Innlent

Alvarlegur skortur á sjúkraliðum á Landspítala og hjúkrunarheimilum

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Alvarlegur  skortur er á sjúkraliðum á heilbrigðisstofnunum sem veldur miklu álagi á þá sem starfa í faginu að sögn Söndru B. Franks, formanns Sjúkraliðafélags Íslands.
Alvarlegur skortur er á sjúkraliðum á heilbrigðisstofnunum sem veldur miklu álagi á þá sem starfa í faginu að sögn Söndru B. Franks, formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Vísir/Egill
Alvarlegur skortur er á sjúkraliðum á heilbrigðisstofnunum sem veldur miklu álagi á þá sem starfa í faginu að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Kulnun hjá stéttinni hefur farið vaxandi og fjölmörg dæmi um að fólk hafi fallið úr vinnu.

Við sögðum frá því í fréttum okkar um helgina að mikill skortur er á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum sem hefur til að mynda haft þau áhrif að fresta hefur þurft sjö af hverjum tíu aðgerðum á gjörgæsludeild á Hringbraut síðustu vikur. Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir einnig mikinn skort á sjúkraliðum.

„Það er grafalvarleg staða í kerfinu vegna skorts á sjúkraliðum og hefur ekki tekist að fylla í allar þær stöður sem þörf er á sem er mikið áhyggjuefni. Það vantar einkum sjúkraliða á Landspítalann og þá er  alvarlegur skortur á hjúkrunarheimilum. Loks hefur sjúkraliðum fækkað á Landspítalanum sem er einnig mikið áhyggjuefni,“ segir Sandra. 

Hún segir að ástandið hafi alvarleg áhrif á þá sem nú starfa í faginu.

„Vinnan verður erfiðari og þyngri og svo er gengið meira á fólk að taka aukavaktir sem veldur líka auknu álagi, Í svona ástandi finna fleiri fyrir kulnun en áður en við höfum fengið fjölmörg dæmi til okkar á skrifstofuna þar sem fólk er að detta úr vinnu vegna kulnunar,“ segir Sandra að lokum. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×