Bætt þjónusta við eldri borgara í Reykjavík Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 23. apríl 2019 11:09 Reykjavíkurborg veitir eldri borgurum margvíslega þjónustu. Markmiðið með þjónustunni er að borgarbúar á öllum aldri geti blómstrað og fengið þá aðstoð sem þeir þurfa til að lifa innihaldsríku lífi. Til að samræma og gera þjónustu borgarinnar við eldri borgara markvissari var ákveðið móta heildstæða stefnu í málaflokknum. Ný stefnumótum, Aldursvæn og heilsueflandi borg, var samþykkt í borgarstjórn vorið 2018 og var sú vinna unnin undir forystu Vinstri grænna. Í stefnunni er lögð áhersla á aukin lífsgæði eldri borgara. Í nýrri aðgerðaráætlun með stefnunni, sem nú hefur litið dagsins ljós, er lögð áhersla á á fimm meginaðgerðir, félagsauð, matarþjónustu, sérhæfða aðstoð vegna heilabilunar, sérhæfð teymi um heimaþjónustu og mannauð. Í aðgerðaráætluninni er þjónusta samræmd og upplýsingagjöf aukin til eldri borgara í Reykjavík m.a með sérhæfðum þjónustufulltrúa, aukinni miðlun og útgáfu. Einnig er lögð áhersla á að hvetja þá sem eldri eru til þátttöku í félagsstarfi, útvist, menningu og heilsueflingu. Lögð er áhersla á betri næringu til eldri borgara og sú nýbreytni tekin upp að notast er við ráðgjöf næringarfræðings, og reglulegar skimanir gerðar til að kanna næringarástand eldra fólks í borginni. Auk þess verður sett á laggirnar sérstakt þverfaglegt teymi til að bæta þjónustu við heilabilaða í heimahúsum. Stefnt er að fjölgun dagdvalarrýma og auka félagslegan stuðning heima og meiri sérhæfð þjónusta verður veitt á heimilum eldra fólks. Stefnan og aðgerðaráætlunin var unnin í góðu samráði við hagsmunasamtök eldra fólks, bæði Félags eldri borgara, Öldungaráðs Reykjavíkurborgar og fleiri aðila. Framkvæmd aðgerða verður áfram unnin í samvinnu við notendur þjónustunnar og aðstandendur þeirra. Aðgerðaáætlunin nær til þriggja ára og er metnaðarfull. Það er merki um gott samfélag að allir geti notið þátttöku í samfélaginu, óháð aldri og heilsufari, á sínum forsendum, eins lengi og kostur er. Að lokum er mikilvægt að gott og farsælt samstarf sé milli ríkis og Reykjavíkurborgar þegar kemur að þjónustu við aldraða og fjölmörg brýn verkefni eru í farvatninu, m.a fjölgun hjúkrunarrýma, dagdvalarrýma og efling heimahjúkrunar. Mikilvægt er að halda ótrauð áfram að bæta þjónustu við eldra fólk í Reykjavík.Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg veitir eldri borgurum margvíslega þjónustu. Markmiðið með þjónustunni er að borgarbúar á öllum aldri geti blómstrað og fengið þá aðstoð sem þeir þurfa til að lifa innihaldsríku lífi. Til að samræma og gera þjónustu borgarinnar við eldri borgara markvissari var ákveðið móta heildstæða stefnu í málaflokknum. Ný stefnumótum, Aldursvæn og heilsueflandi borg, var samþykkt í borgarstjórn vorið 2018 og var sú vinna unnin undir forystu Vinstri grænna. Í stefnunni er lögð áhersla á aukin lífsgæði eldri borgara. Í nýrri aðgerðaráætlun með stefnunni, sem nú hefur litið dagsins ljós, er lögð áhersla á á fimm meginaðgerðir, félagsauð, matarþjónustu, sérhæfða aðstoð vegna heilabilunar, sérhæfð teymi um heimaþjónustu og mannauð. Í aðgerðaráætluninni er þjónusta samræmd og upplýsingagjöf aukin til eldri borgara í Reykjavík m.a með sérhæfðum þjónustufulltrúa, aukinni miðlun og útgáfu. Einnig er lögð áhersla á að hvetja þá sem eldri eru til þátttöku í félagsstarfi, útvist, menningu og heilsueflingu. Lögð er áhersla á betri næringu til eldri borgara og sú nýbreytni tekin upp að notast er við ráðgjöf næringarfræðings, og reglulegar skimanir gerðar til að kanna næringarástand eldra fólks í borginni. Auk þess verður sett á laggirnar sérstakt þverfaglegt teymi til að bæta þjónustu við heilabilaða í heimahúsum. Stefnt er að fjölgun dagdvalarrýma og auka félagslegan stuðning heima og meiri sérhæfð þjónusta verður veitt á heimilum eldra fólks. Stefnan og aðgerðaráætlunin var unnin í góðu samráði við hagsmunasamtök eldra fólks, bæði Félags eldri borgara, Öldungaráðs Reykjavíkurborgar og fleiri aðila. Framkvæmd aðgerða verður áfram unnin í samvinnu við notendur þjónustunnar og aðstandendur þeirra. Aðgerðaáætlunin nær til þriggja ára og er metnaðarfull. Það er merki um gott samfélag að allir geti notið þátttöku í samfélaginu, óháð aldri og heilsufari, á sínum forsendum, eins lengi og kostur er. Að lokum er mikilvægt að gott og farsælt samstarf sé milli ríkis og Reykjavíkurborgar þegar kemur að þjónustu við aldraða og fjölmörg brýn verkefni eru í farvatninu, m.a fjölgun hjúkrunarrýma, dagdvalarrýma og efling heimahjúkrunar. Mikilvægt er að halda ótrauð áfram að bæta þjónustu við eldra fólk í Reykjavík.Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar