Búið að dýpka um þriðjung fyrir Herjólf Sighvatur Jónsson skrifar 23. apríl 2019 11:15 Landeyjahöfn er ekki nógu djúp fyrir Herjólf sem ristir 4,2 metra. VÍSIR/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON Búið er að fjarlægja um 5.000 rúmmetra af sandi við Landeyjahöfn, um þriðjung þess sem þarf svo Herjólfur geti siglt þangað. Óvissa er um framhald dýpkunar vegna veðurspár. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að dýpkun Landeyjahafnar hafi gengið ágætlega í gær og í nótt. Um 3.000 rúmmetrar af sandi hafi verið fjarlægðir úr hafnarmynninu og um 2.000 rúmmetrar innan hafnar. „Hinsvegar er samkvæmt spánni óstöðugt veður framundan og ekki ljóst hvað hægt verður að dýpka mikið.“ G. Pétur segir að búið sé að dýpka um einn þriðja af því sem þarf til að sigla Herjólfi um Landeyjahöfn. Skipstjórar Herjólfs taka endanlega ákvörðun um siglingar þangað.Úr brú nýs Herjólfs sem er tilbúinn til afhendingar í Póllandi.Mynd/Andrés SigurðssonEngar upplýsingar um nýjan Herjólf Fulltrúar Vegagerðarinnar hittu fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. í Póllandi fyrir viku. Engar upplýsingar hafa verið gefnar um samningaviðræður vegna afhendingar nýs Herjólfs en fram hefur komið að deilt er um lokagreiðslu vegna framkvæmdanna. G. Pétur hjá Vegagerðinni segist ekki geta veitt neinar upplýsingar nema þær að þetta hafi verið síðasti formlegi fundur fulltrúa Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar. Hann vill ekki svara því hvort frekari samskipti hafi verið milli aðila vegna afhendingar nýrrar Vestmannaeyjaferju sem átti að hefja siglingar um síðustu mánaðamót.Dæluskipið Dísa er við Landeyjahöfn.Skjáskot/Marine TrafficDælingarbúnaður í landi á næsta ári Landeyjahöfn var tekin í notkun fyrir níu árum. Þegar ljóst var hversu mikið þyrfti að dýpka höfnina á hverju ári komu fljótlega fram hugmyndir um dælingarbúnað í landi. Nú er verið að styrkja grjótgarða Landeyjahafnar svo komi megi fyrir svokölluðum tunnum við enda þeirra. Hugmyndin er að nota krana við enda garðanna til að fjarlægja sand úr höfninni.G. Pétur segir að unnið sé að því að styrkja hafnargarðana vegna þessa. Hann segir að krani vegna landdælingar verði kominn upp síðsumars. Búnaðurinn muni þó ekki nýtast fyrr en á næsta ári þar sem ráðgert sé að tunnurnar verði tilbúnar við enda hafnargarða Landeyjahafnar næsta vor. Herjólfur Landeyjahöfn Vestmannaeyjar Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Fleiri fréttir Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sjá meira
Búið er að fjarlægja um 5.000 rúmmetra af sandi við Landeyjahöfn, um þriðjung þess sem þarf svo Herjólfur geti siglt þangað. Óvissa er um framhald dýpkunar vegna veðurspár. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að dýpkun Landeyjahafnar hafi gengið ágætlega í gær og í nótt. Um 3.000 rúmmetrar af sandi hafi verið fjarlægðir úr hafnarmynninu og um 2.000 rúmmetrar innan hafnar. „Hinsvegar er samkvæmt spánni óstöðugt veður framundan og ekki ljóst hvað hægt verður að dýpka mikið.“ G. Pétur segir að búið sé að dýpka um einn þriðja af því sem þarf til að sigla Herjólfi um Landeyjahöfn. Skipstjórar Herjólfs taka endanlega ákvörðun um siglingar þangað.Úr brú nýs Herjólfs sem er tilbúinn til afhendingar í Póllandi.Mynd/Andrés SigurðssonEngar upplýsingar um nýjan Herjólf Fulltrúar Vegagerðarinnar hittu fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. í Póllandi fyrir viku. Engar upplýsingar hafa verið gefnar um samningaviðræður vegna afhendingar nýs Herjólfs en fram hefur komið að deilt er um lokagreiðslu vegna framkvæmdanna. G. Pétur hjá Vegagerðinni segist ekki geta veitt neinar upplýsingar nema þær að þetta hafi verið síðasti formlegi fundur fulltrúa Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar. Hann vill ekki svara því hvort frekari samskipti hafi verið milli aðila vegna afhendingar nýrrar Vestmannaeyjaferju sem átti að hefja siglingar um síðustu mánaðamót.Dæluskipið Dísa er við Landeyjahöfn.Skjáskot/Marine TrafficDælingarbúnaður í landi á næsta ári Landeyjahöfn var tekin í notkun fyrir níu árum. Þegar ljóst var hversu mikið þyrfti að dýpka höfnina á hverju ári komu fljótlega fram hugmyndir um dælingarbúnað í landi. Nú er verið að styrkja grjótgarða Landeyjahafnar svo komi megi fyrir svokölluðum tunnum við enda þeirra. Hugmyndin er að nota krana við enda garðanna til að fjarlægja sand úr höfninni.G. Pétur segir að unnið sé að því að styrkja hafnargarðana vegna þessa. Hann segir að krani vegna landdælingar verði kominn upp síðsumars. Búnaðurinn muni þó ekki nýtast fyrr en á næsta ári þar sem ráðgert sé að tunnurnar verði tilbúnar við enda hafnargarða Landeyjahafnar næsta vor.
Herjólfur Landeyjahöfn Vestmannaeyjar Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Fleiri fréttir Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sjá meira