Eini íbúi blokkarinnar sem greindist með hermannaveiki Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2019 22:13 Umrædd blokk fyrir eldri borgara er að Grandavegi 47 í Vesturbæ Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Sjötugur karlmaður, sem greindist með alvarlega lungnabólgu af völdum hermannaveikibakteríu (Legionella pneumophilia) í febrúar, var eini íbúi fjölbýlishúss fyrir eldri borgara í Vesturbænum sem greindist með bakteríuna. Þetta kemur fram í Farsóttafréttum Landlæknis.Sjá einnig: Hermannaveiki greindist í fjölbýli fyrir aldraða í Vesturbænum Hermannaveiki er hættuleg sýking af völdum bakteríunnar legionella pneumophila en um 1-4 tilfelli koma upp árlega hér á landi. Helstu áhættuþættir eru hár aldur, reykingar og langvinnir lungnasjúkdómar.Fannst í miklu magni í vatnslögnumVísir greindi frá umræddu smiti í mars en um er að ræða fjölbýlishús fyrir aldraða að Grandavegi 47 í Vesturbæ Reykjavíkur. Í Farsóttarfréttum segir að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi kannað vatnslagnir í húsinu og kom í ljós að bakteríuna var að finna í miklu magni í vatnshausum í íbúðinni. Hana var einnig að finna í minna magni í öðrum íbúðum sem tengdust sömu vatnslögn. Bakterían fannst þó ekki í öðrum vatnslögnum í húsinu. Bráðabirgðaaðgerðir voru fólgnar í því að láta heitt vatn (yfir 60⁰C) renna í 2-3 mínútur áður en farið er í sturtu til að hreinsa bakteríurnar úr sturtuhausum. Einnig þarf að lagfæra viðkomandi vatnslögn í húsinu, að því er fram kemur í Farsóttafréttum. Helstu einkenni hermannaveiki eru, samkvæmt upplýsingum af vef Landlæknisembættisins, hiti, hrollur, hósti, beinverkir, höfuðverkur, lystarleysi og stundum niðurgangur. Þá er lungnabólga alltaf hluti af sjúkdómsmyndinni. Gangur sjúkdómsins er misslæmur og dauðsföll verða hjá 5–30% tilfella. Meðgöngutími hermannaveiki, þ.e. tími frá smiti þar til einkenna verður vart, er 2–10 dagar. Sjúkdómurinn er ávallt meðhöndlaður með sýklalyfjum og í mörgum tifellum er þörf á sjúkrahúslegu. Hermannaveiki smitast ekki manna á milli heldur verður smit þegar svifúði (aeorsol) myndast frá vatnsleiðslum eða vatnstönkum. Slík svifúðamyndun á sér oftast stað út frá loftkælingum og kæliturnum sem ætlaðir eru til kælingar á stóru iðnaðarhúsnæði, hótelum og verslunarmiðstöðvum. Vitað er um tilfelli eftir svifúðamyndun út frá heitum nuddpottum og gufu- og rakagjafa í grænmetisverslun. Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Hermannaveiki greindist í fjölbýli fyrir aldraða í Vesturbænum Unnið er að því að skoða vatnslagnir í blokkinni í samstarfi við heilbrigðiseftirlitið. 7. mars 2019 10:45 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Sjötugur karlmaður, sem greindist með alvarlega lungnabólgu af völdum hermannaveikibakteríu (Legionella pneumophilia) í febrúar, var eini íbúi fjölbýlishúss fyrir eldri borgara í Vesturbænum sem greindist með bakteríuna. Þetta kemur fram í Farsóttafréttum Landlæknis.Sjá einnig: Hermannaveiki greindist í fjölbýli fyrir aldraða í Vesturbænum Hermannaveiki er hættuleg sýking af völdum bakteríunnar legionella pneumophila en um 1-4 tilfelli koma upp árlega hér á landi. Helstu áhættuþættir eru hár aldur, reykingar og langvinnir lungnasjúkdómar.Fannst í miklu magni í vatnslögnumVísir greindi frá umræddu smiti í mars en um er að ræða fjölbýlishús fyrir aldraða að Grandavegi 47 í Vesturbæ Reykjavíkur. Í Farsóttarfréttum segir að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi kannað vatnslagnir í húsinu og kom í ljós að bakteríuna var að finna í miklu magni í vatnshausum í íbúðinni. Hana var einnig að finna í minna magni í öðrum íbúðum sem tengdust sömu vatnslögn. Bakterían fannst þó ekki í öðrum vatnslögnum í húsinu. Bráðabirgðaaðgerðir voru fólgnar í því að láta heitt vatn (yfir 60⁰C) renna í 2-3 mínútur áður en farið er í sturtu til að hreinsa bakteríurnar úr sturtuhausum. Einnig þarf að lagfæra viðkomandi vatnslögn í húsinu, að því er fram kemur í Farsóttafréttum. Helstu einkenni hermannaveiki eru, samkvæmt upplýsingum af vef Landlæknisembættisins, hiti, hrollur, hósti, beinverkir, höfuðverkur, lystarleysi og stundum niðurgangur. Þá er lungnabólga alltaf hluti af sjúkdómsmyndinni. Gangur sjúkdómsins er misslæmur og dauðsföll verða hjá 5–30% tilfella. Meðgöngutími hermannaveiki, þ.e. tími frá smiti þar til einkenna verður vart, er 2–10 dagar. Sjúkdómurinn er ávallt meðhöndlaður með sýklalyfjum og í mörgum tifellum er þörf á sjúkrahúslegu. Hermannaveiki smitast ekki manna á milli heldur verður smit þegar svifúði (aeorsol) myndast frá vatnsleiðslum eða vatnstönkum. Slík svifúðamyndun á sér oftast stað út frá loftkælingum og kæliturnum sem ætlaðir eru til kælingar á stóru iðnaðarhúsnæði, hótelum og verslunarmiðstöðvum. Vitað er um tilfelli eftir svifúðamyndun út frá heitum nuddpottum og gufu- og rakagjafa í grænmetisverslun.
Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Hermannaveiki greindist í fjölbýli fyrir aldraða í Vesturbænum Unnið er að því að skoða vatnslagnir í blokkinni í samstarfi við heilbrigðiseftirlitið. 7. mars 2019 10:45 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Hermannaveiki greindist í fjölbýli fyrir aldraða í Vesturbænum Unnið er að því að skoða vatnslagnir í blokkinni í samstarfi við heilbrigðiseftirlitið. 7. mars 2019 10:45