Flautuþristur og þristamet frá Lillard Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. apríl 2019 07:30 Lillard var hetjan í nótt vísir/getty Toronto Raptors, Portland Trail Blazers og Philadelphia 76ers tryggðu sæti sín í annari umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Denver Nuggets tók forystuna gegn San Antonio Spurs. Það liggur orðið fyrir hvaða lið mætast í undanúrslitum Austurdeildarinnar eftir leiki næturinnar. Milwaukee Bucks mætir Boston Celtics og Philadelphia 76ers mætir Toronto Raptors. Í Vesturdeildinni er hins vegar bara Portland Trail Blazers komið áfram. Damian Lillard var hetja Trail Blazers gegn Oklahoma City Thunder þegar langur flautuþristur hans rétt framan við miðju fór ofan í körfuna og tryggði heimamönnum 118-115 sigur og þar með sigur í einvíginu 4-1.Damian Lillard (50 PTS) buries the three for the #TissotBuzzerBeater and the @trailblazers advance to the Western Conference Semifinals with the 118-115 Game 5 victory! #ThisIsYourTime#RipCity#NBAPlayoffspic.twitter.com/cVqLJkHLR4 — NBA (@NBA) April 24, 2019 Lillard skoraði 50 stig í leiknum, sem er það mesta sem hann hefur náð í einum leik á ferlinum, þar af komu 10 þriggja stiga körfur sem er met í NBA deildinni. Oklahoma hefur ekki komist lengra en í fyrstu umferð úrslitakeppninnar síðustu þrjú tímabil og tapið í kvöld var það tólfta í röð á útivelli. Það var minni dramatík í Philadelphia þar sem heimamenn unnu öruggan 122-100 sigur á Brooklyn Nets og tóku einvígið 4-1. Philadelphia sýndi sóknarafl sitt í leiknum og byrjaði leikinn af miklum krafti. Fjórtán fyrstu stig leiksins voru heimamanna og staðan varð fljótt 20-2. Sóknarkraftur Philadelphia hélt áfram og í hálfleik var staðan 60-31 og leikurinn í höndum heimamanna. Joel Embiid og Ben Simmons fóru fyrir liði Philadelphia með 23 og 13 stig. Embiid bætti 13 fráköstum við en náði ekki þrennunni því hann átti aðeins tvær stoðsendingar. Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum við Orlando Magic vann Toronto Raptors fjórða leikinn í röð í nótt og tryggði sæti sitt í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Kawhi Leonard var með 27 stig og Pascal Siakam 24 í 115-96 sigri Raptors. Sigurinn var aldrei í hættu en heimamenn komust mest í 37 stiga forystu. Denver Nuggets var eitt besta liðið í deildarkeppninni en hefur farið höktandi af stað í úrslitakeppninni. Það var þó ekkert hökt í nótt þegar Nuggets tók forystuna í einvígi sínu við San Antonio Spurs með 108-90 sigri á heimavelli. Nikola Jokic og Jamal Murray náðu einstaklega vel saman í leiknum og margar af átta stoðsendingum Jokic voru fyrir Murray. Murray endaði með 23 stig, Jokic var nálægt þrennunni með 16 stig, 11 fráköst og átta stoðsendingar. Staðan í einvíginu er nú 3-2 og getur Denver klárað málið á fimmtudag í San Antonio. NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Toronto Raptors, Portland Trail Blazers og Philadelphia 76ers tryggðu sæti sín í annari umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Denver Nuggets tók forystuna gegn San Antonio Spurs. Það liggur orðið fyrir hvaða lið mætast í undanúrslitum Austurdeildarinnar eftir leiki næturinnar. Milwaukee Bucks mætir Boston Celtics og Philadelphia 76ers mætir Toronto Raptors. Í Vesturdeildinni er hins vegar bara Portland Trail Blazers komið áfram. Damian Lillard var hetja Trail Blazers gegn Oklahoma City Thunder þegar langur flautuþristur hans rétt framan við miðju fór ofan í körfuna og tryggði heimamönnum 118-115 sigur og þar með sigur í einvíginu 4-1.Damian Lillard (50 PTS) buries the three for the #TissotBuzzerBeater and the @trailblazers advance to the Western Conference Semifinals with the 118-115 Game 5 victory! #ThisIsYourTime#RipCity#NBAPlayoffspic.twitter.com/cVqLJkHLR4 — NBA (@NBA) April 24, 2019 Lillard skoraði 50 stig í leiknum, sem er það mesta sem hann hefur náð í einum leik á ferlinum, þar af komu 10 þriggja stiga körfur sem er met í NBA deildinni. Oklahoma hefur ekki komist lengra en í fyrstu umferð úrslitakeppninnar síðustu þrjú tímabil og tapið í kvöld var það tólfta í röð á útivelli. Það var minni dramatík í Philadelphia þar sem heimamenn unnu öruggan 122-100 sigur á Brooklyn Nets og tóku einvígið 4-1. Philadelphia sýndi sóknarafl sitt í leiknum og byrjaði leikinn af miklum krafti. Fjórtán fyrstu stig leiksins voru heimamanna og staðan varð fljótt 20-2. Sóknarkraftur Philadelphia hélt áfram og í hálfleik var staðan 60-31 og leikurinn í höndum heimamanna. Joel Embiid og Ben Simmons fóru fyrir liði Philadelphia með 23 og 13 stig. Embiid bætti 13 fráköstum við en náði ekki þrennunni því hann átti aðeins tvær stoðsendingar. Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum við Orlando Magic vann Toronto Raptors fjórða leikinn í röð í nótt og tryggði sæti sitt í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Kawhi Leonard var með 27 stig og Pascal Siakam 24 í 115-96 sigri Raptors. Sigurinn var aldrei í hættu en heimamenn komust mest í 37 stiga forystu. Denver Nuggets var eitt besta liðið í deildarkeppninni en hefur farið höktandi af stað í úrslitakeppninni. Það var þó ekkert hökt í nótt þegar Nuggets tók forystuna í einvígi sínu við San Antonio Spurs með 108-90 sigri á heimavelli. Nikola Jokic og Jamal Murray náðu einstaklega vel saman í leiknum og margar af átta stoðsendingum Jokic voru fyrir Murray. Murray endaði með 23 stig, Jokic var nálægt þrennunni með 16 stig, 11 fráköst og átta stoðsendingar. Staðan í einvíginu er nú 3-2 og getur Denver klárað málið á fimmtudag í San Antonio.
NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum