Innlent

Lögregla kölluð út á höfuðborgarsvæðinu vegna veðurs

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast í kvöld.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast í kvöld. Vísir/vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast nú síðdegis en sinna hefur þurft þremur útköllum vegna veðurs það sem af er kvöldi.

Skömmu fyrir klukkan sjö var tilkynnt um plötur að fjúka við Mosagötu í Garðabæ. Þá var tilkynnt um skilti að fjúka af Bónusverslun í Garðabæ á áttunda tímanum en skiltið var í eigu Lindabakarís. Einnig var tilkynnt um tréplötu sem fauk á rúðu á jarðhæð í húsi í Garðabæ, sem varð til þess að rúðan brotnaði.

Um klukkan fimm í dag var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um einstakling sem stolið hafði kjöti frá sendli er sá síðarnefndi var að skila því á hótel í miðbænum. Lögreglumenn fundu bæði þjófinn og kjötið, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Á níunda tímanum var lögreglu tilkynnt um heimilisofbeldi í Laugardalnum. Einn var vistaður í fangaklefa vegna málsins.

Á tíunda tímanum stöðvaði lögregla ökumann sem reyndist aka undir áhrifum fíkniefna, réttindalaus og með ætluð fíkniefni í fórum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×