugsmiðjan, Hjallastefnan og fleiri vinnustaðir hafa lagt upp með. Keppist við að fá til ykkar hamingjusamt og kappsamt starfsfólk með því að bjóða upp á gott starfsumhverfi. Eigið frumkvæðið að því að stytta vinnudaginn. Það munu allir græða á fleiri gæðastundum og færri vinnustundum.Höfundur er varaborgarfulltrúi Pírata og starfsmaður Reykjavíkurborgar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun